Dagfari - 01.10.2005, Blaðsíða 5
Stefnuskrá SHA - drög unnin fyrir
landsráðstefnu 5. nóv 2005
Samtök herstöðvaandstæðinga berjast
fyrir því að alþjóðleg deilumál verði
leyst án ofbeldis. Samtökin hafna
heimsvaldastefnu og öllum tilraunum til
að kúga þjóðir með hervaldi. Þátttaka
Islendinga í hernaði, hverju nafni sem
hann nefnist, má aldrei líðast.
Jafnframt hafna samtökin aðild að hvers
konar samtökum og bandalögum sem
stofnuð eru til að leysa ágreiningsmál með
beitingu hervalds. Sérstaklega viðsjárverð
eru bandalög sem grundvallast á
uppsetningu og notkun kjarnorkuvopna,
eins og Atlantshafsbandalagið. Þess vegna
er barátta gegn Atlantshafsbandalaginu
eitt af grundvallarmarkmiðum Samtaka
herstöðvaandstæðinga.
Samtök herstöðvaandstæðinga leggja
áherslu á alþjóðlegt friðarstarf og baráttu
gegn hvers kyns kjarnorkuvígbúnaði
og tilraunum með gereyðingarvopn.
Markmið okkar er alþjóðlegt bann á
smíði, uppsetningu og beitingu slíkra
vopna.
Samtök herstöðvaandstæðinga berjast
gegn alþjóðlegri vopnasölu og benda á
hræðilegar afleiðingar sem hafa hlotist
af vígbúnaði og beitingu vopna um allan
heim. Einnig hefur alþjóðleg vopnasala
þau áhrif að miklir fjármunir flytjast frá
þróunarlöndum til fáeinna ríkra landa.
Því berjast Samtök herstöðvaandstæðinga
fyrir alþjóðlegu banni á vopnasölu.
Samtök herstöðvaandstæðinga beita sér
gegn öllu hernaðarsamstarfi við önnur
ríki, en þó umfram allt hernaðarsamstarfi
við stórveldi sem eiga frumkvæði að
vígbúnaðarkapphlaupi, uppsetningu,
notkun og hópun um beitingu
kjarnorkuvopna á eigin landi og í öðrum
löndum. Stórveldi sem hikar eldti við
að beita ofbeldi til lausnar alþjóðlegum
deilum og virðir ekki alþjóðalög
um stríðsrekstur er ekld geðfelldur
bandamaður. Því beitum við okkur fyrir
uppsögn svo kallaðs „varnarsamnings" við
Bandaríkin og gerum lokun bandarískra
herstöðva á íslandi að meginkröfu. Vera
hersins hér á landi felur í sér skerðingu
á sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti
þjóðarinnar.
Samtök herstöðvaandstæðinga vara við
áhrifum sem návist íslensks og erlends
hers hefur á íslenskt samfélag, aukna
vígvæðingu og vopnaburð, upphafning
ofbeldis og ógnanir í garð almennra
borgara. Við leggjumst gegn því að
dýrmætum fjármunum skattgreiðenda,
innlendra sem erlendra, sé varið til
hernaðarstarfsemi.
Samtök herstöðvaandstæðinga vilja halda
uppi fræðslu um vígbúnað og friðarstarf
og afla upplýsinga um efnahagslega og
pólitíska hagsmuni sem tengjast hernaði.
Samtök herstöðvaandstæðinga berjast
gegn allri leynd og brotum á lýðræðislegri
5