Verktækni - 15.10.1996, Qupperneq 3
VERKTÆKNI
Bókagjöf til stuðnings rann-
sóknum í rafefnaverkfræði
Landsbókasafni Íslands-Há-
skólabókasafni hafa nýlega
borist að gjöf rit á sviði raf-
efnaverkfræði, um 1000 bindi,
bæði bækur og tímarit. Gjöfin
er frá bandarískum manni af ís-
lenskum ættum, Dr. Theodore
R. Beck, og fyrirtæki hans í
Seattle, Electrochemical
Technology Corporation, en
Theodore hefur látið af störfum
fyrir aldurssakir og um leið
voru rannsóknarstofur fyrirtæk-
isins lagðar niður. I ritagjöf-
inni er m.a. Joumal of The
Electrochemical Society frá
1937 til þessa dags auk annana
tímarita og sígildra bóka á
þessu fræðasviði.
Doklor Theodore R. Beck
tók doktorspróf í efnaverkfræði
frá Washington háskóla í
Seattle árið 1952 og hefur alla
starfsævi sína sinnt verkefnum
á sviði rafefnaverkfræði. Hann
hefur m.a. starfað fyrir Du
Pont, Kaiser Aluminium,
Boeing Scientific Research
Laboratories og síðustu 20 árin
í eigin l'yrirtæki, Electrochemi-
cal Technology Corporation.
Theodore tengist Islandi
sterkum böndum. Móðir hans,
sem ættuð er úr Kelduhverfi í
Norður Þingeyjarsýslu, lluttist
vestur um haf árið 1914 og
giftist síðar dönskum manni.
Theodore er einkabarn þeirra
en móðir hans lést þegar hann
var einungis tveggja ára.
Theodore kom fyrst til Islands
fyrir urn aldarfjórðungi. Hann á
hér ntarga kunningja og skyld-
menni og hefur lagt sig mjög
fram við að grafast fyrir um hin
íslensku ættartengsl sín.
Það er von Theodores að
ritagjöf hans muni koma að
gagni við menntun vísinda-
manna og verkfræðinga sem
starfa á vettvangi stóriðju, en
Islendingum er eins og kunnugt
er annt unt að laða að starfsemi
á því sviði, vegna hagkvæmrar
orku sem vatnsafl og jarðhiti í
landinu bjóða upp á.
Sá ritakostur sem til er hér-
lendis á þeirn sviðum vísinda
og iðnaðar sem hér er um að
ræða er afar rýr og því er
Landsbókasafni Islands-Há-
skólabókasafni þessi ritagjöf
mjög mikilvæg. Kann safnið
gefandanum bestu þakkir fyrir,
svo og þeim fyrirtækjum sem
kostuðu flutning ritanna frá
Seattle, íslenska álfélaginu h.f.,
og Jöklum h.f.
Ofangreint var fréttatil-
kynning frá Landsbókasafni Is-
lands-Háskólabókasafni.
Innan við meters nákvæmni hverja sekúndu
GPS Pathfinder Pro XL getur
verulega flýtt fyrir skráningu og
gagnasöfnun
Hvort sem þú ert að skrá upplýsingar um t.d.
raflínur, vegi, landamerki eða annað þá skiptir
meginmáli hversu miklum gögnum hægt er
að safna á sem skemmstum tíma og hversu
nákvæmum.
Nú er hægt að skrá upplýsingar um stað-
setningu hluta með innan við meters
nákvæmni á augabragði, ásamt því að skrá
upplýsingar um ástand og aðgerðarþörf vegna
t.d. viðgerða og viðhalds.
Allt er þetta gert með sama tækinu, Pathfinder
Pro XL frá Trimble Navigation.
Pro XL getur unnið bæði í rauntíma og
eftirávinnslu. Gögnunum er safnað í minni
tækisins og samtímis settar inn upplýsingar
um ástand ef óskað er. Hugbúnaður tækisins
býður notandanum að setja inn valmyndir að
sínum óskum.
Þegar komið er til baka úr mælingum, er hægt
að yfirfæra gögnin inn á nánast hvaða
landupplýsingakerfi sem er og birta þær þar.
Ef þörf er á gagnasöfnun eða kortlagningu
gagna með meters nákvæmni, þá er Pro XL
tækið sem getur aukið afköstin stórlega.
Þar sem þegar eru komnar upp nokkrar
Trimble leiðréttingastöðvar hérlendis, er hægt
að spara sér kaup á hluta búnaðarins og nýta
merki frá þeim. þegar eru mörg fyrirtæki og
stofnanir hérlendis komnar með Pro XL eða
önnur tæki frá Trimble Navigation.
Allar uppýsingar og sýningar-
tæki á staðnum.
□ Trimble
ÍSMhR hí. ®
’ Síöumúla37,108 Reykjavlk
TT 568 8744, Fax 568 8552 \ iS
\
';Í® Hw
bitoísi wbrb& w W': b. # Jjjm Rm " r' m - '
Fulltrúar tœknimanna við afhendingu bóka- og tímaritagjafar Dr. Theodore R. Beck. Frá vinstri: Jóhannes
Benediktsson, varaformaður TFl, Jón Hjaltalín Magnússon, framkv.stj. JHM-Altech hf, Birgir Omar Haraldsson,
skipaverkfrœðingur hjá Jöklum hf.Jón Hjaltalín Stefánsson, deildarstjóri Rafgreiningardeildar Isal hf, Dr. Theodore
R. Beck, Karl Ómar Jónsson fráfarandi formaður VFI, Baldur Líndal efnaverkfrœðingur, Þorsteinn Sigfússon
prófessor, verkfrœðideild Háskóla lslands og Sveinbjörn Björnsson, liáskólarektor. (Ljósm. Helgi Bragason)
Sveinbjörn Björnsson háskólarektor og Dr. Theodore R. Beck efnaverk-
frœðingur standa fyrir framan hluta af hinni höfðinglegu bókagjöf sem
Dr. Beckfœrði Landsbókasafni að gjöf. (Ljósm. Birgir Jónsson)
Hinn 15. október síðastliðinn af-
henti Einar Sigurðsson landsbóka-
vörður Dr. Theodore R. Beck þakk-
arbréf fyrir hans höfðinglegu gjöf.
Viðstaddir þá athöfn í Þjóðarbók-
hlöðunni voru m.a. Sveinbjörn
Björnsson háskólarektor og fulltrúar
frá VFI og TFI auk ýmissa annarra.
I ágætu ávarpi sem Dr. Beck
flutti kom fram m.a. að fróðir menn
hefðu sagt honum að ekki virtust
miklir vaxtarmögueikar í íslenskum
landbúnaði og sjávarútvegi. Hann
taldi að ineð aukinni nýtingu á hinni
ódýru og hreinu jarðvarma- og
vatnsorku okkar gætu lífskjör hér
batnað í náinni framtíð. Hann taldi
líklegt að orkufrekur iðnaður er
byggði á rafefnaverkfræði kæmi þar
við sögu. Vonaði hann að bókagjöf
sín gæti hjálpað íslenskuni vísinda-
mönnum og verkfræðingum að
kynnast þessu sviði tækninnar nán-
ar.
Vörulistinn frá Rönning
r
Omissandi hjálpartæki fyrir fagmenn
Vörulisti Johan Rönning hf er kominn út í nýrri
útgáfu. Vöruflokkarnir eru 62 á 440 blaðsíðum,
með 1700 myndum og vörunúmerin eru 5300.
Listinn er fáanlegur á bókarformi og í rafrænni
útgáfu á CD-ROM geisladisk eða á heimasíðu
okkar á Internetinu, http://www.ronning.is.
Allur rafbúnaður - frá framleiðslu til notkunar
rafmagns.
Johan Rönning hf
Sundaborg 15 - 104 Reykjavík
Sími: 568 4000
• JOHAN
RÖNNING HF
3