Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 5

Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 5
sem við komum til með að bjóða. Við höfum að þvf leyti betri aðstöðu til þess að afla góðs, erlends efnis á ódýran hátt, að allt sjónvarpsefni er verðflokkað eftir fjölda áhorfenda að viðkomandi stöð: þvf færri sem notendurnir eru þeim mun ódýrara er efnið. Að þessu leyti er aðstaða sjónvarpsins gerólík þeirri sem kvikmyndahús okkar búa við, og er ég þó ekki þar með að réttlaeta ruslið sem þau bjóða upp á.___Af þessum sökum eigum við kost á ógrynni vand- aðs efnis erlends hvaðanæva úr heimi, jafnt frá Skandinavfu, Bret- landi, Spáni, Tékkóslóvakfu, Ungverjalandi, Japan eða Banda- ríkjunum. A hinn bóginn væru fréttamyndir eða aðrar kvikmyndir sem við sendum út til sýningar, tiltölulega mjög hátt metnar mið- að við það efni sem við fáum aðsent, þvf sjónvarpsnotendur eru þar alls staðar miklu fleiri en hér. Þannig gæti ein vönduð fslenzk mynd fært okkui aftur tugi annarra f skiptum. Um dagskrána f smærri atriðum er það að segja a ð hún mun saman- standa bæði af innlendu og erlendu efni og er hneigzt til að hafa a. m.k. einn fslenzkan lið á kvöldi. Eins og ég sagði áðan mun dagskráin taka yfir tæplega þrjár klst. á virkum dögum, nema á miðvikudögum, þá verður barnatfmi milli 17 30 - 18 25. Nú, á laugar- og sunnudögum hefst hún kl. 16 00 og stendur nokkuð mis- lengi eftir efni, eða þar til um 22 45. Af föstum liðum má nefna : fréttir, þ. á m. veðurfregnir með veðurkortum og tilheyrandi útskýringum, klassfskar kvikmyndir, bæði þöglar og með tali, sem verða með fslenzkum texta neðanmáls ( nema hvað heimildar- og fræðslukvikmyndir verða að jafnaði með fslenzku tali, kynning á ýmsum stöðum innanlands, samtalsþætti við fræga menn, barna- tfma o. fl., o. fl., Og hvernig verður þessu mikla fyrirtæki aflað tekna ? Það á að standa algjörlega undir sér sjálft fjárhagslega, með þvf að til þess renna 80% aðflutningsgjalda ( tolla ) af innfluttum sjón- varpstækjum. Nú munu vera f notkun um 12 þúsund sjónvarpstæki hér suðvestanlands, og gert er ráð fyrir að um 4 þúsund bætist við ár- lega fram til 1970, en nokkuð færri eftir það. Fer það að sjálfsögðu eftir dreifingunni út um landið. Nú, svo eru það afnotagjöldin sem geta varla orðið undir 2500 kr. á ári. Það eru raunar ekki nein ósköp miðað við árgjald dagblaðanna - eða Vikuna - sem kostar 1400 á ári... Hugmynd hefur komið fram um að innheimta afnota- gjaldið ársfjórðungslega til þess að létta undir fjárhaginn. Loks eru það svo tekjur af auglýsingum, en til þeirra eru ætlaðar allt að 10 mfnútur dag hvern. Ottast þú ekki að sjónvarpið verði skæður keppi- nautur annarra listgreina f landinu ? Ef litið er á reynsluna sem menn hafa fengið af sjónvarpin* erlend- is, t. d. Bretlandi, kemur á daginn að á fyrsta og öðru ári eftir að sjónvarpið er tekið f almenna notkun, kippir það úr flestu öðru, að- sókn að kvikmyndahúsum, leikhúsum og þvílíku. Svo hefur það gerzt eftir vissan tfma, að bóklestur, aðsókn að leikhúsum og góðum kvikmyndum hefur aukizt. Þar hefur sjónvarpið veitt þessari stóru stétt manna sem aldrei hefur lesið bók eða farið f leikhús, forsmekk af listum og vfsindum nútfmans og kveikt hjá þvf löngun til að kynna sér þau nánar, t. d. með bóklestri. Hér á landi gegnir nokkuð öðru máli, þvf hér er hlutur bókarinnar miklu meiri en meðal stórþjóðanna. Það kann vel að vera að sjón- - varpið skerði hann eitthvað hjá okkur, en þó er það engan veginn öruggt. Um kvikmyndahús okkar verð ég að segja það, að mér væri ósárt um þótt sjónvarpið drægi eitthvað úr aðsókn að þvf létt- meti sem þau gæða fólki á... Við höfðum upphaflega hugsað okk- ur að kynna einu sinni á viku kvikmyndir bfóanna, en eftir að við höfðum fylgzt skipulega með þeim um alllangt skeið, hurfum við alveg frá þvf ráði... f samanburði við þá hörmung er ég ekki f vafa um að sjónvarpið fslenzka mun bjóða upp á langtum betri vöru. Fyrsta mánuðinn verða t. d. sýndar þar myndirnar " Paradfs- arbömin " eftir Carné og serfa af konungaleikritum Shakespeares sem hafa verið sérstaklega endurunnin fyrir sjónvarpsformið á veg- um BBC____Nei, ég held að við þurfum ekki að óttast áhrif sjón- varpsins að þessu leyti. Hinu er ekki að leyna að sjónvarpið hefur álls staðar mjög neikvæð áhrif á gagnkvæm samskipti manna. Það getur hæglega umturnað öllu heimilis- og fjölskyldulffi, ef það er ekki meðhöndlað af fullri gát. Sjónvarp f setustofunni - aðaisamkomustað fjölskyldunnar - er óhæfa sem hvergi ætti að sjást ; a. m. k. mundi ég fyrr koma þvf fyrir út f bflskúr en stilla þvf upp f setustofunni. Auðvitað er engin glóra f þvf að einn fjölskyldumeðlimur leggi hana undir sig þegar hann vill fylgjast með þætti sem aðrir hafa kannski engan áhuga á.... Sjónvarpið vekur þess vegna nýtt húsnæðisvandamál, fólk verður að endurskipuleggja húsnæði sitt með tilliti til þessa nýja gests sem getur ella orðið svo rúmfrekur að hann gangi af öllu heimilislffi lömuðu. Þessi nýi gestur þarf sérstakt herbergi, ekki stórt, þvf það er hægt að horfa á skerminn f 1 1/2 metra fjarlægð, án þess að augun þreytist. Bandarfska sjónvarpið mundi hins vegar aldrei leyfa svo mikla nálægð, f hinu grófa kerfi þess verða menn að jafna titringinn með fjarlægðinni. Og blái liturinn sem spillir hinu bandarfska, hverfur f þvf fslenzka, hann stafar af skorti á styrkleika. Telur þ ú að sjónvarpið geti haft uppe ld i sgi ld i fyrir börn ? Ég vil ekki svara þvf beinlfnis, en til fróðleiks má geta um niður- stöður skoðanakönnunar sem Bretar framkvæmdu meðal foreldra : 8% aðspurðra töldu sjónvarpið hættulegt börnum : 54% töldu það hafa uppeldisgildi fyrir þau og 38% álitu það hvorki hafa áhrif til góðs né ills... f sambandi við þetta atriði skiptir höfuðmáli hvernig sjónvarpið er notað. Þar sem háttatfmi barna er jafn óreglulegur og hér á landi er eflaust hætta á þvf að þau hangi fyrir framan skerminn óhóflega lengi. Sjónvarpið gerir þannig kröfu til strangari heimilisaga. Eins kemur það f hlut foreldranna að sjá til þess að börnin horfi ekki á þær myndir sem telja má óhollar fyrir þeirra aldursstig... A hinn bóginn er ég sannfærður um að bömin munu fá aðgang að miklu betri og þroskavænlegri myndum f fslenzka sjónvarpinu en kvikmyndahúsum okkar sem sýna varla nokkurn tfma góðar barna- myndir og koma þeirri hugmynd inn hjá yngstu kynslóðinni að Villta vestrið sé upphaf og endir alls. L. G.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.