Prentarinn - 01.11.2009, Blaðsíða 19
Höfuðborgaráð-
stefna í Drobak
í september
2009
STEFÁN ÓLAFSSON
Norræn samvinna á sér langa sögu
og margar hliðar. Félag bókagerðar-
manna og forverar þess, Hið íslenzka
prentarafélag og Bókbindarafélag íslands,
hafa átt mikið og farsælt samstarf við
starfsfélaga á Norðurlöndunum öllum frá
því snemma á síðustu öld. Ein hliðin á
því er Höfuðborgaráðstefna sem haldin er
annað hvert ár, þangað streyma fulltrúar
félagsdeilda í höfuðborgum hinna Norð-
urlandanna og þeir bjóða okkur að senda
einn þátttakanda. Gestgjafi að þessu sinni
var Grafisk Fagforening í Osló og var
ákveðið að stefna gestunum til ákaflega
sjarmerandi og suðræns smábæjar 30 km
út með Öslóarfirði, hins sögufræga Dro-
bak.
Öll skipaumferð til og frá Osló fer um
þröng sundin framan við bæinn. Þarna er
m.a. Oscarsborg, en síðla nætur 9. aprfl
1940 sökktu fallbyssurnar þar þýska her-
skipinu Blíicher. A skipinu voru þeir sem
áttu að taka við stjórnartaumum í Noregi,
meira að segja lúðrasveitin sem átti að fara
fyrir marseringunni upp Karl Johann að
konungshöllinni.
Vaxandi atvinnuleysi
Hér sannaðist hið fornkveðna; það er
ýmist í ökkla eða eyra. Það gekk eins
og rauður þráður í gegnum skýrslur frá
öllum höfuðborgunum að atvinnuleysið
eykst, smiðjunum fækkar og félagsmönn-
unum einnig. Er við funduðum á Islands-
bryggju í Kaupmannahöfn haustið 2007
var atvinna með allra mesta móti, þá var
rætt um skort á vinnuafli og efnahagslífið
var á suðupunkti.
Starfsfólki hefur alls staðar fækkað
verulega í prentiðnaðinum og mikil óvissa
er um atvinnuhorfur í faginu. Auglýs-
ingamagnið er enn mest í prentmiðlum og
sjónvarpi en auglýsingum í netmiðlunum
fjölgar og sú þróun heldur áfram. Eini
hluti prentiðnaðarins sem við megum
vænta aukningar í er stafræn vinnsla og
prentun.
Iðnaðurinn líður einnig fyrir það að
stóru fjölmiðlafyrirtækin senda gjarna
verkþætti í vinnslu annars staðar, fyr-
irtæki sérhæfa sig, og þau sameinast á
einn eða annan hátt.
Efnahagsbólan sprakk haustið 2008
og þó þetta hafi ekki valdið jafnhrikalegu
atvinnuleysi og við minnumst frá síð-
ustu árum níunda áratugarins, þá er nið-
urstaðan samt nöturleg: Efnahagur hefur
aldrei hrunið svo gjörsamlega á sama tíma
alls staðar í heiminum.
Helsingfors
Félögin eiga það öll sameiginlegt að hafa
sameinast öðrum félögum, þ.e. öll nema
við og Finnar. Finnska félagið var, að því
er flestir töldu, og þar með taldir Finnar
sjálfir, við það að sameinast fimm öðrum
stéttarfélögum, m.a. málmiðnaðinum, í
kröftugu sambandi. A ögurstundu hljóp
pólitíkin í málin og nú rfkir mikil óvissa
um framhaldið.
Þann 25. apríl voru 140 ár frá því
deildin í Helsingfors, Helsingin Kir-
jatyöntekijain Yhdistys, var stofnuð.
Atvinnuástand og horfur í borginni og
Finnlandi öllu eru fljótt sagt hörmulegar.
Atvinnuleysi í Helsingfors hefur auk-
ist hratt það sem af er ári. í lok júlí
voru 27.316 atvinnulausir, eða þriðjungi
fleiri en á sama tíma í fyrra. í júlfmán-
uði einum fjölgaði atvinnulausum um
8%. Atvinnuleysi 25 ára og yngri jókst
um 80% á aðeins einu ári. A höfuðborg-
arsvæðinu jókst atvinnuleysi um 40% og
í júlílok voru um 65 þúsund manns án
atvinnu á svæðinu. Allt bendir til þess að
atvinnuleysi verði 15% á komandi ári.
Aukið atvinnuleysi unga fólksins segir
okkur að þeim sem ljúka námi reynist
sífellt erfiðara að fá starf. Astandið er
svipað um allt Iand.
Stokkhólmur
Svíar lærðu sína lexíu þegar bankar
þeirra og fjármálafyrirtæki fóru illa fyrir
aldarfjórðungi og sluppu því betur núna,
en sænska krónan er á fallandi fæti og
atvinnuleysið fer dagvaxandi í Svíþjóð.
Velferðarkerfið líður fyrir aðgerðir stjórnar-
flokkanna, atvinnuleysi hefur t.d. ekki
verið meira í Svíþjóð en í Finnlandi í aldar-
fjórðung. Sænsk iðnaðarfyrirtæki eru í
bullandi vandræðum, sem aftur veldur
meira atvinnuleysi.
Nýtt félag í Svíþjóð heitir GS - Fac-
ket för skogs-, tra- och grafisk hransch og
það skiptist í 15 deildir. Ein þeirra er
GS Avdelning 9 Östra Svealand sem nær
yfir Stokkhólm, Uppsali, Sigtuna, Nynas-
hamn, Visby, Klintehamn, og Ljugarn.
Félagsmönnum fækkar og atvinnuleysi
eykst á höfuðborgarsvæðinu, rótgróin og
gömul fyrirtæki eru í lausafjárvandræðum
og gjaldþrotum fjölgar, risarnir gleypa það
sem þeir koma höndum yfir. Staðan á
landsbyggðinni er enn verri því prent-
smiðjurnar í Stokkhólmi soga til sín verk-
efnin.
prentarinn www.fbm.is