Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 10

Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 10
AF STARFI r-AMTAKANNA. Starf samtaka hernámsandstæðinga hefut á s. 1. ári verið með minna móti á yfirborðinu, en þeim mun meira liefur verið unn- ið að undirbúningi ýmissa annarra verkefna. Það hefur verið svo hjá samtökunum, að starfsemin hefur gengið nokkuð f öldum eítir þvf hvernig ástatt liefur verið f málefnum þeim, er sam- tökin berjast fyrir. Eitt af þvf sem dregið hefur úr starfi þeirra eru kosningar, bæði til alþingis og bæjar- og sveitarstjórna, en samtökin hafa ætfð gætt þess nð koma ekki nálægt þeirri baráttu, er þá á sér stað. Mestír erfiðleikar samtakannn eru þó skortur á föstum starfs- kröftum. Erfitt hefur verið að fá fastan starfsmann á skrifstofu, og er það eitt meginvandamá! að ráða fram úr þvf. Verður þvf að beita öllum kröftum til að tá það mál leyst hið skjótasta. A miðnefndarfundi f janúar s. I. var kosin ný framkvæmdanefnd 10 manna, og eiga þessir sæi i f hanni : Einar Eysteinsson, Gils Giiðnmndsson, Guðrún Guðvarðardóttir, ida ingólfsdóttir, Jón S. I’ciursson, Júnfus Kristinsson, Loftur Guttormsson, Ragnar Arnaids. Svavar Gestsson og Svavar Sig- mundsson. Eitt af þeim málum sem bfða útlausnar, er útgáfa Handbókar hernámsandstæðinga, en tiraða þyrfti útgáíu hennar sem mest. Hér fblaðinu verður gerð grein fyrir ýmsum þáttum starfsins á s. 1. ári. UM KEFLAVlkURGÖNGU: Framkvæmdanefnd Samtakanna ákvað á s. 1. vori, að ekki skyldi fara fram mótmælaganga á þessu vori eða sumri. Bar margt til, að þessi ákvörðun var tekin. Samtökin hafa aldrei ætlað sér að gera þessa baráttuaðferð að sjálfsögðum liliir. Slík- ar göngur til mótmæla eins og Keflavíkurganga eða Hvalfjarðar- ganga hafa aldrei verið hugsaðar sem árlegar göngur, lieldur hafa þær eingöngu verið farnar, þegar sérstakar ástæður hafa þótt liggja til. Gangan frá Keflavík 1965 var farin f tilefni þess, að 25 ár voru liðin frá þvf að brezkur her steig hér á land fyrst, sem varð upphaf hinriar stöðugu hersetu, sem verið hefur hér sfðan. Gang- an tókst mjög vel og sýndi glögglega hve hersetustefnan á sér marga andstæðiriga meðal þjóðarinnar. Fundurinn, sem haldinn var eftir gönguna, var einn sá fjölmennasti, sem haldinn hefur verið hér f borg. Annað var það, sem olli þvf jafnframt, að ekki var farin ganga f vor, en það voru borgarstjórnarkosningarnar. Samtökin hafa ávallt forðazt að efna til mótmælaaðgerða nálægt kosriingiiin til að veikja ekki samheldni innan samtakanna, en þar starfar sern kunnugt er fólk úr flestum pólitfskum röðum. Mótmælaaðgerðir hliðstæðar þvf sem verið hefur undanfarin ár, hafa þvf ekki orðið þerta ár. en f stað þess hefur framkvæmda- nefnd beitt sér fyrir öðrum verkefnum ril styrktar málstað her- námsandstæðmga. Má þar nefna helzt undirbúning menningar- vikunnar á komandi hausti, sem vonir standa til, að verði bæðí fjölbreyttari og vandaðri en áður hefur verið. 10 DAGFARI Getgátur andstæðinga okkar um að samtökin séu útafdauð, þar sem göngur hafa ekki verið farnar, eru þvf blekkingar einar. Baráttan heldur áfram engu að sfður. F ULLV ELDISFA GN AD UR. Samtökin liéldu fyrst fullveldisfagnað 1964 á Hótel Sögu, og þótti sá fagnaður takast mjög vel. Stuðningsmenn samtakanna létu eindregið f ljós ánægju sfna með þennan fagnað og mæltusi ' j til þess. að haldin yrði slík sainkoma aftur l.des.s. 1. Var hún sfðan haldin að kvöldi fullveldisdagsins og þá f Sigtúni, og var vel vandað til dagskrárarriða. Aðalræðu kvöldsins fluiti Arni Bjiirnsson, cand. ujag. Karl Guðmundsson leíkari skemmti með upplestri á sögu eftir Chekov. Giiðrún Tómasdóttir söngkona söng þjóðlög, og leíkarar jieir Gunnar Eyjólísson og Bessi Bjarnason fluttu gamanþátt. Tveir ungir menn og vinsælir, Heimír Sindrason og jónas Tóm- asson, sungu og léku á gftara sfna við góðar undirtekur. Að sjálfsögðu var svo dansað. Þessar samkomur hafa verið vel sóttar, og er von til að þær verði fastur liður f starfsemi samtakanna. VORFAGNADUR. fjúnfmánuði s. 1. héldu samtökin vorfagnað f Sigtúni, og er það • f annað skipti sem þau halda þess háttar samkomu. Ræðu flutti þar Sverrir Hólmarsson, stud. mag. Sýnt var leikrit, Leitin, eftir Bjarna Benediktsson frá llofteigi undir stjórn Bjarna Steingrfmssonar. Leikendur voru Karl Guðmundsson, jón júlfus- son og Bryndfs Schram. Fagnaður þessi þótti takast með ágætuni. MENNINGARVIKA. Samtök hemámsandstæðinga íiafa ákveðið aö halda menningar- viku f haust með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár. Unnið er nú kappsainlega að undirbúningi liennar, og hvílir hann að mestu á herðum listamanna sjálfra. Verður lögð á það megináherzla, að vikan verði að öllu leyti flutt á vegum listamanna eða samtaka þeirra. Ekki er hægt að svo stöddu að skýra írá tilhogun vikunnar í oii- um atriðum, en hún verður lialdin f Lindarbæ eins og f fyrra, nema að von er til að annað húsnæöi fáist til málverkasýningar en þá. Samtökin telja þennan þátt starfsemi sinnar mjög mikilsverðan, og er það einkar ánægjulegt, að þau skuli njóta f baráttu sinni svo ágætra starfskrafta sem samtök listamanna eru. A mennihgarvikum samtakanna undanfarin ár liafa komið fram ýmis athyglisverð verk, sem þar hafa verið frumflutt. Samtökin vilja með þessu styrkja og efla fslenzkt listalff og efla með þvf heilbrigðan þjóðarmetnað.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.