Dagfari - 01.08.1966, Síða 3

Dagfari - 01.08.1966, Síða 3
ÍSLAND, NORDURLOND. NATO -1969? Hvað tekur við, þegar NATO-samningurinn rennur út árið 196ít ? r ágústmánuði 1969 eru tuttugu ár liðin, síðan Atlantshafssamningurinn gekk í gildi. Nató- samningurinn var einmitt gerður til 20 ára, og að þeim tíma liðnum geta aðildarþjóðirnar sagt upp samningnum með eins árs fyrirvara. Umræð- ur um framtíðarstefnu í varnarmálum NatcUrfkj- anna hafa farið ört vaxandi seinustu misserin, enda verður það nú ljósara með degi hverjum, að NATO riðar til falls og vaxandi likur á þvi, að handalagið splundrist endanlega 1969. Samtök hernámsandstæðinga efndu í vetur til um- ræðufundar um þessi mál í Glaumbæ í Reykjavik. Framsögu höfðu Einar Bragi, rithöf. , Ásmundur Sigurjónsson, fréttaritstj., og Ragnar Arnalds, alþm. Umræður urðu fjörugar og margir tóku til máls. Um svipað leyti og fundurinn var haldinn gerðust þau stórtíðindi, að eitt voldugasta aðildarríki NATO, Frakkland,sleit allri hernaðarsamvinnu við bandalagið. Frakkar uröu ekki aðeins fyrstir til að viðurkenna fánýti NATO heldur hafa þeir og haft forystu meðal Nató-rikja um að gagnrýna Bandaríkin harðlega fyrir svívirðilegt framferði þeirra í Víet-Nam. Eins og kunnugt er, tíðkaðist það alls ekki til skamms tíma meðaf Nató-ríkja að gagnrýna Bandaríkin, en með styrjöldinni í Vfet Nam hefur þetta gerbreytzt. íslenzka rfkis- stjórnin mun nú vera eina ríkisstjórnin f Nató- rfki, sem ekki hefur enn dirfzt að segja álit sitt a styrjaldarrekstri Bíindaríkjamanna. Greinilegt er, að afstaða Frakka til Atlantshafs- bandalagsins og styrjöldin í Viet Nam hefur opn- að' augu fjölmargra Natósinna fyrir þeirri stað- reynd, að viðhorl' f heimsmálum eru nú gjör- breytt frá því sém var, er NATO var myndað. Hlutleysisstefna á nú margföldu fylgi að fagna í heiminum miðað við það, sem var f lok heims- styrjaldarimiar, og erfitt er að telja almenningi ) löndum Atlantshafsbandalagsins trú um, að rússnesk árás sé yfirvofandi. A Norðurlöndum hefur á ný skotið upp gamalli hugmynd um stofnun Varnarbandalags Norður- landa. Enn eru það Svíar, sem helzt impra á þessari hugmynd. Veturinn 1949 þegar Bandarík- in voru að reyna að draga Norðurlönd inn f At- kintshafsbandalag, rak sænska rfkisstjórnin harðan áróður fyrir norrænu hernaðarbandalagi, er yrði hlutlaust í átökum stórveldanna, og fjöl- rnargir ráðamenn í Noregi og Danmörku studdu þá hugmynd. Með ýmsum ótrúlegum blekkingum, sem síðar hafa verið afhjúpaðar, tókst erindrek- um Bandarfkjamanna að fá vilja sínum framgengt hvað Danmörku og Noreg snerti, og reyndist það mikill áróðurssigur fyrir fslenzka hernámssinna. Svíar ákváðu hins vegar að standa algjörlega utan við herbandalög stórveldanna. Ljóst er af umræð- um í skandinavfskum blöðum, að hugmyndin um norrænt, hlutlaust herbandalag á enn miklu fylgi að fagna í Noregi, Svfþjóð og Danmörku. En það eru ekki aðeins hernaðarsinnar í Skandi- navfu, sem rökræða slfkar hugmyndir. Ymsir norrænir Natóandstæðingar hafa bent á þann mögu- leika, að Norðurlönd myndi hlutleysisbandalag, sem þó verði ekki reist á hernaðarsamvinnu. Þeir leggja til, að Norðurlönd lýsi yfir hlutleysi f hern- aði og heiti þvf að leyfa aldrei staðsetningu kjam- orkuvopna á norrænu landi, en jafnframt reyni þjóðirnar að móta sameiginlega friðar- og sátta- stefnu í utanrfkismálum. Það er höfuðnauðsyn, að hernámsandstæðingar á íslandi fylgist mjög vel með þeim umræðum um friðar- og varnarmál, sem nú fara fram á Norð- urlöndum, enda eru viðhorfin mjög að breytast. Vissulega er algjörlega óvfst, að fsland verði leyst úr helgreipum Bandaríkjamanna, jafnvel þótt Atlantshafsbandalagið leysist upp, nema urint sé að tefla fram möguleikanum á auknum tengslum og samstarfi við aðrar Norðurlanda- þjóðir. RA. DAGFARI 3

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.