Dagfari - 01.10.1966, Blaðsíða 2

Dagfari - 01.10.1966, Blaðsíða 2
I SJON- VARPS- MÁLID- NÝ VIÐHORF t Keflavíkurgöngunni hefur jafnan verið lögð áherzla á baráttuna gegn ameríska dátasjónvarpinu. 2 DAGFARI A miðnefndarfundi 13. september 1966, var samþykkt svofelld ályktun um þau tíðindi, sem fram hafa komið í sjónvarpsmálinu: Samtök hernámsandstæðinga fagna því að ákveðið hefur verið að takmarka útsendingai bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli. Þessi ákvörðun er mikilsverður sig- ur í baráttu samtakanna gegn áhrifum her- stöðvastefnunnar, þótt harma beri hina lágkúru- legu frammistöðu íslenzkra stjórnarvalda í sjón- varpsmálinu. Samtökin vekja athygli á því, að «ekki er allur vandi sjónvarpsmálsins leystur með þess- ari ákvörðun. Enn er ekki fullljóst, hversu hald- bær hin fyrirhugaða takmörkun Keflavíkur- sjónvarpsins verður vegna loðins orðalags í yf- irlýsingum herstjórnarinnar um „næsta ná- grenni" Keflavíkurflugvallar. Það er krafa samtakanna, að sjónvarp Banda- ríkjamanna verði takmarkað við herstöðvai þeirra og þeim gert að nota lokað kerfi fyrh herstöðina á Keflavíkurflugvelli á sama hátt og nú er unnið að fyrir herstöðina í Hvalfirði. Jafnframt er það krafa þeirra, að takmörkun hersjónvarpsins gangi í gildi strax og íslenzka sjónvarpið tekur reglulega til starfa. I því sambandi leggja samtökin sérstaka á- herzlu á, að sem bezt verði vandað til dag- skrárefnis íslenzka sjónvarpsins og unnið verði eins hratt að útfærslu þess um landið og auðið er. Samtökin minna á, að eftir sem áður er Bandaríkjaher látið haldast uppi að starfrækja útvarpsstöð í íslenzkri menningarhelgi í tráss.i við landslög. í því sambandi vilja samtökin vekja athygli allra landsmanna á því, að rekstur hins banda- ríska sjónvarps og útvarps er aðeiris afsprengi höfuðmeinsins: hinnar erlendu hersetu. Fyrir-, sjáanleg takmörkun hins erlenda sjónvarps mætti verða öllum þjóðhollum íslendingum hvatning til að efla baráttuna ge’gn bandarísk- um herstöðvum á landi voiu.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.