Dagfari - 01.08.1966, Qupperneq 9

Dagfari - 01.08.1966, Qupperneq 9
mm VAR KIM Á SMNUM. Islenzkir hemaðaræsingamenn linna ekki látum 1 málgögnum sinum að telja fólki trú um, að hernaður Bandaríkjamanna 1 Vietnam sé hin æðsta dáð, sem drýgð hafi verið um allan heimsaldur. Hemaður þeirra á að vera rekinn til að binda endi á allar styrjaldii um eiltfð eins og tilgangur hefur verið með öllum stórum styrjöldum. Þær hafa allar átt að skapa þann fróðafrið, sem menn hefur dreymt um, en ekki hefur rætzt enn. Friðarsókn " Bandarikjamanna þessa mánuði er ein af þeim ömurlegustu blekkingum, sem heilar þjóðir og álfur geta haldið t eins og peningabudduna sfna. fslendingar hljóta að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir endur- nýja samning þann um hervernd, sem þeir eiga nú senn kost á að segja upp, eftir framferði þjóðar þeirrar, er mestu ræður t bandalagi Atlantshafsþjóða. Þeir bandarfsku berserkir, sem nú grenja á vígvöllum Vfetnam spara ekki sprengjur sínar, þvi að sjónvarpið, sem þeir eru fóðraðir á, kennir þeim að þeir séu þvf aðeins góðir Bandaríkjamenn, að þeir geri þjóðina f Vfet- nam höfðinu styttri. Þeir hafa sjálfir hvfta skildi, en hervagnar þeirra bruna fram hlaðnir vestrænum vigrum, sem eiga að hlaða þeim austkylfum, sem óska sér friðar í sfnu eigin landi. Bandaríkjamenn vilja alls staðar gerast verndarar. Þeir þykjast m.a. vilja " vernda " gegn þjóðernissinnuðum öflum. Þjóðern- ishreyfing heitir á þeirra máli kommúnismi. Þjóðernismemaður er eitur f beinum þeirra. Þess vegna leggja þeir áherzlu á að gera allar þjóðir að lærisveinum sfnum til að uppræta þjóðern- istilfinningu. Þetta hafa þeir gert hér á Islandi. Þeir hafa allt kapp lagt á að gera Islendinga metnaðarlausa um þjóðerni sitt. Málgögn Bandaríkjastjórnar á íslandi ýta undir þetta, og árang- urinn kemur eðlilega f ljós. Þjóðhátfðardagurinn okkar sfðasti með útlendu prjáli og þjóðmetnaðarlausu yfirbragði bar þessu glöggt vitni. Fulltrúar skemmtiiðnaðarins slógu sig til stórridd- ara á þessum afmælisdegi lýðveldisins. Unglingar óðu um bæinn um nóttina eftir, bftlar, lúfulegir ásýndum, eins og þeir hefðu strengt þess heit að skerða ekki hár sitt, fyrr en gengið væri af öllum þjóðarmetnaði dauðum og ísland allt sameinað undir " stars and stripes ". Er á öðru von, þar sem þeir eru mettaðir á sama sjónvarpsefni og þeir sem leggja eiga f rúst þjóðlegar tilfinningar heillar milljónaþjóðar austur f Asfu 1 Er að furða, þó þeim sé nokkur gunnur á sinnum ? Sá grunur hlýtur að verða áleitinn, hvort Islendingum sé með öllu hættulaust að vera f nánu bandalagi við þjóð, sem þannig teflir friði heimsins f voða. I þvf sambandi er fróðlegt að vitna til ummæla eins af ritstjórum Morgunblaðsins. Hann sagði f ræðu, sem hann hélt 1. des. 1946 : " En hver er utanríkismálastefna Islendinga ? Hún hefur þegar verið greinilega mörkuð. Vér stefnum að vinsamlegri sambúð við allar þjóðir. Vér höfum ekki skipað oss f blokk á móti neinni þjóð, og ætlum ekki að gera það ". ( Morgunblaðið, 4. des. 1946.) Hvernig hefur höfundur þessara orða staðið við þau ? Allir vita, hvernig blað hans túlkar nú atburðina f Vfetnam. Ef til vill hafa skrif þess um " friðarstefnu " Bandaríkjanna sannfært hann um, að þau séu alls ekki ” á móti neinni þjóð ”. Hann sér ekki hina vestrænu vigur, sem rekin hefur verið á hol barna og kvenna f byggðum og borgum Vfetnams. Sá er nú ræður friðarsókninni miklu f Vfetnam treystir vel vopn- um sfnum, en hann er óminnugur þeirra ófara, er hin völsku sverð biðu f Indókína. En honum standa þau heldur ekki lengur til boða. De Gaulle þekkir þær tilfinningar, sem bærast f brjóstum manna, sem vilja vera sérstök þjóð. Hann sér líka f gegnum þá fölsku friðargæru, sem forseti Johnson hefur yfir sér. Johnson gengur drjúgt fram f þeirri dul, að svo fari fyrir þjóðinni f Vfetnam, að henni leiðist landi að halda. En hann órar ekki fyrir þvf, að svo kann enn að fara fyrir þeim, sem mest ætla sér f orustu, að þeir " létu upp stjölu stúpa, stungu f kjöl höfðum ". Rit sem heitir Wireless Bulletin segir frá þvf 14. júlf s. 1., að her- menn Norðurvfetnams tjái aðstöðu sfna með þessum orðum : Fæddur nyrðra til að deyja syðra. En hvers vegna deyja þeir ? Erlendur her deyðir þá fyrir að vilja ekki aðhyllast stjórnarkerfi sitt, fyrir að vilja sjálfir ákveða stjórnarhætti sfna. Hvar sem er f veröldu munu menn deyja á þann hátt fyrir þjóð sfna, hvort sem er eystra eða vestra, nyrðra eða syðra. Menn vilja aðeins velja sjálfir. En hæpið er að þjóðin f Vfetnam velji sér það lýðræði, sem sýnir nú andlit sitt þar eystra. Ritstjórinn fsienzki, sem áður var vitnað til, sagði f ræðu sinni, að hið fslenzka lýðveldi hefði markað utanríkismálastefnu sfna réttilega, með þvf að skipa sér ekki " f blokk á m ó t i neinni þjóð ”. Er ekki kominn tfmi til að fylgja þeirri stefnu fram ? S.S. Kristján Guðmundsson, menntaskólanemi, Grafarnesi Kristján Ingólfsson, skólastjóri, Eskifirði. Leifur Þórarinsson, tónskáld, Reykjavík. Margrét Jónsdóttir, fféttamaður, Reykjavík. Páll Hlöðversson, Siglufirði. Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík, Árnessýslu. Ragnar Ragnarsson, verkamaður, Reykjavik. Ragnheiður Asta Pétursdóttir, þulur, Reykjavík. Sigurður Pálsson, kennari, Borgarfirði eystri. Sigurður Ragnarsson, stud.philol, Reykjavík. Sigurfinnur Sigurðsson, skrifstofumaður, Selfossi. Sigurjón Pétursson, trésmiður, Reykjavík. Sveinn Arnason, trésmiður, Egilsstöðum. Tryggvi Gíslason, fréttamaður, Reykjavík. DAGFARI BUt nm þjóBfrelsU- og menntnfumil 1. TBL.’- AGOST 1966- 6. ARG. OTGEFANDI : SAMTÖK HERNAMSANDSTÆÐINGA, MJÖSTRÆTI 3 - SIMI 2410 1 RITSTJORN : SVAVAR SIGMUNDSSON ( ABM. ), LOFTUR GUTTORMSSON

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.