Hvalfjarðargangan - 21.06.1962, Side 1
Reykvíkingar! Mðtmælum kaf-
bátastöð og atomvopnum á islandi!
Fjölmennum í Hvalfjarðargönguna!
Um þrjúleytið á laugardag hefst tveggja daga mótmæla-
ganga úr Hvalfirði til Reykjavíkur. Vegalengdin er rúmir
60 km og verður gengið á Kjalarnes fyrri daginn og gist þar
í tjöldum. Um hádegi á sunnudag hefst gangan til Reykja-
víkur, 30 km leið. Notum þetta tækifæri og mótmælum öll,
að kjarnorkukafbátastöð verði reist í Hvalfirði! Förum
þúsundum saman til móts við göngumenn og fylgjum þeim
inn í bæinn á fundarstað!
Göngumenn munu leggja upp
frá Hvítanesi i Hvalfirði eftir
stuttan fund þar. I seinustu
heimsstyrjöld var Hvalfjörður
mikið notaður af Bandamönnum
og flestar skipalestir á leið yfir
norðanvert Atlantshaf komu þá
við í Hvítanesi. Þar reis upp út-
lendur bær á skömmum tíma en
íslenzkir ábúendur hröktust á
brott. Nú er Hvítanes í eyði og
byggingar allar komnar í rúst.
Enn á ný beinast augu manna
að Hvalfirði og Hvítanesi. Banda-
rikjamenn girnast hinn djúpa,
þrönga fjörð og vilja koma þar
upp bækistöð fyrir kjarnorkukaf-
báta. 1 mörg ár hefur að þessu
verið stefnt:
Bandaríski flotinn hefur tekið
við Keflavíkurflugvelli af land-
liernum og lóransstöð' verið byggð
á Snæfeilsnesi í þeim yfirlýsta
tilgangi að auðvelda kafbátum
miðanir. Hernum hefur verið leyft
að mæla upp og kortieggja allan
Faxaflóa. Rætt er um auknar
„varnir“ í stjórnarblöðunum, jafn-
vei eldflaugar og vetnisvopn á
fslandi. Og loks má nefna, að í
frumvarpi rikisstjórnarinnar í
vetur um almannavarnir var rætt
um FLOTASXÖÐ í Hvalfirði og
svæðið umhverfis Hvaifjörð talið
væntanlegt hættusvæði.
Þessi maraþonganga, kröfu-
ganga hernámsandstæðinga úr
Hvalfirði, er farin til að benda á
þá hættu, sem stafar af dvöl hins
erlenda hers í landinu, en þó sér-
staklega til að vekja athygli á
fyrirætlunum Bandaríkjamanna i
Hvalfirði. Sá hópur Islendinga,
sem hefja mun gönguna á laug-
ardag, leggur það eríiði á sig að
ganga 60 km í þeim tilgangi að
hvetja aðra til að taka undir
kröfuna um vopnlaust og friðlýst
land. Notum þetta tœkifœri:
Komum til móts við göngumenn
og sýnum þannig vilja okkur að
standa sameinuð gegn hvers kon-
ar erlendri ásœlni.
Styðjið gönguna með fjárframlögum!
Mótmælagangan úr Hval-
firði er samstillt átak fjöld-
ans, sameiginleg viljayfirlýs-
ing um hagsmunamál okkar
allra. Framkvæmd göngunnar
kostar mikið starf og enn
meira f jármagn, — kostnaður-
inn nemur tugum þúsunda
króna. Andstæðingar herset-
unnar hafa til engra að leita
nema sjálfra sín um stuðning
og því verður hver og einn
sem telur þessi mál nokkru
skipta að leggja eitthvað af
mörkum.
Á miðvikudag er blaðið fór
i prentun hafði safnazt i pen-
ingum og peningaloforðum,
sem nemur um þriðjung kostn-
aðar. Enn vantar þó mikið,
enda er t. d. útgáfa þessa
blaðs mjög kostnaðarsöm. Seld
verða merki i göngunni og al-
menn fjársöfnun verður í lok
útifundarins. Fjárframlögum
er veitt móttaka í skrifstofu
hernámsandstæðinga Mjó-
stræti 3, símar 23647 og
24701. Einnig er mikils virði
að fá loforð um framlög, enda
þótt greiðsla fari ekki fram
fyrr en um næstu mánaðamót.
Minnumst þess: Margt smátt
gerir eitt stórt! Leggjum öll
nokkuð að mörkum!
LAN LKiiI i.' 'a A b A!' li
245S00
ÍSLANDS