Prentarinn - 01.03.1998, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.03.1998, Blaðsíða 5
Dagana 23.-27. september sótti hópur úr prentibnab- inum IPEX 98 í Birmingham á Englandi. IPEX er ein af stærri sýningum á tækjum og tólum úr iðnaðinum sem haldnar eru í heimin- um. Á sýningunni eru kynntar helstu nýjungar og heilmikið af hjálpartækjum sem fundin eru upp til að betrumbæta vinnuaðstæð- ur og auka afköst tækja- búnaðar. Hópferðin var skipulögð af Samtökum iðnaðarins og fóru u.þ.b. 40 manns, þar af þrír frá FBM, auk þess sem hátt í annar eins hópur íslend- inga úr prentiðnaðinum sótti sýninguna. Það sem einkennir svona sýningu er að kynntar eru mjög góðar vélar og frábær tæki til að gera allt sem hugurinn gimist og miklu meira tii en að einhver vandamál fylgi þessum búnaði heyrir maður ekki á minnst, þannig að taka þarf mátulegt mark á því sem sagt er og hafa í huga að um hreina og klára sölumennsku er að ræða. Annað sem maður tekur eftir er að verð- miðar em ekki hengdir á vélamar nema þær séu þá notaðar og tiltölu- lega lítið spennandi í samanburði við hinar sem em í sviðsljósinu. A sýningunni fór mikið fyrir stafrænu verkflæði sem er frá upphafi til enda vinnslunnar og tekið verður sérstaklega til umfjöllunar í þessu blaði. Allir helstu prentvélaframleiðendur, s.s. Heidelberg, Man Roland, König & Bauer, Mitsubishi og Komori, kynntu prentvélar sem hafa þessa tækni. Kynntar voru 8 lita vélar með viðsnúningi hjá öllum og uppí 10 eininga (lita) vél hjá Heidelberg. Komori kynnti einnig vél sem er hugsuð fyrir umbúðaprentun og er með sjálfvirku ílagi og tvöföldu frálagi. Þannig er hægt að láta vélina snúast frá því að verkið hefst og til enda þess án þess að stoppa til að setja pappír í vélina eða taka frá henni. Allt gerist þetta á einskonar flæðilínu. Þessir vélaframleiðendur leggja mikla áherslu á að tengja saman stafrænt prentunarferli og hraða vélanna sem búið er að byggja upp í gegnum árin. Takmarkið er að gera undirbúningstíma fyrir prentun sem allra stystan og ná biðtíma milli verkefna og þurrk- tíma út úr ferlinu. Heidelberg byggir sína lausn á CIP3 kerfi sem heldur utan um allt ferlið. I forvinnslunni er undirbún- ingur fyrir prentun unninn og þeg- ar verkið kemur til prentunar eru upplýsingar um það kallaðar upp og vélin stillt skv. því, stillingar í bókbandi eru einnig gerðar í þessu kerfí, allt tölvustýrt. Prentvélin er búin sjálfvirkri innstillingu, þvotta- búnaði fyrir plötu, gúmmídúk og baksílindra. I þessum sjálfvirku þvottagræjum er lágmarksnotkun á leysiefnum og takmarkið að losna alveg við þau. Þegar verkið fer af stað er gott eintak komið á auga- bragði og innstillingararkir því í lágmarki. Vélamar em einnig margar komnar með plast- húðunareiningu. König & Bauer í samstarfi við Scitex og Planeta kynntu vélina 74 KARAT sem er staffæn 4 lita prentvél byggð á offsettækninni en búið er að ná út vatnsverkinu og farfa- verkið er einn vals sem er jafnstór og plötuvals. Öllu haganlega fyrirkomið og stærð vélarinnar er svipuð og eins litar stórrar vélar, t.d. Speedmaster. I forvinnslunni er útbúin fyrirmynd til samþykkis og þegar búið er að gera fyrirmyndina eins og ætlast er til em stillingar fyrir vélina forritaðar og fyrstu blöðin em eins og þau síðustu í keyrslunni. Ekki þarf að stilla farfa eða ná jafnvægi milli vatns og farfa eins og þekkist í hefðbundnum offsetvélum. Vélin verður tilbúin til afgreiðslu á árinu 1999 en framleiðandinn ætlar sér u.þ.b. 6 mánuði til að ná öllu heim og saman áður hún fer á markað. Heidelberg hefur einnig þróað Quickmaster sem er fjögurra lita og tekur lítið pláss og verkin em tilbúin á fyrsta blaði. Tími milli verka er örfáar mínútur og plötur em úr polyesterefni og renna eins og filmur í gegn. 35 verk rúmast á hverju hylki. Xerox kynnti vinnslustöð sem þeir kalla „Docuworld“. Þar var sýnd vinnsla á ótal mismunandi bæklingum og bókum, veggspjöld- um og fleira sem þeir framleiddu á mettíma. Þeir leggja mikla áherslu á að hvert og eitt verk henti ein- staklingnum sem fær það í hendur. T.d. bæklingur eða bók yfir bíl sem maður kaupir sé sérstaklega búinn til með tilliti til hvaða bfil var keyptur og aukahluta sem í honum em. Þeir leggja mikla áherslu á að fjölritað efni sé með fallegri kápu og liturinn er nauð- synlegur til að ná augum fólks. A sýningunni vom kynntar plötur sem engin efni þarf til að framkalla. Kodak kynnti Thermal plötuna sem verður tilbúin á næsta ári og á að leysa af hólmi öll millistig sem auka hættuna á að verkið skili sér ekki hreint og nákvæmlega á plötu. Á sýningunni fór miklb fyrir stafrænu verkflæbi sem er frá upphafi til enda vinnslunnar og tekib verbur sérstaklega til umfjöllunar í þessu blabi. Apple hefur þróað kerfi sem gengur út á að pmfur prentaðar út á mismunandi prentara eða útkeyrsluvélar komi eins út, svokallaðir skjálitir. Takmarkið er að fyrirmyndir séu eins og endan- legt ferli á að líta út. Það sem einkenndi nýjungar í bókbandi sneri helst að auknum hraða og sjálfvirkni auk þess sem kynnt vom ný efni til notkunar við frágang verka. Gamlar tmkk-vélar sem hafa verið endurhannaðar sem gylling- arvélar vom kynntar á sýning- unni. Mjög færist í vöxt að gylla verkefni, eftirspum er mikil og ýmsir möguleikar em fyrir hendi. Vélarnar gefa möguleika á að gylla með mörgum mismunandi borðum í einni keyrslu. Þá vakti athygli okkar aukabún- aður á GTO vél sem var flexóein- ing sem prentar vatnsmerki í pappírinn. Einnig vakti áhuga okkar papp- írssnúningstæki sem tekur papp- írsstæður, hleypir lofti í þær og snýr þeim við til að auðvelda stokkun. Tæki sem kæmi að góð- um notum til að létta starf við pappírsmeðhöndlun. Þá var kynntur nýr möguleiki fyrir þvottatæki. Hólkur er settur ofaní þvottatæki og blaðka fest við gúmmísköfuna. Þegar bakkinn fyllist er hólkurinn losaður á ein- faldan hátt og settur í kassa og nýr hólkur í bakkann í staðinn. Þetta leysir af hólmi allan þvott á þvottatækjum. Heilmikið af bæklingum og sýnishomum af sýningunni er hægt að nálgast til skoðunar hjá FBM, verið velkomin. IPEX-punktar A sýningunni var gefið út dag- blað með ýmsum fróð- leiksmolum og einnig er þar að finna nokkur minningabrot frá síðustu sýningu: Á IPEX 93 seldu König & Bauer allar vélar sínar á básnum og þar af eina til dularfulls Irana sem borgaði 120.000 pund (14 milljónir og 400 þúsund íslenskar) í seðlum sem hann kom með í ferðatösku. Man Roland seldu sex nýjar vélar að andvirði 40 milljóna punda (4.800 milljónir ís- lenskra) til Thairanth Daily, stærsta dagblaðs í Tælandi, á sýningunni 1993. Fyrir þá sem fengu yfir sig nóg af hávaða á IPEX 93 var Hljóðdempunarathvarfið gott til að ná sér niður. Þar var ver- ið að kynna nýjar útgáfur á vörum til hljóðeinangrunar fyrir bókbandslínur. Mitsubishi seldi þrjár vélar með sjálfvirkum plötuskipta- búnaði að verðmæti 3,6 m. punda (432 milljónir íslenskra). PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.