Prentarinn - 01.11.2009, Síða 21

Prentarinn - 01.11.2009, Síða 21
Breyttar áherslur í prentnámi! ÓLAFUR HLYNUR STEINGRÍMSSON að var einhvern tíma á miðju sumri 1961 að ég ákvað að taka mig á í lífinu, að verða 19 ára gamall, búinn að vera á sjó á bátum við veiðar og í millilandasiglingum, stunda verkamannavinnu og ýmislegt fleira sem til féll, og ég ákvað að fara að læra einhverja iðn. Hugurinn stefndi á úrsmíði. Eg gekk á milli úrsmiða og óskaði eftir að fá að komast í nám en engum þeirra fannst ég vera líklegur til afreka. Hvað skyldi gerar Ég ákvað að fara að vinna hjá náunga sem ég hafði kynnst þegar ég vann aðstoðarmannsstörf í Stórholtsprenti sem staðsett var í Skipholti 1 á 4. hæð (engin lyfta). Starfið þar fólst aðallega í því að skera tímaritin sem þar voru prentuð og einnig að bera pappír í rísum upp alla stigana. Þessi náungi, sem heitir Heimir B. Jóhannsson og varð síðar minn fyrsti meistari, réð mig í vinnu í prentsmiðju sem hann hafði stofnað og hét Asrún. Loforð fylgdi með um að ég fengi að komast á samning við að læra fagið. Mér leist mjög vel á þetta starf sem var bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Heimir var stórhuga maður, gaf m.a. út nokkur tímarit, þar á meðal geysi- vinsælt blað sem hét Sjón & saga. Þetta var merkilegt blað því þarna komu að ég held í fyrsta sinn litprentaðar (fjórlita) kápur á mánaðarlegu tímariti. Mikill uppgangur var í fyrirtækinu og nóg að gera og því ákvað ég að skella mér í námið. Einhvern veginn kom meistarinn þessu þannig fyrir þarna um haustið að samningstíminn reiknaðist frá 1. mars og var ég því búinn með sex mánuði af náminu þegar ég tók þessa ákvörðun! Ekki var til nógu hraðvirk prentvél fyrir stórt format í Ás- rúnu til að prenta blöðin og voru innsíðurnar því prentaðar í öðrum prentsmiðjum. Man ég t.d. eftir Ingólfsprenti, og feðg- unum Vilhjálmi og Jóhanni í Prentfelli í Skerjafirðinum. Þetta er mér minnisstætt sökum þess að ég var stundum lánaður í vinnu, í aðstoðarstörf í þessum smiðjum, þegar mikið var að gera í þeim. I Ásrúnu var ekki mikið um aðra prentun en á þessum blöðum sem eigandinn gaf út. Ég minnist þess að í digulvél, Grafopress, sem er ekki ósvipuð Heidelberg-digulvél, var allan tímann sem ég var þarna, ef mig misminnir ekki, verið að prenta sama verkið, nótur fyrir verslun Silla & Valda, prent- aðar á gulan 45 g afritapappír, númeraðar og rifgataðar. Oft þurfti ég að telja upp að 100 til að halda þolinmæðinni við að koma þessum pappír í gegnum vélina. Ekki man ég eftir fleiri afrekum hjá mér í prentuninni, þó datt inn eitt og eitt bréfsefni sem þurfti að prenta. Þá var ekki almennt til siðs að prenta á umslög og eyðublaðanotkun var snöggtum minni. Tímaritin komu út um það bil einu sinni í mánuði og vana- lega rétt fyrir mánaðamót. Þá var nóg að gera við að dreifa blöð- unum. Það var kærkomið að fá að keyra um borg og bý á bíl forstjórans til að koma þessum blöðum í sjoppurnar og rukka fyrir eldri blöðin. Ég var þó alltaf að handleika prentverk! Svona gekk þetta, tíminn leið og allt í einu voru liðin tvö ár af samn- ingnum og ég lítið farinn að vinna við prentvélar og ekk- ert farinn að fara í Iðnskólann, sem ég hélt að væri partur afnáminu. Éggekk stíft eftir því að fá að fara í 1. bekkinn í skólanum haustið ’63. Meistarinn var ekki samþykkur því enda annatími að fara í hönd. Skipst var harkalega á skoðunum, sem endaði með því að ég hlýddi þegar mér var sagt að ekki væri hægt að vera með svona fólk í vinnu og að ég væri rekinn, og hætti ég því. Reyndar vissi ég þá að í prentsmiðju sem hét Öskjur og prent vantaði mann sem gæti prentað og meðhöndlað pappír. Ég fór og hitti eigendur prent- smiðjunnar og í stuttu máli þá var ég ráðinn, þó svo að ég þyrfti að byrja á því að taka tvo bekki í skólanum í röð og kæmi því ekki til fastrar vinnu fyrr en um sex mánuðum eftir að ég réð mig. Þarna hitti ég minn annan meistara, Magnús Guðnason, sem yfirtók námssamninginn. Hann er mikill heiðursmaður og góður leiðbeinandi, enda gaman að vinna með honum. Loksins kynntist ég því hvað það var að vinna í prentsmiðju, margskonar verk og krefjandi. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Einn daginn var okkur starfsfólkinu tilkynnt að prentsmiðjan Leiftur hefði keypt fyrirtækið. Við Magnús fylgdum með í Leiftur eins og vélarnar. Þar kláraði ég minn samning og tók sveinsprófið. Sveinsprófið er mér alltaf minnisstætt sökum þess að sá sem sat yfir mér í prófinu átti bústað austur í Miðdal. Hann stóð úti við gluggann allan tfmann og horfði í austur og spurði þráfaldlega hvað ég ætti mikið eftir. Prófdagurinn hitti nefnilega á fyrsta sólríka laugardaginn að vori, þannig að blessuðum manninum var vorkunn, enda held ég að hann hafi hjálpað mér í gegnum prófið til að sleppa sem fyrst. Ég er sannfærður um að ég hafði hvorki kunnáttu né getu til að klára mig sómasamlega af þessu. Fljótlega eftir þetta hætti ég hjá Gunnari Einarssyni í Leiftri, ég fann mig aldrei þar þó svo að vinnustaðurinn væri ágætur. Þar voru margir skemmtilegir karlar og ágætur forstjóri. Ég vann um tíma við prentun í Bikarboxi, fyrirtæki sem fram- leiddi pappabauka undir drykkjarvöru, ís og fleira. Þegar ég hafði spurnir af því að sennilega vantaði mann í Odda sótti ég um og fékk starfið, þ.e. í byrjun árs ’66. Þá áttaði ég mig á hve lítið ég kunni í faginu. Það átti heldur betur eftir að lagast því þar var minn þriðji meistari, Helgi Kristinn Jónsson, þó ekki væri hann skráður sem slíkur. Hann kenndi mér öll „trixin" í faginu, hvað voru gæði í prentun og hvernig átti að ná þeim fram. Mikill fagmaður Greinarhöfundur á sínum yngri árum. prentarinn www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.