Prentarinn - 01.01.1996, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.01.1996, Blaðsíða 9
FELAGSMAL ■ ■ ■ Áttu von á gestum? Hinn 8. febrúar sl. bauð FBM til fyrirlestrar sem bar yfirskriftina „Áttu von á gestum“. Marentza Poulsen kynnti fyrir gestum hvernig best er að standa að undirbúningi veislna og matarboða. Einnig sýndi hún borðskreytingar og servéttubrot. Fullt hús var og ánægja þátttakenda með kvöldið var mikil. Þetta var liður í því að bjóða til skenmitikvölda hjá félaginu sem til stendur að verði tvisvar til þrisvar á ári. Síðar um kvöldið sátu allir við servéttubrot. Marentza Poulsen. Jólakaffi eldri félaga Stefán Jónsson og Haraldur Þórðarson gœða sér á kaffi og kökum. Jólakaffi eldri félaga var haldið að venju stuttu fyrir jól. Lúðrasveit verkalýðsins lék jólalög og tveir rithöfundar lásu upp úr verkum sínum, þau Ingólfur Margeirsson sem las upp úr bókinni um Maríu Guðmundsdóttur og Þóra Elfa Bjömsson fjallaði um bók sína um Draumaráðningar. Þátttaka var að venju góð og glatt á hjalla. Ingólfur Margeirsson rithöfundur kynnti bók sína um Maríu Guðmundsdóttur. PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.