Dagfari - 01.08.1966, Síða 7

Dagfari - 01.08.1966, Síða 7
i Nærmynd af flotprammannm sem noraðuc er til þess að reka niður grfðarmikia bryggjubita úi ^stáli. Prammamennirnir eru sumpart fslenzkir, sumpart bandarfskir. Trúlega verður þessi prammi einnig notaður til þess að sökkva múrningunum niður á hafsbotn. Moskvulygi. Þessi " lygi " er nú sem óðast að verða að járnbentum og steinsteyptum sannleika í Hvalfirði. Að tveim árum liðnum verð- ur þessi sérstæða lygi orðin að raun- verulegu herskipalægi sem kjarnorku- kafbátar Nató munu fá aðgang að , þegar hinir stríðsreifu hershöfðingjar þess telja ástæðu til, " með sérstöku leyfi íslenzku ríkisstjórnarinnar ". Þá verður ísland orðið miðstöð kaf- bátasiglinga um norðanvert Atlants- haf, " ómissandi hlekkur í varnar- keðju hins frjálsa heims ", á máli hernaðarsérfræðinganna og hinna þægu þjóna þeirra í íslenzkum ráð- herrastólum, í eldlínu kjarnorku- stríðs ef út brytist. Þá mun Hval- fjörður hafa bætzt við Keflavíkur- f'íugvöll sem " hættulegasta skotmark- Otsýn yfir athafnasvaeðið f Hvalfirði. Til vinstri sjást vistarverur verkamannanna sem vinna þar. Til hægri getur að lftá tvo bryggjuenda sem eiga að ná allt að Zbu m lengd. Bryggjan mun aðallega ætluð fyrir stór oifuflutningaskip. Oti fyrir sést flotprammi með kranatrjonu. ið , ef til ófriðar k'æmj " fyrir kjarn- orkusprengjur andstæðingsins, aö því er hermir í skýrslu Ágústs Val- fells, sérfræðings ríkisstjórnarinn- ar um áhrif styrjaldar á fslandi. Þetta er hin sérstaka tegund öryggis og varna sem rfkisstjórn fslands tryggir þegnpm sfnum. Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á þvi, að Hvalfjarðarsamningurinn er gerður við NATO, en ekki Bandarfk- in eins og " h e r v e r nda r s a m ni n gu r- inn " frá 1951. Þótt hinum síðar- nefnda samningi sé sagt upp er ekk- ert því til fyrirstöðu að kafbátar með k j a r n o r kuh 1 eð s lu r haldi áf ram að athafna sig í Hvalfirði. Bandarfkja- menn hafa aðeins, af sínu alkunna örlæti, tekið að sér að greiða fyrir fslendinga það framlag sem þeim ber til framkvæmdanna í Hvalfirði, á móti hinu sameiginlega framlagi bandalagsríkj- anna. í hinu heilaga bandalagi er ísland ómagi Banda- rfkjanna, og er ekki annað að sjá en rfkisstjórn vor uni vel hlutskipti þurfalingsins. Eins og að framan greinir kom hin almenna andstaða landsmanna gegn hernáminu 1956 f veg fyrir það í bili að Hvalfjörður væri afhentur erlendum strfðsmönnum til afnota. Þessi árangur, þótt skammvinnur væri, má vera öllum þjóðholl- um íslendingum hvatning til þess að rfsa enn upp gegn aflátsstefnu og svikasamningi þeirrar rfkis- stjórnar sem kallar fleiri erlendar herstöðvar og aukna tortímingarhættuyfir þjóð sína- í sama mund og önnur aðildarríki Nató, s.s. Frakkland, keppa að því að losa sig við þær. Enn er tími til stefnu. Enn hefur múrningunum ekki verið sökkt niður á Hvalfjarðarbotn. Eflum því samtök vor til átaka og strengjum þess heit að hefja margeflda sókn gegn afsali Hvalfjarðar og fyrir herstöðvalausu ís la nd i. DAGFARI 7

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.