Dagfari - 01.10.1966, Blaðsíða 5

Dagfari - 01.10.1966, Blaðsíða 5
ERLEND ASÆLNI OC VERND ÞJÓDERNIS OKKAR • Sjónvarps- málið^ • Hernám hugarfarsins • Vérnd þjóðernis okkar -«■ Framsöguræða Júníusar Kristinssonar stud. mag. Júníus Kristinsson, stud. mag., fi'amsögumaður um þjóðfrelsis- »s mennlngar&áL Heyrt hef ég þeirri sögu fleygt, að tveir málsmetandi menn, sem allmjög hafa haft sig í frammi með mótmæli gegn hermannasjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli, hafi fyrir nokkru gengið á fund banda- ríska sendiherrans í Reykjavík og beiðzt þess auðmjúklega, að hinn beizki sjónvarpskaleikur yrði frá þjóð þeirra tekinn. Tjáðu þeir sendiherranum, að áliti Bandaríkjamanna væri stefnt í voða hér á landi, ef eigi yrði undinn bráður bugur að lokun sjónvarpsstöðvarinn- ar og væri það vænlegast frá bandarísku hagsmunasjónar- miði. Svar sendiherrans við þessari málaleitan mætti lengi vera í minnum haft. Hann mælti: „Við Bandaríkjamenn lítum ekki enn á ykkur sem nýlendu okkar“. Sem sagt: Jafnvel þeim leiða gesti, sem við höfum á heim- ili okkar er farinn að blöskra duluháttur húsráðenda, og er hann þó ýmsu vanur í því efni. Þessi litla saga er á margan hátt lærdómsrík. Hún sýnir okkur meðal annars það, að þeir, sem barizt hafa á móti hermannasjónvarpinu en eru að öðru leyti ekki hernáms- andstæðingar svo sem fyrr- greindir tveir kvabbarar, treysta betur bandariskum stjórnherrum en islenzkum yf- irvöldum til að rétta hlutþjóð- arinnar í þessu máli. Sagan sýnir okkur einnig, hvernig það sjálfsvirðingar- leysi, sem íslenzkir ráðamenn sýna jafnan í skiptum sínum við hið erlenda stríðslið, hef- ur leikið orðstír þjóðarinnar, og hún sýnir okkur síðast en ekki sízt, að framkvæmdasem- in verður jafnan að temprast við smekkvísina, enda þótt sá málstaður sé góður, sem bar- izt er fyrir. Þvi miður er sjónvarpsmálið með öllum sínum endemum ekki hið eina, sem á þjóðinni hefur dunið hin seinni ár. Staða okkar í þjóðvarnarmál- um er nú á þann veg, að þeir, sem á annað borð gera sér rellu út af slíkum hlutum hafa nú þungar áhyggjur og vax- andi, því þjóðlegt forræði okk- ar í menningarlegum og verk- legum efnum á nú mjög í vök að verjast. ískyggilegast er þó, að sam- hliða aukinni erlendri ásælni virðist landvörnin sífellt verða ótraustari — trúin á land og þjóð veikari. En af hverju staf- ar þessi öfugþróun? Hér liggja eflaust margar ástæður að baki, en er ekki líklegt, að sú breyting á mati verðmæta, sem orðið hefur hin seinni-ár, eigi hér allmikla sök? Hið taumlausa kapphlaup um lífsþægindi gerir það að verk- um, að þau verðmæti, sem ekki verða metin upp á fiska og fjórðunga vilja gleymast. Þær tilfinningar, sem bornar eru til lands og þjóðernis verða matarást einvörðungu og öll kröfugerð miðuð við aðstæður milljónaþjóða. Það fer að verða lokkandi hugmynd að tengja hina smáu þjóðarfleytu við hafskip stórþjóðanna og njóta allsnægta af þeirra borði. Smáþjóð, sem þannig fer að eínblína á afl og allsnægtir stórveldanna er í bráðri hættu. Ekki af því að hún er fá- menn, heldur af því að hún er fávís og skilur ekki hvað það er, sem gefur henni tilveru- rétt. Og með fáránlegri eftir- öpun gerir hún sig hlægilega í augum annarra þjóða og gref- ur undan stoðum sinnar þjóð- legu tilveru. Það mætti verða öllum nokk- urt umhugsunarefni, að nú á skömmum tíma hefur þjóðin varið hundruðum milljóna króna til kaupa á sjónvarps- tækjum til þess að geta notið afþreyingarefnis bandarískra hermanna, en á sama tíma var ekki unnt að halda uppl lög- boð.inni kennslu í Háskóla ís- lands í sögu þjóðarinnar sjálfr- ar vegna þess, að þá peninga skorti sem nam andvirði eins s j ónvarpstækls. Um íslenzka sjónvarpið ætla ég ekki að fjölyrða, enda ekki tímabært, en hins vegar er til- koma þess knúin fram með svo óeðlilegum hætti, að það er nærri grátfyndið dæmi umþau vandræði, sem sú þjóð getur ratað í, sem lætur menningar- mál sín reka á reiðanum. Það gegnir mestu furðu, hvað for- ráðamenn okkar i þessum mál- um eru andvaralausir, enda berjast flestar menningarstofn- anir þjóðarinnar í bökkum vegna skilningsleysis ráða- manna og takmarkaðra fjár- veltlnga. Á sama tíma er erl. menningaráhrifum hleypt svo hömlulaust yfir landið, að fjölda fólks finnst það ganga mannréttindaskerðingu næst ef stemma á stigu við óhóflegustu flóðbylgjum hinna erlendu á- hrifa. II Minnisstæð eru mér orðjöns ívarssonar, er hann iét falla á fundi hernámsandstæðinga I Reykjavík nú fyrir skömmu. Hann sagði eitthvað á þá leið, að frá því hann var ungur maður hefði mikil breyting orð- ið á málflutningi stjórnmála- manna. Áður hefðu þeir mjög gert sér tíðrætt um þjóðernis- tilfinningu, þjóðarsóma og ætt- jarðarást en nú væri engu lík- ara en menn væru feimnir við að taka sér 1 munn þessi orð. í þessu tilefni mætti spyrja: Er þjóðernistilfinning fólks farin að dofna það mikið, að ekki er stjórnmálamönnum vænlegt til lýðhylli að hafa hugtök þessi mikið á vörum? Því miður verður það að við- urkennast, að sá hópur fólks er til og er sennilega vaxandi, sem er svo alþjóðlegur eða öllu heldur óþjóðlegur, að fyrr- greind hugtök skírskota ekki tii neinna tilfinninga hjá. Það fólk skilur því ekki röksemdir sem byggjast á slíkum tilfinn- ingahugtökum fremur en blind. ur maður getur hrifizt af fögru málverkL Þetta fólk á sér yf- irleitt eina hugsjón f lífinu, það er að græða peninga og láta fara vel um skrokkinn á sér. Þetta fólk hefur mesta ímugust á allri hugsjónadellu, sem það kallar svo. Það horfir með aðdáun og lotningarhrolli tll alls, sem vesturheimskt er. Það er þetta fólk, sem Jón ív- arsson varð ekki var við, þeg- ar hann var ungur maður, en er nú vaxið upp og hefur lotið heraámi hugarfarsins. Enda þótt fólk þetta berl ekki í brjósti þær ræktartilfinningar til þjóðernis síns, sem nauð- synlegar eru, verður þó að trúa því og treysta, að til séu haldgóð rök, sem geta sannað því, að það borgar sig blátt á- fram að varðveita sem bezt þjóðlega tilveru okkar. Mætti í þeim tilgangl minna á þá ó- mótmælanlegu staðreynd, að smáþjóðir, sem reyna að standa sem mest á eigln fótum ná jafnan lengst í menningarleg- Framhald á bis. 11. DAGFARI 5

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.