Prentarinn - 01.11.2009, Blaðsíða 6
Gullni þríhyrningurinn
ÓLAFUR H. HANNESSON
Hin árlega skemmtiferð Félags bókagerðarmanna með eldri
félögum og mökum þeirra hófst tvær mínútur fyrir kl. 9
fimmtudaginn 20. ágúst 2009.
Ekið var sem leið liggur í austurátt yfir Hellisheiði áleiðis til
Laugarvatns. Miklir gufubólstrar þrýstast upp úr jörðu víða á
Hellisheiðinni. Þarna undir eru þrjár megineldstöðvar með gíf-
urlega orku, sem endast mun Islendingum um ókomin ár, ef vel
er staðið að öllu. Segja má að borað sé aðeins einn hundraðasta
eða einn þúsundasta af þykkt jarðskorpunnar og sífellt eykst hit-
inn eftir því sem neðar dregur.
Við ókum eftir nýlögðum 2+1-vegi, sem kominn er á hluta
leiðarinnar. Háværar kröfur eru uppi um að leggja 2+2-veg,
sem er ekkert öruggari en kostar fjórum sinnum meira. Er þetta
gáfulegt í kreppunni?
Ekið var niður Kamba á góðum vegi með aðeins tveimur
beygjum, en enn má víða sjá gamla einbreiða malarveginn, sem
Næsti áfangastaður var
Skálholt. Kirkjan var skoðuð
og saga hennar rakin af
Kristni Olafssyni rektor og
sérstaklega var honum hug-
leikinn Brynjólfur biskup þar
og dóttir hans Ragnheiður.
Hún var talin eiga í ástarsam-
bandi við Daða þann, sem
þýddi Nýja testamentið og
varð frægur fyrir. Ragnheiður
var látin sverja fyrir óspjallaðan meydóm í kirkjunni fyrir
atbeina biskups, sem hún og gerði. Seinna varð hún svo barns-
hafandi af völdum Daða. Barnið var tekið af henni nýfætt. Það
varð Ragnheiði um megn. Hún lagðist í kör og lést skömmu
síðar tvítug að aldri. Hún var sú eina af sjö börnum biskups,
Upprennandi hestabóndi á fáki
sínum.
í góðu yfirlæti við tjaldmiðstöðina í Miðdal.
Félagi Sigmundur þakkar aðalknapanum t Friðheimum fallega sýningu.
lá í krákustígum og fékk nafnið Kambar, af því að alveg er eins og
ekið sé eftir lúsakambi og hver tindur þræddur fram og til baka.
Astæðan fyrir öllum beygjunum var sú, að farartæki þess tíma
þoldu ekki meiri halla og oft urðu farþegar að ganga upp Kamba.
Við komum í Miðdal við Laugarvatn eftir eins og hálfs klukku-
tíma akstur. Þar tók Georg formaður á móti okkur með kaffi, tei,
gosdrykkjum, samlokum, kleinum o.fl.
Formaðurinn rakti 50 ára byggingarsögu sumarbústaðahverf-
isins og hugleiðingar og ráðagerðir byggingarnefndar um heppi-
legustu gerð sumarhúsanna og komu þar margir við sögu, m.a.
eldhuginn Guðbjörn Guðmundsson prentari, sem vildi láta hlut-
ina ganga. Hann stóð m.a. fyrir byggingu íbúðarhúsa fyrir félags-
menn við Hagamel, Nesveg og Hjarðarhaga, stærðarblokkar við
Kleppsveg 2, fyrsta hússins sem byggt var með skriðmótum, og
loks Sólheima 23.
Nú er komin í Miðdal glæsileg aðstaða fyrir þá sem tjalda og
eru oft fleiri hundruð manns sem njóta friðar og fegurðar þessa
fallega svæðis um helgar og oftar.
sem komst á fullorðinsár. Brynjólfur þótti mjög öflugur en
kröfuharður biskup. Eitt sinn kom hann í brúðkaup þar sem
fáir voru og ein eldhússtúlkan hafði lagst með einum veislu-
gesta. „Fúlt brúðkaup og fámennt," sagði biskup. „Og komu þó
fleiri en boðnir voru,“ svaraði stúlkan að bragði.
Kirkja sú, sem nú stendur í Skálholti, er sú 10. í röðinni og
sú eina úr steini, vönduð bygging sem margir komu að, séra
Sigurbjörn biskup einn sá duglegasti. Frændur okkar á Norð-
urlöndum gáfu gjafir til byggingarinnar og gjafir bárust víða
að. Danir gáfu fallega stóla og setjast stoltir í þá, en standa
fljótt upp aftur, því stólarnir eru ómögulegir til síns brúks,
þó fegurðina vanti ekki. Hinar níu fyrri kirkjur voru allar úr
timbri, sem flutt var inn frá Noregi.
Gerður Helgadóttir gerði hina fögru steindu glugga.
Altaristaflan er eftir Nínu Tryggvadóttur listmálara og er
undurfagurt listaverk. Það eitt og sér er næg ástæða til að
heimsækja Skálholt. Sagt er að altaristaflan eigi að lýsa
sorg og hryggð ungs drengs, sem seinna varð biskup, þegar
1. tbl. NÓVEMBER 2009