Dagfari - 01.10.2005, Page 6
upplýsingaskyldu sem framin eru í
nafni „öryggishagsmuna þjóðarinnar".
Samtök herstöðvaandstæðinga krefjast
þess að ákvarðanataka um öryggismál
Islendinga sé ávallt gagnsæ og mótist af
lýðræðislegum meirihlutavilja, en þó
þannig að friðarsjónarmið séu jafnan í
öndvegi.
Markmið samtakanna eru:
* Að berjast gegn hvers lcyns
kjarnorkuvígbúnaði og taka þátt í
alþjóðlegu friðarstarfi.
* Að ísland segi upp aðildinni að NATO
og standi utan hernaðarbandalaga.
* Að Island segi upp hernaðarsamningnum
við Bandaríki Norður-Ameríku og leyfi
engar herstöðvar á Islandi.
* Að sameina alla sem vilja vinna að
þessum markmiðum til baráttu fyrir
þeim.
I tengslum við baráttudag kvenna
þann 24. október sl. var endurútgefinn
hljómdiskurinn Afram stelpur, sem hefur
að geyma marga sígilda baráttusöngvar
úr kvenfreslisbaráttunni. Ljóst er að þessi
diskur mun rata í marga pakka fyrir
næstu jól.
Að þessu tilefni er vert að minna á
hljómdiska þá sem SHA hafa gefið út
á síðustu árum. Þar er annars vegar um
að ræða safndiskinn Baráttusöngva fyrir
friði og þjóðfrelsi, sem inniheldur fjölda
sígildra slagara úr friðarbaráttunni, en
Gefið tónI istargjöf
hins vegar Sóleyjarkvæði eftir ljóðabálki
Jóhannesar úr Kötlum. Upplagið af
fyrrnefnda disknum er senn á þrotum
og fer því hver að verða síðastur að festa
kaup á þessum kjörgrip. Enn mun þó
nokkuð vera til til af Sóleyjarkvæði.
Friðarsinnar sem gera jólainnkaupin
snemma geta því haft samband við
SHA með því að hringja í símann 554-
0900 eða senda tölvupóst á netfangið
sha@fridur.is til að panta eintök.
6