Dagfari - 01.10.2005, Síða 7

Dagfari - 01.10.2005, Síða 7
Tillögur að breyttum lögum SHA Lög Samtaka herstöðvaandstæðinga voru samþykkt haustið 1976. A þeim hafa verið gerðar ýmsar breytingar, síðast árið 2002. Hægt að Iesa lögin í núverandi mynd á vefsvæði SHA, www.fridur.is. Lagt er til að nokkrar breytingar verði gerðar á lögunum að þessu sinni, einkum í því skyni að færa lög SHA til samræmis við almennar venjur í félagasamtökum. * Lagt er til að í greinum 5, 6, 8 og 10 verði orðinu landsráðstefna skipt út, en þess í stað verði talað um aðalfund SHA. * Lagt er til að í greinum 5 til 10 verði orðinu miðnefnd skipt út, en þess í stað verði talað um stjórn SHA. * Lagt er til að sú breyting verði gerð á skipan miðnefndar/stjórnar að í stað þess að þar sitji 8 aðalmenn og 4 varamenn verði aðalmenn 9 talsins en varamenn 3. * Lagt er til að sú breyting verði gerð á greinum 5 og 6 að kosning formanns fari fram á landsráðstefnu/aðalfundi, en að öðru leyti muni miðnefnd/stjórn skipta með sér verkum. Greinargerð með lagabreytingum: Ymsar breytingar hafa orðið á skipulagi SHA í gegnum tíðina. Til að mynda var miðnefnd félagsins lengi vel skipuð íjölda fulltrúa sem aftur kusu framkvæmdanefnd úr sínum röðurn. Framkvæmdanefndin gegndi því sama hlutverki og stjórn í hefðbundnum félagasamtökum. Alllangt er síðan horfið var frá þessu skipulagi og hefur miðnefnd í rneira en áratug haft stöðu stjórnar. Má telja eðlilegt að nafngiftum sé breytt í samræmi við það. Sömu sögu má segja um heiti landsráðstefnu, sem er arfur frá þeim tíma þegar starfsemi SHA skyldi byggja á fjölda lítilla starfseininga. Landsráðstefna er í raun aðalfundur SHA og ætti því að bera nafn í samræmi við það í lögum félagsins. Breytingin á íjölda aðal- og varamanna í miðnefnd/stjórn byggist á því að rétt sé að fjöldi aðalmanna sé oddatala, þótt viðurkennt sé að skiptingin í aðal- og varamenn hafi fyrst og fremst verið formsatriði síðustu misserin. A sama hátt má telja eðlilegt að formaður félagasamtaka sé kjörinn beinni kosningu á aðalfundi líkt og hér er lagt til. Páll Hilmarsson 7

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.