Prentarinn - 10.03.1990, Page 16

Prentarinn - 10.03.1990, Page 16
þetta er í raun og veru allt annar mið- ill, bókin, heldur en þessi nýja tœkni. Jú, það má segja það, að bókin er allt annars eðlis heldur en t.d. kvik- mynd. En þó höfum við lært það í gegnum þau ár sem við höfum lifað, að við sjáum alveg hvaða áhrif kvik- myndirnar hafa haft á daglegt líf fólks á öllum sviðum, bæði í klæðaburði, í framkomu, í framsetningu máls, já, í kurteisi og öllu sem við kemur lífinu. Það er allt meira og minna undir áhrifum þess sem við höfum séð er- lendis frá og það er ekkert undrunar- efni. Og meðan við ekki gáum að því hvað er að ske í sambandi við svona fjölmiðla, þá er ekki von á góðu. En við getum ekki barist gegn fjölmiðl- um, við verðum bara að taka þá á þann eðlilega hátt eins og þeir væru nauðsynlegir, en við verðum að vita af því að við erum skyldug til þess að varðaveita þessa tungu sem við tölum, 250 þúsund manns. Það er ekki bara fyrir okkur alla, það er fyrir heiminn. Þessi tunga er töluð hér og við tölum hana ekki fyrir íslendinga, heldur er hún verðmæti sem menningin á og það er afleitt að skilja það ekki fyrr en tungan er glötuð, að við höfum verið að fást við verðmæti í dag, árið 1989. Islenskan er eign allra, hverja tungu sem þeira mæla á. Mér datt í hug að við spjölluðum svolítið um samstarf okkar í nefndinni til að koma út bók, sem heitir Prent- listin 500 ára. Það var 1940 og þessi bók var gefin út „sem handrit að til- hlutan Hins íslenzka prentarafélags á kostnað Isafoldarprentsmiðju h.f. “ eins og það er orðað á titilsíðu. Við vorum þarna saman í ritnefnd þessarar bókar ásamt þriðja manni, sem mun hafa verið Jón H. Guðmundsson prentari og rithöfundur. Nefndin var kjörin til undribúnings minningarrits um 500 ára afmœli prentlistarinnar í heiminum. Ég man eftir því, og þú sjálfsagt líka, að við vorum einu sinni komnir á ystu nöf með það hvort við gætum komið bókinni út á því ári. Útgáfunni seinkaði nú dálítið og við bjuggumst aldrei við að geta komið henni út fyrir það sem við kölluðum afmœli þessa árs, sem var Jónsmessan. En samt sem áður héldum við áfram að vinna að þessu og ég man eftir því að þar kom að, þegar bókin var fullsett og Gunnar Einarsson, sem var kostnaðarmaður fyrir hönd lsafoldar, fór að lesa þessa ágœtu texta, sem í þessari bók voru, m.a. texta Sigurðar Nordals, sem er al- veg frábœr að mínu viti, þá rak hann augun í það, að Sigurður vœri með meiningar um það að bókaútgáfa myndi á nœstu árum eða áratugum breytast þannig að það yrðu félög og samtök sem myndu taka meira við bókaútgáfunni heldur en einstaklingar, og tryggðu þar með kaupendafjölda sem gœti gert bókina ódýrari almenn- ingi. Og þegar Gunnar sá þennan spá- dóm, þá minnir mig að hann hafi sagt við okkur að þetta færi ekki óbreytt í gegn. Við yrðum að tala við Nordal um það, segja honum að hann myndi ekki láta þetta fara óbreytt í gegn og þá myndi bókin ekki koma út. Manstu eftir þessu? Já, ég man afskaplega vel eftir þessu, eiginlega öllu saman og þessum sérstaka kapítula, sem þú talar um. Hann varð okkur svolítið erfiður svona í bili, en svo leystist þetta á mjög sómasamlegan hátt bæði fyrir höfund og fyrir útgefanda held ég líka, því útgefandi samþykkti síðan einhverjar smávægilegar breytingar, sem skiptu ekki neinu máli. En þetta var dálítið erfitt fyrir okkur að þurfa að fara til Nordals og biðja hann um að breyta. Já. það var mjög erfitt Stefán, því maður bar nú í fyrsta lagi mikla „re- spekt“ fyrir Sigurði Nordal, sem höf- undi og eiginlega sem vitmenni fyrir prentað mál o.s.frv., þannig að maður tók þetta dálítið nærri sér. Þú þekkir nú svo vel til allra þeirra verka sem urðu til þess að þessi bók kom út á þennan máta, og sem ég átti nú ein- hvern þátt í, og eiginlega má segja að þegar maður tók ákvörðunina um að gera þetta á þennan hátt þá var það eiginlega ekki vegna þess að ég ætlað- ist til þess að þetta yrði svona um- fangsmikið, heldur liggur við að það hafi verið af nautn að gera þetta svona. Að handvinna litina í hvert einasta eintak og gera þetta með pensli og vatnslitum, eins og raun varð á, og sem fór síðan út til all- flestra prentara sem þess óskuðu. Já, þetta er eitt einstœðasta verk sem hér hefur verið unnið. Já, ég hygg það og þó víðar væri leitað. Var það að tilhlutan útgefandans eða okkar, nefndarinnar, og hann hafi síðan fallist á það? Eg held það hafi bara verið hug- mynd okkar að gera það á þennan hátt, vegna þess að klissjugerð á þess- um tíma, hún var náttúrulega fjarska- lega kostnaðarsöm, að gera marga liti og margprenta ofan í . Ég held að út- gefandinn hefði aldrei lagt í það sem það kostaði að gera allar klissjurnar, gera allar prentanirnar o.s.frv., og þetta varð ofan á. Ég var þarna setjari í ísafold svo að ég gerði þetta með mínum pensli og það gekk fjandi ná- lægt mér, eiginlega þannig að ég var kominn svona á ystu nöf þegar ég hætti. Varstu þá búinn með á annað hundrað eintök? Ég var búinn með 135 eintök af bókinni. Að auki þurfti ég að gera litaprófanir. Ég held að útgefanda hafi nú þótt ég vera alllengi að þessu. Það gerði mér ekkert gott. Ég var ekkert að teygja úr þessu, ég gerði það sem ég gat, en það var voðalega þreytandi að vera undir pressu. Það var eitt sem dreif mig áfram. Þetta var einstætt hér á okkar landi, að það væri handunnin heil bók svona og það fannst mér skemmtilegt bara okkar „fags“ vegna. Stíllinn, sem ég hafði á þessu, hann var náttúrulega annar en ég hafði tileinkað mér í formun á prentgripum. Hann var að því leyti einstæður líka og ég hafði mikla ánægju af þessu verki í raun og veru, þegar upp var staðið. Ég dæmi ekkert um aðra hlið á þessu, það er of nálægt mér til þess að ég geti gert það. 16 PRENTARINN 1.10.90

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.