Prentarinn - 01.11.2009, Qupperneq 22

Prentarinn - 01.11.2009, Qupperneq 22
og afburðaleiðbeinandi. Hann gaf aldrei afslátt, vildi hafa hlut- ina 100%. Eg fékk eldskírnina hjá honum í einu af mínum fyrstu verkum í Odda, þ.e. prentun íslenskrar útgáfu af Biblíunni á 50 g pappír með eldgömlum klisjum, sem voru einhvers konar kop- arhúðaðar blýklisjur fyrir hæðarprentun. Þessar klisjur voru afskrif- aðar sem ónýtar af Bretum og sendar til Islands, en við notuðum þær með mörgum tilréttingum á hverju formi. Þetta var skelfilega mikil nosturvinna. Prentað var í erfiðri prentvél sem hét Johann- esberg. Sagan segir að einn góður prentari - ég nefni ekki nafnið því hann er enn á meðal okkar — hafi sett þetta nafn, Johannesberg, sem svar á prófi í Iðnskólanum hjá Olgeiri við spurningunni „hver er talinn faðir prentlistarinnar?" í staðinn fyrir Johannes Gutenberg. Sá prentari vann líka á svona vél. Síðar bætti ég við námi í offsetprentun í Odda og þá fékk ég fjórða meistarann, Ragnar Kristjánsson, frábæran fagmann. Námið gekk nokkurn veginn snurðulaust fyrir sig enda hafði ég þá fjölbreyttan hóp leiðbeinenda. Margir offsetprentarar og hrekkjalómar voru á svæðinu. Eflaust eru til ýmsar útgáfur af því hvernig menn lærðu fagið hér á árum áður en svona er mín saga. Þrátt fyrir skrikkjótta byrjun hef ég bráðum verið samfellt í 48 ár í faginu og hefur mér aldrei leiðst það. Ég þakka það fyrst og fremst góðum og skemmtilegum samstarfsfélögum. Undantekningarlaust hefur verið mikill húmor og jákvæðni í fólki sem ég hef unnið með, þegar ég rifja upp liðinn tíma. Margar skemmtilegar sögur eru til í minningunni. Starfsmannafélagið í Odda BÁRA JÓNSDÓTTIR STARFSMANNAFÉLAG KVOSAR Starfsmenn Kvosar, móðurfélags Prent- smiðjunnar Odda og OPM, reka öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir hinum ýmsu uppákomum fyrir starfsmenn og er þátttaka yfirleitt mjög góð. Einnig eru hinar ýmsu deildir innan félaganna duglegar að taka sig saman og gera eitthvað skemmtilegt til að hrista saman hópinn. Nú skal stiklað á stóru yfir það helsta sem við gerum til að skemmta okkur saman. Á hverju vori býður starfsmannafélagið upp á griliaðar pylsur og ís í eftirrétt. Dag- urinn er valinn með skömmum fyrirvara þar sem skilyrði er að sólin skíni og allir borði saman úti í hádeginu. Stundum hefur verið þema, t.d. skylda að vera með hatt, og hefur það verið hin mesta skemmtun. Þeir sem eru á kvöldvakt fá grillaðar pylsur í kvöldmat og ís á eftir. Þessi dagur hefur alltaf verið vel lukkaður. Að gömlum oggóðum sið er haldin árshátíð hjá okkur. Áður fyrr var hún haldin að hausti til en þar sem aðalvertíðin hjá prentsmiðjum er á haustin var hún færð yfir á vorið. I mars sl. var árshátíðin haldin á Grand hóteli. Tókst hún í alla staði vel og mætingin var góð. Tekin var upp sú nýbreytni að bjóða upp á forréttinn í anddyri hótelsins í beinu fram- haldi af fordrykk. Boðið var upp á „lifandi" matreiðslu og mæltist hún vel fyrir. Var síðan farið yfir í hátíðarsalinn þar sem dýrindismatur var framreiddur og skemmtiatriði, heimatilbúin og aðkeypt, kitluðu hláturtaugarnar. Síðan var dansað fram á rauða nótt. Á árshátíð félagsins hefur verið gefið út árshátíðarritið „Saltarinn“ við mikinn fögnuð flestra starfsmanna. I því blaði eru skemmti- leg atvik rifjuð upp, sögur bakaðar og afbak- aðar og myndir „fótósjoppaðar" svolítið til. Sá siður hefur verið hafður á að starfs- menn fái páskaegg frá starfsmannafélaginu rétt fyrir páskafrí. Hefur þá oft verið sest niður í smærri hópum og málshátturinn les- inn fyrir samstarfsmenn. Á hverju ári er haldið Meistaramót Kvosar í golfi, það er fyrir löngu orðið árviss við- burður hjá fjölda fólks. Þátttakendur í ár voru þrjátíu og níu. Létu þeir íslenska veðráttu ekkert á sig fá og spiluðu vel á golfvellinum á Hellu. B 1. tbl. NÓVEMBER 2009

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.