Dagfari - 01.10.2005, Síða 11

Dagfari - 01.10.2005, Síða 11
SÖNGUR í MANNHAFINU Drukkinn af birkilaufum og gulum haustmána æði ég eins og vindurinn og syng fyrir heiminn. Einn vakna ég í húsi fuglanna eins og rauð stjarna á fjarlægum himni og veit að lífið er umhverfis mig eins og frumskógur grænn og djúpur. Ég heyri vitfirrtar sögur af látæði mannanna og horfi á stýrimenn kafaranna reikna arðinn af töfrum lífsins og kasta eldflaugum yfir aldingarðana þar sem leikvellirnir loga og ung börn eru vegvillt og svöng í ryki eldsins. Svefndrukkinn hrópa ég og hugurinn æðir um nótt heimskunnar í ríki hinna útvöldu. I óráðsvímu hlusta ég á kór valdhafanna syngja falskan söng um vímu íjárgróðans. Trjákrónur eldsins anga heitar og lifandi. Á rústum draumsins syng ég um örugga höfn og vegsama byltingu alþýðunnar og trú á lífið. Undir sólhvítum himni drukkinn af ilmi og ljóðum yrki ég þennan söng um fegurðina því fegurð réttlæti og bræðralag er lofsöngur allra guða. Jón frá Pálmholti

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.