Verktækni - 15.10.1996, Síða 5

Verktækni - 15.10.1996, Síða 5
VERKTÆKNI Um vinnutímatilskipun Mikið er rætt þessa dagana um tilskipun Evrópusambands- ins 93/104/EB. Þessi tilskipun fjallar um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma. Sér- staklega hafa ríkisstarfsmenn haft af því áhyggjur hvort hægt sé með þessum hætti að tak- marka óunna yfirvinnu. Það er skoðun undirritaðs að það sé ekki hægt enda telst óunnin yf- irvinna hluti af föstum launa- kjörum, Vinnutími er skýrt skilgreindur sem sá tími sem starfsmaður er við störf og skil- greiningar í tilskipuninni taka ekki til þess háttar fyrirbrigða sem óunnin yfirvinna er. Ef litið er nánar á skilgrein- ingu í tilskipuninni um vinnu- tíma þá segir í 2. grein: 1. Vinnutími: Sá tími sem starfsmaður er við störf, eða er vinnuveitanda innan handar og innir afhendi störfsín eða skyldur í sam- rœmi við innlend lögleða réttarvenju; 2. Hvíldartími: Tími sem telst ekki til vinnutíma. I 3. grein um hvíldartíma segir m.a.: Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hverjum starfsmanni daglegan hvíldartíma samfellt í 11 tíma á hverju 24 klukku- stunda tímabili. í 5. grein segir ennfremur að allir starfsmenn skuli eiga rétt á samfelldum 24 klst. hvíldartíma á hverju sjö daga tímabili til viðbótar 11 klukku- stunda hvíldartímanum sem áður er getið. I 6. grein er síðan fjallað um vikulegan hámarksvinnu- tíma: Aðildarríki skulu gera nauð- synlegar ráðstafanir með tilliti til kröfunnar um öryggi og heilsuvernd starfsmanna, til að tryggja að: 1. Vikulegur vinnutími sé tak- markaður með ákvœðum laga eða stjórnsýslufyrir- mœla eða með heildarsamn- ingum eða samningum milli aðila vinnumarkaðarins. 2. Meðalvinnustundafjöldi fyrir sjö daga tímahil fari ekki yfir 48 klukkustundir, að yf- irvinnu meðtalinni. Við útreikninga á vinnu- tímalengd er sett ákveðið við- miðunartímabil. Þetta tímabil má ekki vera lengra en 4 mán- uðir. Þá segir ennfremur að or- lof og sjúkraleyfi skuli ekki vera talin með í útreikninguin. Tilskipunin hefur ennfremur undanþáguákvæði. Þar segir að veita megi undanþágu frá t.d. 6. grein ef störf eru í heilsugæslu, í höfnum eða flugvöllum, vegna starfa við kvikmyndir, blöð, útvarp sjónvarp osfrv., í atvinnugreinum þar sem ekki sé unnt að rjúfa vinnuferli af tæknilegum ástæðum t.d. rann- sókna og þróunarvinnu og landbúnaði. Þá segir einnig að semja megi um þessi undan- þáguákvæði að því tilskyldu að hlutaðeigandi starfsmenn fái samsvarandi hvíldartíma í stað- inn. Þá eru ennfremur undan- þáguákvæði um lengd viðmið- unartímabils allt að 6 mánuðum og við sérstakar tæknilegar að- stæður í allt að 12 mánuði. Það er skoðun undirritaðs að þessi tilskipun sé af hinu góða. Þess ber að geta að lágmark- hvíldartími er lengdur úr 10 í 11 tíma á sólarhring. Sérstakar aðstæður leyfa undanþágur en þá aðeins með samningum eða lögum settum af yfirvöldum. Það er ennfremur athyglis- vert að skoða meðalyfirvinnu verkfræðinga skv. kjarakönnun- um SV. Þar kemur fram að meðalfjöldi yfirvinnutíma sem unnir voru, voru 28 í janúar 1996, 27 tímar 1995 og 24 1994. Þess ber þó að geta að umrædd tímabil eru tímabil lé- legs atvinnuástands hjá tækni- og verkfræðingum. Tæknifræðingar og verk- fræðingar hjá rfki og Rborg hafa nokkra sérstöðu. Þar er unnin yfirvinna meiri en á al- mennum markaði vegna ein- stakra launakjara. Það er því ástæða til að skoða sérstaklega unna yfirvinnu og heildarlaun þessara hópa. Ymis rök og reynsla af t.d. yfirvinnubönnum hafa sýnt að framleiðni unnins líma eykst ef heildarvinnutím- inn er styttur. Verði þetta reynslan af styttri heildarvinnu- tíma vegna tilskipunarinnar þá er borðleggjandi að krefjast verulega hærri grunnlauna á þessum vinnumörkuðum. Jónas G. Jónasson verkfr. Framkvœmdastjóri SV Af kjaravettvangi Um þessar mundir eru starf- andi vinnuhópar vegna kjara- samninga tæknifræðinga og verkfræðinga við rfkið. Við- ræðuáætlun við ríkið hefur ver- ið undirrituð og ljóst er að mjög skammur tími er til stefnu. Það er þó á misskilningi byggt að tíminn þurfi að vera svo skammur. Stéttarfélag verkfræðinga sendi tillögu að viðræðuáætlun þann 29.09 s.l. en henni var ekki svarað fyrr en 16 dögum síðar með nýjum drögum eða tillögu. Vonandi læra aðilar smám saman að eðlilegt sé að hefja viðræður fyrr og gefa sér góðan tíma. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hveijar verða megin- kröfumar en ljóst er að ríki og Reykjavíkurborg er vandi á hönd- um í launapólitík sinni. Hæstu taxtar verkffæðinga hjá þessum viðsemjemdum eru nú 150.000 krónur á mánuði fyrir forstjóra með 20 ára starfsreynslu! Það er skoðun undirritaðs að þetta sé ekki lengur hlægilegt. Vitað er að nýútskrifaðir verkfræðingar hafa að meðal- tali 140.000 - 150.000 krónur á mánuði á almennum markaði. Það er því vonlaus staða ríkis og borgar að fá starfsfólk og bjóða kjör til samræmis við taxta í kjarasamningum KTFÍ og SV þar sem byrjunarkjör eru 70.000 - 100.000 krónur á mánuði. Það er enda reynsla nokkurra ríkisfyrirtækja og borgarfyrirtækja að ekkert gengur að ráða í stöður sem hafa losnað. Síendurteknar aug- lýsingar ríkisfyrirtækja og borgarfyrirtækja í blöðum eftir verk- og tæknifræðingum tala þar skýrasta máli enda eðlilegt að tæknimenn líti á störf á þessum kjörum sem bráða- birgðaúrlausn. Til eru þær stofnanir sem hafa gefist upp á að auglýsa eftir verk- eða tæknifræðingum. Eðlileg leið Reykjavíkur- borgar er að færa samninga við tæknifræðinga og verkfræðinga til Launanefndar sveitarfélaga og tryggja þannig samræmingu kjara á þessurn vettvangi en varaformaður Launanefndar- innar er fulltrúi frá Reykjavík- urborg. Um þetta leyti er rnikið rætt um jafnréttismál, starfsmat á störfum, kynbundnum launa- mun osfrv. Eins og fram kemur annarsstaðar í blaðinu þá virð- ist sem kynjum innan sömu starfstéttar sé helst mismunað með alls kyns aukagreiðslum en kjarasamningar virðast tryggja besta jafnrétti í grunn- launurn enda er ekki fjallað þar sérstaklega um konur eða karl- menn. Það er því lag fyrir kvennahreyfingar á Islandi að leggjast á eitt með Stéttarfélög- um verk- og tæknifræðinga að hækka launataxta þannig að samið sé um raunveruleg kjör og setja t.d. óunna yfirvinnu og aðrar aukagreiðslur inn í taxt- ana. Jónas G. Jónasson verkfrœðingur og karlmaður, framkvœmdastjóri SV Starfsmiðlun SV Stjóm SV hefur ákveðið að hefja rekstur starfsmiðl- unar með svipuðum hætti og dönsku og sænsku stéttarfé- lögin. Markntiðið með Starfsmiðlun SV er að koma til móts við þarfir félags- rnanna SV sem leita að starfi eða hyggjast skipta um starf. Fyrirkomulag starfseminnar tekur mið af þörfum verk- fræðinga og fyrirtækja enda um sameiginlega hagsmuni að ræða þegar nýr starfs- kraftur er ráðinn. Við undirbúning þessarar starfssemi hefur verið stuðst við santbærilegar starfsmiðl- anir sænsku og dönsku stétt- arfélaga verkfræðinga. Við samanburð á starfs- semi í þessurn löndurn er ljóst að þær eru, eðlilega, sniðnar að vandanrálum sem fyrir eru í hvoru landi. Fyrir- komulagið á Islandi er því aðlagað að íslenskum að- stæðurn á vinnumarkaði verkfræðinga hér á landi. Mögulegt er að tengjast atvinnunriðlunum verkfræð- inga á norðurlöndum, en fyrirsjáanlegt er að skortur verður á mönnum í Noregi og Danmörk í framtíðinni. Nú er t.d. næg atvinna í Noregi og samkvæmt könn- unum mun fyrirsjáanlegur skortur verða í Danmörk. Stjórn Stéttarfélags verk- fræðinga skipar stjórn Starfsmiðlunar SV. í henni eiga sæti fjórir aðilar þar af tveir tengdir atvinnulífinu sem stjórnendur. Fyrirkomulag Upplýsingar frá verk- fræðingum. Grundvöllur starfsmiðl- unarinnar eru upplýsingar frá verkfræðingum og fyrir- tækjunr. Verkfræðingar á Islandi og erlendis senda inn útfyllt upplýsingablað sem ein- kennt er nteð kennitölu við- komandi. Verkfræðingar geta valið um að senda einnig með lífshlaup sitt (CV) með nafni. A upplýs- ingablaðinu kemur frarn á hvern hátt viðkomandi vill að farið sé nteð lífshlaup hans. Þessi hluti er án kostnað- ar fyrir félagsmenn SV Upplýsingar frá fyrir- tækjuin. Fyrirtæki óska eftir þjón- ustu Starfsmiðlunarinnar. Fyrirtækið fær sent eyðu- blað til að fylla út þar sem kröfurn til starfsmanns er lýst. Fyrir móttöku útfyllst eyðublaðs til Starfsmiðlun- arinnar greiðir fyrirtækið kr. 10.000 Úrvinnsla Starfsmiðlunin vinnur úr fyrirspurnum frá fyrirtækj- um og verkfræðingum. Starfsmiðlunin leitar að skráðum verkfræðingum sem falla að getu og óskum fyrirtækisins. Farið er yfir allar upplýsingar frá verk- fræðingum sem koma til greina og falla að óskurn fyrirtækisins. Ef fjöldi er mikill getur þurft að tak- marka fjölda þeirra sem fyr- irtækið fær í hendur og ræð- ur þá besta samsvörun. Á upplýsingablaði frá verkfræðingum kernur fram hvaða hátt viðkomandi vill hafa í úrvinnslu: Háttur A Haft er samband við alla þá sent valdir eru og spurt hvort þeir vilji vera með. Hver sá sem valin er, fær lýsingu fyrirtækisins í hendur og sækir sjálfur um stöðuna. Verkfræðingur sem fær stöðuna tilkynnir félaginu um ráðningu og á grund- velli hennar er reikningur sendur fyrirtækinu að upp- hæð kr. 20.000. Háttur B Haft er samband við alla þá sem til greina koma og spurt hvort þeir vilji vera með. Félagið sendir fyrirtæk- inu nafnlaus Lífshlaup (Curriculum Vitae) þeirra sem samþykkir eru, og á grundvelli þess velur fyrir- tækið þá sem þeir vilja tala við. Félagið sendir nú fyrir- tækinu upplýsingar um þá sem teknir verða í viðtal og innheimtir gjald kr. 20.000. Það er trú stjórnar SV að með þessu fyrirkomulagi sé boðið upp á nýjan og nauð- synlegan valkost við at- vinnuleit verkfræðinga og leit fyrirtækja að verkfræð- ingunt. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel á norður- löndum og er fastur þáttur í starfssemi félaganna þar. Vonandi þróast þetta áfram hjá SV þannig að þessi starfssemi verði einnig fast- ur þáttur í starfi SV. Jónas G Jónasson verkfr. framkvæmdastjóri SV

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.