Prentarinn - 01.03.1998, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.03.1998, Blaðsíða 11
Samkeppnisákvœði í ráðningarsamn- ingum: Á síbari árum hefur borið æ meira á því að atvinnu- rekendur vilja setja í ráðn- ingarsamninga svokölluð samkeppnisákvæði, ákvæði sem kveða á um það að starfsmanni sé óheimilt í tiltekinn tíma eftir að ráðningu lýkur að hefja störf hjá sambæri- legu fyrirtæki. Oft hefur starfsmaður verið í starfi hjá fyrirtæki um nokkurn tíma þegar komið er að máli við hann og óskað eftir að hann undirgangist slík ákvæði en einnig er mjög algengt að gengið er frá ákvæðinu þegar upp- haflegur ráðningarsamn- ingur er gerður. Algengara er að samkeppnisákvæði séu sett í samninga þeirra sem hafa yfir að ráða sér- þekkingu á tilteknu sviði, menntun og reynslu. launþega til að virða sampkeppn- isvemd atvinnurekanda. I 27. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 segir: Oheimilt er í atvinnustarfsemi er lög þessi taka til að afla sér eða reyna að afla sér með ótilhlýðileg- um hætti upplýsinga um eða um- ráða yfir atvinnuleyndarmálum starfseminnar. Sá sem fengið hefur vitneskju um eða umráð yfir atvinnuleynd- armálum á réttmætan hátt í starfi sínu fyrir annan eða í félagi við annan, sbr. 1. mgr. má ekki án heimildar veita upplýsingar um eða hagnýta sér slík leyndarmál. Bann þetta gildir í þrjú ár frá því að starfi er lokið eða samningi slitið. Þeim sem vegna starfs síns eða stöðu að öðru leyti hefur verið trúað fyrir uppdráttum, lýsingu, uppskriftum, líkönum eða þess háttar er óheimilt að hagnýta sér eða veita öðrum afnot af slíku án sérstakrar heimildar. Þessi ákvæði eru nokkuð mis- munandi, allt frá því að launa- manni er ætlað að skuldbinda sig til að sýna fyrirtæki trúnað eftir starfslok og til þess að hann skuldbindur sig til að gerast hvorki eigandi að né vinna framar í fyrirtækjum sem stunda sömu eða svipaða starfsemi og viðkomandi fyrirtæki. Sammerkt þessum ákvæðum er þó það einkenni að það skerðir möguleika launamannsins á að nota fagþekkingu sína eða sér- staka reynslu og þekkingu í fram- tíðinni. íslensk lög geyma nokkrar reglur sem hér skipta máli I fyrsta lagi segir í 75. gr. stjómar- skrárinnar að öllum sé frjálst að stunda þá vinnu sem þeir kjósi. Þessu frelsi megi þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. f lögum skuli kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. I öðm lagi hafa samkeppnislög að geyma ákvæði sem skylda Jf Þab er meginregla skuli halda. Allar Hij0Pjí||9 undanþágur þar túlka þröngt. Nú hefur upplýsinga um eða umráða yfir atvinnuleyndarmáli verið aflað á þann hátt að brotið hefur verið gegn ákvæðum 1.-3. mgr. og er þá þeim sem brotlegur er eða þeim sem fengið hafa upp- lýsingar frá honum óheimilt að færa sér það í nyt. í samningalögum nr. 7/1936 er síðan að finna ákvæði sem vemda launafólk gegn ósanngjömum samningsákvæðum í ráðningar- samningum. f 36. gr. laganna er að finna almenna reglu um ógild- ingu ósanngjamra samninga og í 37. gr. er sérstök regla um ráðn- ingarsamninga. Greinin er þannig: Hafi maður í því skyni að vama samkeppni, áskilið sér hjá öðmm manni að sá maður reki eigi versl- un eða aðra atvinnu, eða hann ráði sig eigi til starfa við slíkt fyrirtæki þá er það loforð eigi bindandi fyrir þann mann ef telja verður þegar litið er til allra atvika að skuldbinding þessi sé víðtækari en nauðsynlegt er til þess að vama samkeppni eða hún skerði með ósanngjömum hætti atvinnu- frelsi þess manns sem tókst þessa skyldu á herðar. Við mat á hinu síðastnefnda atriði skal einnig hafa hliðsjón af því hverju það varðar rétthafann að þessi skuldbinding sé haldin. Hafi starfsmaður við verslun eða annað fyrirtæki tekið á sig slíka skuldbindingu, sem getur um í 1. mgr. gagnvart þeim sem fyrirtækið rekur og skuldbinding hans á að gilda eftir að ráðningu hans við fyrirtækið er lokið, þá er sú skuldbinding ógild ef honum er sagt upp stöðunni eða vikið úr henni án þess að hann hafi sjálfur gefið nægilega ástæðu til þess eða hann sjálfur fer löglega úr stöð- unni sakir þess að sá sem fyrir- tækið rekur, vanefnir skyldur sín- ar við hann. Það er meginregla í samninga- rétti að samninga skuli halda. All- ar undanþágur þar frá beri að túlka þröngt. Hafi launamaður undirgengist samkeppnisákvæði er slíkur samningur bindandi fyrir hann nema samningurinn sé sér- staklega ógiltur með vísan til of- angreindra lagaákvæða og þeirra sjónarmiða sem þar koma fram. íslenskir dómstólar hafa fjallað um nokkur mál af þessu tagi. Tveir hæstaréttardómar (Hrd. 1939:365 og Hrd. 1995:1646) fjölluðu um starfs- menn sem höfðu undirgengist samkeppnisákvæði í ráðningar- samningi, hætt og stofnað sín eig- in fyrirtæki í samkeppni við fyrri atvinnurekanda. I báðum þessum dómum var talið að skuldbinding í ráðningarsamningi hefði falið í sér ósanngjama skerðingu á atvinnufrelsi og var tekið tillit til þess í dómsniðurstöðu. Starfs- mennimir vom þó ekki alfarið sýknaðir. Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur (E-5872/1997) fjallaði um mann sem hafði undir- gengist samkeppnisákvæði í ráðn- Sammerkt þessum ákvæbum er þó þab einkenni ab þab skerbir möguleika launamannsins á ab nota fagþekkingu sína eba sérstaka reynslu og þekkingu framtíbinni. ingarsamningi um að starfa ekki hjá samkeppnisaðila í þrjú ár eftir starfslok, sagt upp starfi sínu og ráðið sig 3 mánuðum síðar hjá samkeppnisaðila. Þetta var sölu- maður í fyrirtæki sem framleiddi vinnuföt. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að atvinnurek- anda hefði ekki tekist að sýna fram á að starfsmaðurinn hefði búið yfir upplýsingum er leynt skyldu fara né að hann hefði af því verulega hagsmuni að gera slíkan samning við starfsmanninn. Verði því að telja að umrætt samningsákvæði hafi skert með ósanngjömum hætti atvinnufrelsi starfsmannsins og væri því ekki hægt að byggja á því í málinu. Var starfsmaðurinn sýknaður. Við mat á skuldbindingargildi samkeppnisákvæða í ráðningar- samningi verður að sjálfsögðu að horfa til allra atriða. Hvert mál er sérstakt. Þættir eins og lengd þess tíma sem bannað er að hefja störf annars staðar, hversu víðtækt bannið er, hvort það gildir einung- is um störf hjá þeim sem em í beinni samkeppni eða hvort það gildir um störf hjá öllum sem starfa í skyldri starfsemi, hvort starfsmaðurinn setur á stofn eigin fyrirtæki í samkeppni eða flytur sig til í starfi skipta allir máli við þetta mat. Vegna alls þessa er best að launamaðurinn reyni að kom- ast undan því að skrifa undir slfkt ákvæði og vísa þess í stað til sam- keppnislaga, sem veita atvinnu- rekendum í flestum tilvikum þá vemd sem þeir sækjast hér eftir. Dugi það ekki, er bent á að áður en starfsmaður skrifar undir sam- keppnisákvæði, reyni hann að afmarka ákvæðið og fá útskýring- ar á hvað í því felst. PRENTARINN ■ 1 1

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.