Dagfari - 01.08.1966, Síða 2

Dagfari - 01.08.1966, Síða 2
AD BIFROST IBORGARFIRDI 3.-4.SEPT.N.K Svo sem menn minnast var efnt til siðasta lands- fundar við Skjólbrekku við Mývatn haustið 1964. Fundinn sóttu um 200 kjörnir fulltrúar hvaðanæva af landinu og þótti hann takast með ágætum í alla staði. Er þess að vænta að hernámsandstæðingar um land allt leggist á eitt um að gera þann fund, sem framkvæmdanefnd og miðnefnd samtakanna boða nú til, enn þá glæsilegri. Húsnæði Samvinnu- skólans að Bifröst býður upp á hin ákjósanlegustu skilyrði til fundahalda og umhverfi staðarins er hið fegursta. Á þeim tveim árum sem liðin eru frá því sföasti landsfimdur var haldinn hefur margt það gerzt á vettvangi alþjóða- og innanlandsmála sem gefur hernámsandstæðingum tilefni til að vega og meta baráttustöðu sína og gera sér grein fyrir nýjum viðhorfum heima og erlendis. Fundurinn að Bifröst mun hefjast kl. 11 f.h. laugardaginn 3. september. Verða þá kosnir starfsmenn fundarins, lesin upp skýrsla fram- kvæmdanefndar, reikningar lagðir fram og kosn- ar nefndir. Að loknum hádegisverði, kl. 2, verða fluttar framsöguræður um hina ýmsu þætti h'er- stöðvastefnunnar og verkefni samtakanna næsta starfstímabil. Áætlað er að fundarmenn skipti sér siðan niður í hópa til þess að ræða nánar hina einstöku málaflokka : þjóðernis- og fnenningarmál, erlenda ásælni á sviði efnahagslíísins, herstöðv- ar á íslandi í ljósi alþjóðamála og verkefni sam- takanna. Verða þessir hópar jafnframt starfandi nefndir um viðkomandi málaflokka. Framkvæmda- nefnd væntir þess að þessi formbreyting á fund- arhaldinu virki fundarmenn til almennari þátttöku í umræðunum. Almennar umræður munu ekki hefj- ast fyrr en á sunnudag, eftir að hinar útvíkkuðu nefndir hafa skilað áliti. Fundinum mun svo ljúka síðdegis á sunnudag. Sérstök athygli skal vakin á því að á la uga r da gs k vö ld i ð verður sameiginlegt borðhald fulltrúa og að því loknu verður flutt fjölbreytt dagskrá með kvöldvökusniði. Annars verður dagskrá landsfundarins send hér- aðsnefndarmönnum og öðrum trúnaðarmönnum samtakanna strax og frá henni hefur verið form- lega gengið. Seinni hluta ágústsmánaðar verður efnt til héraðs- eða sýsluráðstefna á allmörgum stöðum úti á landi til undirbúnings landsfundinum. Eru stuðn- ingsmenn samtakanna eindregið hvattir til að sækja þær, en þær verða nánar auglýstar síðar. í lögum samtakanna segir, að héraðsnefndir hafi " rétt til að senda einn fulltrúa með öllum réttind- um fyrir hvern hrepp á starfssvæði sinu. Héraðs- nefndir í kaupstöðum og þeim hreppum, sem hafa fleiri en 1000 íbúa, hafa rétt til að senda einn fulltrúa fyrir hverja þúsund íbúa og brot úr þús- undi ", F r a m k væ m da n e f n d heitir á alla hér- aðsnefndarmenn og aðra áhugasama stuð ni ng s m e nn samtakanna að velja fulltrúa úr sínum hópi til þess að s itja væntanlegan landsfund og stuðla þannig að þvi að efla samtök her- námsandstæðinga. í þessu sambandi er sérstök nauðsyn á að s tuð n i n gs m e nn samtakanna úti um land hafi samband við skrifstofuna í Mjóstræti 3 í Reykjavík, annað- hvort bréflega eða í sima 24701. Látum landsfundinn að Bifröst marka upphaf nýrrar sóknar gegn herstöðva- stefnunni og fyrir friðlýstu íslandi. NAPPDRjETTI HERNÁMSANDSTÆDINGA. Samtök hernámsandstæðinga hafa ákveðið að efna til happdrættis í ágústmánuði til að standa straum af kostnaði við landsfundinn að Bifröst og starfsemi sinni á næsta starfstímabili. Happdrætti hefur allt frá stofnun samtakanna ver- ið helzta fjáröflunarleið þeirra, með því að félags- gjöld eru engin. Hafa þau tvívegis áður efnt til happdrættis, árin 1961 og 1964. Happdrætti það, sem nú er efnt til, verður með svipuðu sniði og hin tvö fyrri. Vinningar eru aðal- lega málverk eftir ýmsa ágætustu listmálara þjóð- arinnar, auk húsgagna eftir eigin vali. Miðar verða senn sendir stuðningsmönnum ; er þess að vænta að þeir bregðist nú sem endranær vel við og tryggi samtökunum traustan fjárhagsgrundvöll næsta starfstímabil, minnugir þess að árangursrik barátta verður ekki háð án fjármuna. - Hver miði kostar 100.00 kr. Stuðningsmenn eru áminntir vim að gera skil í happdrættinu sem fyrst, þar sem dregið verður í því hinn 5. október.

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.