Prentarinn - 01.11.2009, Page 13

Prentarinn - 01.11.2009, Page 13
hún bakaði og setti þær 'allar ásamt upp- skriftum inn á Barnalandssíðuna. Eftir að ég missti vinnuna hjá Morg- unblaðinu leitaði ég að einhverri vinnu sem hæfði minni menntun og reynslu. Það gekk mjög hægt vegna þess að á þeim tíma voru allar auglýsingastofur, prentsmiðjur og hönnunarstofur sem hanna ýmiss konar vefsíður að draga saman seglin. Það endaði með því að ég skráði mig á atvinnuleysisbætur og eyddi mörgum stundum hjá systur minni vegna þess að hún var í sumarfríi á þeim tíma. Þá tókum við systurnar okkur til og ákváðum að opnaður skyldi stór, aðgengilegur og flottur vefur fyrir kök- urnar, uppskriftirnar og aðferðirnar. Síðsumars árið 2008 hófst mikil vinna við gerð heimasíðu í miklu samstarfi við Ritari.is sem býður upp á vefhýsingu, hönnun og ýmiss konar þjónustu tengda fyrirtækjum. Éghafði hjálpað þeim tölu- vert við hönnun nokkurra vefsíðna og gat því leitað beint til þeirra. Allur frí- tími minn og systur minnar fór í vefinn og svo má ekki gleyma mömmu minni sem aðstoðaði okkur með börnin. Mikið efni var komið inn á vefinn og hann var nánast tilbúinn. Erfiðasti part- urinn var samt eftir - nafnið. Adörg nöfn komu til greina og margar tillögur voru ræddar en engin þeirra virtist henta. Mig minnir að nafnið hafi verið um það bil mánuð í fæðingu og var ákveðið að nefna vefinn mömmur.is. Fyrir hverja er vefurinn hugsaður? Vefurinn er hugsaður fyrir alla, börn, konur og meira að segja karlmenn. Fyrst um sinn var hann hugsaður fyrir mæður sem hefðu gífurlegan áhuga á bakstri en með tilkomu jólakortanna og annarra tilefniskorta hefur notkun karlmanna stóraukist. Við verðum einnig varar við að stelpur, alveg niður í tólf til þrettán ára gamlar, spyrja okkur og leita ráða við bakstur. Hvenær var vefurinn opnaður? Heimasíðan var opnuð formlega í nóv- ember 2008 og er eins árs í ár. Það verður gríðarlegur fögnuður að hætti mömmur.is. Hvernig fékkstu þá hugmynd að sækja um styrk til Vinnumálastofnunar vegna heimasíðuverkefnisins? Ég mætti nokkrum sinnum þangað til að fylla út skjöl og fá ráðleggingar, og svo fékk ég mjög góða hugmynd. Um jólin 2008 var mestu vinnunni við vef- inn lokið, þá datt mér í hug að hanna jólakort. Ég hef mikinn áhuga á tölvu- hönnun, ég átti þau forrit sem ég þurfti og eftir að hafa fengið góðar viðtökur var það eina sem mig vantaði að fá ein- hvern til að prenta fyrir okkur. Ég talaði við Hans Petersen og þeir tóku vel í það! Þetta voru hefðbundin ljósmyndajólakort sem margir senda um jólin, ég fékk Hans Petersen í lið með mér og áttum við gott samstarf í þennan stutta tíma. Það sem mér fannst verst við þetta samstarf var að ég sá aldrei vöruna fullunna og vissi eiginlega ekki hvernig til tókst. Hans Pet- ersen sá nefnilega um sendingu og dreif- ingu vörunnar. Vegna þess hversu gríð- arlega góðar viðtökurnar voru ákvað ég að gera þetta aftur að ári, en með aðeins öðruvísi fyrirkomulagi. Ég ætlaði sjálf að sjá um prentunina, bjóða upp á fjölbreytt- ari línu jólakorta og reyna að vera ódýrari en aðrir sem væru á þessum markaði. Ég geymdi peninginn sem kom inn vegna jólakortanna og keypti mér prent- ara, brotvél og pappírsskera fyrir hann um vorið. Þetta var stór, dýr og afkasta- mikill prentari sem ég ætlaði að nota fyrir næstu jól. En það var langt í næstu jól svo ég fór að þreifa mig áfram og prófa græjurnar. Einn daginn datt mér í hug að útbúa afmælisboðskort vegna þess að ég sá bara örfáar tegundir af þeim úti í búð. Ég sagði starfsfólki Vinnumálastofnunar frá hugmyndinni og var það mjög áhuga- samt og benti mér á styrk sem veittur er frumkvöðlum á atvinnuleysisbótum. Ég sótti um styrkinn, sendi prufur af kort- unum og viti menn, ég fékk styrkinn. Auðvitað var sniðugt að nota vefinn til þess að koma kortunum á framfæri því þetta smellpassaði þar inn. Hvernig var umsóknarferlið? Eins og í flestum tilvikum í dag var sótt um á heimasiðu Vinnumálastofnunar. Síðan var ég boðuð á fund með for- manni Vinnumálastofnunar Vesturlands Grtnjólakort og sýndi ég honum sýnishorn. Þetta fór í gegnum einhverja nefnd og mér var svo tilkynnt um það bil tveimur vikum seinna að ég hefði hlotið styrkinn. Hvaða kröfur voru gerðar til þín vegna styrksins? Þurftir þú að skila inn einhvers konar skýrslu eða sýna fram á að verkefni hefðu verið unnin? Kröfurnar voru einfaldar. Eins og á við um fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur mátti ég ekki vinna neina aðra vinnu samhliða þessu verkefni. Fyrst þurfti ég að sýna hvers konar kort ég átti við. I miðju ferlinu, eftir þrjá mánuði, þurfti ég að fara á fund og sýna hvernig verkefninu miðaði. Ég skilaði skýrslu um gang mála og fékk að fara á fund hjá Nýsköpunar- miðstöð Islands í tengslum við verkefnið. Núna er ég að leggja lokahönd á um það bil 60 mismunandi gerðir af kortum og vinna að undirsíðu á vefnum sem verður bara tengd prentþjónustu, slóðin verður www.kort.mommur.is. Ég fékk sex mán- uði til þess að þróa vöruna og koma henni í söluhæft form. Hver eru framtíðaráformin fyrir síðuna? Núna er verið að leita að samstarfs- aðilum vegna þess að það er dýrt að halda svona vef uppi. Það þarf að vinna nýtt efni, taka myndir, vinna myndirnar fyrir vefinn og halda þessu gangandi. Auðvitað áformum við að auka þjónustu vefsins til að fá meira áhorf, en þetta er bara á teikniborðinu enn sem komið er. Helsta markmið okkar er að gera síðuna eins skemmtilega og auðvelda í notkun og hægt er. prentarii www.fbm.is B

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.