Prentarinn - 01.11.2009, Blaðsíða 9
Helstu spurningar og
svör um atvinnuleysis-
bætur frá VMST
L
rJ
Hversu háar eru atvinnuleys-
isbætur?
• Grunnatvinnuleysisbætur eru 149.523
kr. á mánuði (miðað við 100% bóta-
rétt og 21,67 daga, sem er meðalmán-
uður).
• Grunnatvinnuleysisbætur eru 6.900
kr. á dag miðað við 100% bótarétt.
• Ef þú reiknast með t.d. 85% bótarétt
þá færðu 5.865 kr. á dag, sem gera
127.095 kr. á mánuði (miðað við 21,67
daga).
• Hámarksfjárhæð tekjutengingar
er 242.636 kr. á mánuði.
• Tekjutenging er reiknuð út frá 70% af
meðallaunum á sex mánaða tímabili
sem hefst tveimur mánuðum áður en
þú sækir um atvinnuleysisbætur.
• Greiðslur vegna barns eru 276 kr. á
dag eða 4% af grunnatvinnuleysis-
bótum.
• Greitt er með hverju barni sem er á
framfæri umsækjanda upp að 18 ára
aldri.
• Ef einstaklingur greiðir meðlag með
barni þá fer greiðslan fyrir barnið til
Innheimtustofnunar sveitarfélaga sem
greiðsla upp í meðlagið.
• Greiddar eru atvinnuleysisbætur fyrir
alla daga nema laugardaga og sunnu-
daga.
Á ég rétt á tekjutengingu?
• Umsækjandi um atvinnuleysis-
bætur getur fengið tekjutengingu einu
sinni í upphafi bótatímabils (780
dagar) í allt að þrjá mánuði.
• Grunnatvinnuleysisbætur eru
greiddar fyrstu 10 virku dagana og
svo tekur tekjutengingin við næstu
65 virka daga.
• Hámarksfjárhæð tekjutengdra
atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði
miðast við tryggingarhlutfall hins
tryggða en þær nema þó aldrei hærri
fjárhæð en 242.636 kr. á mánuði
miðað við óskerta atvinnuleysistrygg-
ingu.
• Tekjutengdar atvinnuleysisbætur
launamanna nema 70% af meðaltali
heildarlauna og er miðað við sex
mánaða tímabil sem hefst tveimur
mánuðum áður en umsækjandi varð
atvinnulaus.
• Tekjutengdar atvinnuleysisbætur
sjálfstætt starfandi einstaklinga eru
70% af meðaltali heildarlauna og
skal miða við tekjuárið á undan því
ári sem umsækjandi varð atvinnu-
laus.
• Sá sem sætir biðtíma eftir atvinnu-
leysisbótum á ekki rétt á tekju-
tengdum atvinnuleysisbótum.
Afhverju fæ ég ekki greitt?
• Gleymdir þú að staðfesta atvinnuleit
milli 20.-25. mánaðarins?
• Þeir sem staðfesta frá 26. hvers
mánaðar til 3. dags næsta mán-
aðar fá greitt fimm virkum dögum
eftir fyrstu útborgun.
• Þeir sem staðfesta eftir 3. dag mán-
aðar fá greitt næstu mánaðamót á
eftir.
Er búið að afgreiða umsókn-
ina þína?
• Afgreiðsla umsókna getur tekið mis-
langan tíma. Stundum vantar gögn
og þá þarf að óska eftir þeim o.s.frv.
Ef þau berast ekki fyrir 20. hvers
mánaðar þá er ekki öruggt að þú fáir
greitt um mánaðamótin þar á eftir.
• Sóttir þú um innan greiðslutímabils-
ins sem er verið að greiða fyrir núna?
• Greiðslutímabil atvinnuleysisbóta er
frá 20. hvers mánaðar til 19. næsta
mánaðar.
• Atvinnuleysisbætur eru alltaf
greiddar út fyrsta virka dag mánaðar-
ins.
• Ef fyrsti dagur mánaðarins er á laug-
ardegi þá eru atvinnuleysisbæturnar
greiddar út á mánudeginum þar á
eftir.
Áttir þú ótekið orlof sem þú
ráðstafaðir ekki?
• Orlof frá fyrra tímabili verður þú að
klára áður en þú byrjar á atvinnu-
leysisbótum.
• Orlofi sem þú hefur áunnið þér á
nýju orlofstímabili getur þú ráðstafað
á næsta orlofstímabili.
• Orlofstímabilið er frá 1. maí til 15.
september ár hvert. Orlofsdaga sem
þú vinnur þér inn fyrir 1. maí á
hverju ári á að nota á næsta orlofs-
tímabili (sem hefst þá 1. maí).