Dagfari - 01.10.1966, Blaðsíða 6

Dagfari - 01.10.1966, Blaðsíða 6
f>elr sáu um kvöldvökuua í Bifröst: Vésteinn Ólafsson og Heimir Pálsson. — (Ljósm. Ragnar Lárusson.) LANDS- FUNDUR I BIFRÖST Um 200 hernámsandstæðingar sóttu landsfund samtak- anna 1 Bifröst fyrstu helgina í september. Aðalmál fund- arins voru, alþjóðlegt viðhorf hernámsmálanna, erlent fjármagn, þjóðfrelsis- og menningarmál og næstu verkefni samtakanna. Mjög góðar framsöguræður voru fluttar og skemmtilegar umræður urðu að þeim loknum. Að fund- inum loknum var efnt til mótmælafundar í Hvalfirði. Fundurinn bar vitni um samstöðu og sóknarhug hernáms- andstæðinga, sem brýn þörf er á a eflá enn frekar. Hér fer á eftir frásögn Heimis Pálssonar af landsfundinum: Klukkan sjö að morgni 3. september 1966 voru fulltrúar Reykjavíkur og nágrannabæja komnir á Umferðarmiðstöðina í Reykjavík, reiðubúnir áð leggja af stað áleiðis að Bif- röst í Borgarfirði. Ekki var trútt um, að sumum þætti ekki fullsnemma á fætur farið, og grandvör kona sagði mér, að hún hefði séð einstöku stírur út um hvipp og hvapp á and- litum sumra. Ekkert skal ég fullyrða um það. Ég sá engar stírur. í Segir ekki af ferðum okkar fyrr en kom að Bifröst á ell- efta tímanum fyrir hádegi. Þá voru þar fyrir fulltrúar víðs vegar að af landinu og biðu komu okkar, svo að fundur mætti hefjast. Var nú gengið vasklega fram, skrifstofa opn- uð í kennarastofu Samvinnu- skólans og klukkan tæpt ell- efu var fundur settur. Fyrir fundi lá þá þessi dagskrá: 3. september: 1. Fundarsetning. Snorri Þor- steinsson, kennari, Hvassa- felli. 2. Kjörnir forsetar og starfs- menn fundarins, nefnda- nefnd og kjörbréfanefnd. 3. Skýrsla framkvæmdanefnd- ar. Svavar Gestsson, stud. jur. 4. Lagðir fram reikningar sam- takanna. Matarhlé. Klukkan 14: 1. Kjörin uppstillingarnefnd og allsherjarnefnd. 2. Framsöguræður. a) Þjóðírelsis- og menning- armál, Júníus Kristinsson, stud. philol., Reykjavík. Páll Lýðsson, bóndi, Litlu Sand- vík. b) Érient fjármagn. Arnór Sig- urjónsson, ritstj. Rvík. c) Alþjóðleg viðhorf hernáms- málanna. Jónas Árnason, rithöf., Reykholti.' d) Verkefni samtakanna. Ragn- ar Arnalds, alþm., Siglufirði. Að loknu kaffihléi skyldu fundarmenn skipta sér í um- ræðuhópa um hin fjögur mál, sem framsögumenn hefðu reif- að. Umræðustjórar skyldu verða, taldir í sömu röð og málefni á dagskrá: Magnús Gíslason, bóndi, Frostastöðum, Haukur Helgason, hagfræð- ingur, Reykjavík, Loftur Gutt- ormsson, sagníræðingur, Rvík og Heimir Pálsson, stud. mag., Reykjavík. > *> Umræðuhópar skyldu síðan starfa til kl. 19, og þá hæfist sameignlegt borðhald. Um kvöldið áttu stúdentar úr ísl. fræðum að sjá um kvöldvöku. 4. september: Umræðuhópar ljúka störfum fyrir hádegi. Kl. 13: 1. Almennar umræður. í 2. Fjallað um reikninga sam- takanna. 3. Ályktanir afgreiddar. 4. Kjörin laniisnefnd samtak- anna. 5. Gils Guðmundsson, alþm., slítur landsfundi. Fundur hófst eins og áður er sagt kl. 11 árdegis og var geng- ið til dagskrár. Snorri Þor- steinsson setti fund með snjallri ræðu, stuttri. Síðan voru kjörnir forsetar lands- fundar þeir s£. Þorgrímur Sig- urðsson, Staðastað, Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri, Siglu- firði og Eiríkur Pálsson, lög- fræðingur, Hafnarfirði. Fund- arritarar voru kjörnir Hjört- ur Guðmundsson, Vésteinn Ólason, stud. mag. og Friðrlk Guðni Þórleifsson, kennari. Síðan voru kjörnar nefndanefnd og kjörbréfanefnd og tóku þær þegar til starfa, en fundur hélt áfram eftir á» ætlun. Svavar Gestsson fluttl skýrslu framkvæmdanefndar, og síðan voru lagðir fram reikningar samtakanna og þelr skýrðir. Voru reikningar síðan samþykktlr. Fundarstjóri var sr. Þorgrliruir Sigurðsson. Að 6 DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.