Aðventfréttir - 01.02.1995, Qupperneq 4
eftirfarandi: Sjálfsmynd (10), æskulýðs-
mál fyrir unglinga, skipulagning tíma,
barnahvíldardagsskólinn, þunglyndi og
sjálfsvíg og fjármál fjölskyldunnar (8), að
vinna úr sorg (7), streitustjórnun og
alvarlegir sjúkdómar (5), að takast á við
fíkniefnavandamál, að alast upp í íjöl-
skyldu sem hefur áfengisvandamál, of-
beldi eða önnur skaðleg vandamál og að
vera einhleypur safnaðarmeðlimur (3) og
að vera fráskilinn og einhleypir foreldr-
ar(2).
Þegar raðað var í forgangsröð kom í
ljós að sjö settu í fyrsta sæti það að vera
krisdnn f vinnunni, fimm það að biðja, og
þrír heilsuboðskapinn og ofbeldi gegn
börnum; fjórir settu uppeldismál í annað
sæti; þrír settu uppeldismál og ofbeldi
Kvennakór undir stjórn Gardars Cortes söng
á guðsþjónustu í Reykjavík.
gegn börnum í þriðja sæti; fjórir settu
barnahvíldardagsskólann í fjórða sæti.
(Málefni dreifðust mjög jafnt).
Því miður gafst ekki tími til að gera
könnun á gjöfum andans á þessu nám-
skeiði.
Þátttakendur voru mjög ánægðir með
þessa heimsókn og fagna áframhaldandi
samvinnu við Birthe Kendel.
Guðný Kristjánsdóttir
Unnur Halldórsdóttir
Ulfhildur Grímsdótdr
Stjóm Samtakanna hefur þegar samþykkt
ad fela ofangreindum þrem aóilum ab vera sá
starfshóþur sem veitir þessu slarft forslobu hér
á landi. Einnig hefur þreslum og stjómum
hinna ýmsu safnaba verib senl bréf þar sem
söfnubirnir eru hvatlir til ab útnefna konu
innan hvers safnabar sem veitir starjinu
forstöbu heima fyrir. Ritstj.
FRUMLEG
AU GLÝSIN GAHERFERÐ
HJÁ AÐVENTISTUM
í NOREGI
OSLO, NOREGI. Þrír af söfnuðum
aðventista í Noregi hafa ákveðið að nota
nýja auglýsingatækni til að ná athygli
fólks á aðventboðskapnum. Ungmenna-
félagið í Betel, söfnuði Sjöunda dags
aðvendsta í Oslo, aðstoðaði Sigve Ton-
stad, prest safnaðarins, við að búa til 8
síðna dagblað sem var kallað „Bible
Tirnes". Utgáfa blaðsins vakti töluverða
athygli bæði prentmiðla, útvarps og sjón-
varps en blaðinu var ritstýrt úr Akers-
gatan, þar sem bæði aðventkirkjan í Oslo
er staðsett og einnig ritstjórnarskrifstofur
flestra stærstu norsku dagblaðanna. Þótt
að tilgangur blaðsins hafi aðallega verið
til að hjálpa almenningi að sjá Guð eins
og hann er í raun og veru — kærleiks-
ríkur Guð sem lætur sig mannlegar þján-
ingar varða - þá voru þessi 10,000 eintök
einnig boð til Oslóarbúa á opinberar
samkomur sem haldnar voru af presd
aðvendsta í Oslo.
I Tromsö í Norður-Noregi, var sett heil-
síðuauglýsing í stærsta dagblað bæjarins,
auglýsing með mynd af kirkjunni og
mannfjöldi fyrir framan, þar sem fólki var
boðið að koma og skoða endurbætta og
stækkaða kirkju. Fyrirsögn auglýsingar-
innar var: „Við höfum stækkað aðvent-
kirkjuna. Loksins höfum við pláss fyrir
alla!“ 1 kjölfar þess að bjóða fólki til kirkj-
unnar var boðið upp á ýmis Biblíu-
námskeið.
I tilefni af hátíðahöldum vegna aldar-
afmælis aðventsafnaðarins í Bergen,
undirbjuggu safnaðarmeðlimir 12 blað-
síðna bækling í dagblaðaformi með lit-
myndum, til að kynna boðskap og starf-
semi aðventista. Þessi dagblaðsbæklingur
var síðan settur inn í aðaldagblaðið í
Bergen, Bergens Tidende, sem er gefið
út í 84,500 eintökum.
Frumkvæðið kom í öllum þessum til-
vikum frá safnaðarmeðlimunum safnað-
anna og söfnuðirnir kostuðu þetta einnig
sjálfir. [ANR]
UN GMENNAMÓTIÐ 1995
Efni mótsins verður Fagnaðarerindið og siðaskipti á íslandi. Við munum því heini-
sækja Skálholt og Hóla í Hjaltadal. Sjá nánar um þetta hér að neðan.
Hafst verður við í tjöldum og kofum á leiðinni. Þetta verður ógleymanleg upplifun
með góðum ferðafélögum og miklum söng í faðmi stórbrotinnar náttúru og á
merkustu slóðum kristninnar á Islandi. Allir 12 ára og eldri hjartanlega velkontnir.
TÍMI: 22. júní til 26. júní.
STAÐIR: Farið verður frá Aðventkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 23. júní kl.
16:00 í Skálholt. Dvalist verður þar um nóttina. Næsta dag verður ferðinni heidð
um Laugarvatn, Þingvelli og Kaldadal í Húsafell. Húsafell verður okkar nætur-
staður. A hvíldardeginum liggur leið okkar til Hóla í Hjaltadal. Sofið verður að
Hólum. Við höldum ferðinni áfram á sunnudeginum - veðrið og við munum
ákveða framhald ferðarinnar. Sama gildir um heimferðina. Reynt verður eftir
fremsta megni að fara heim um Kjöl ef veður og færð leyfa og verður j)á gist eina
nótt á hálendinu. Verði það ekki hægt finnum við aðra góða leið. Hver og einn sér
um sitt nesti og tjald sjálfur. Rútan sem verður farið með hefur salernisaðstöðu og
einnig kæliskáp. Bílstjóri verður Sntári Sveinsson.
RÆÐUMAÐUR: Gunnar Jörgensen, prestur frá Noregi. Hann er góður Islands-
vinur. Konan hans verður með í för.
SÖNGSTJÓRI OG HÚMORISTI: Davíð Ólafsson.
VERÐ: Ef það verða:
50 manns í rútu kostar kr. 3.000 fyrir manninn
40 manns í rútu kostar kr. 4.000 fyrir manninn
30 manns í rútu kostar kr. 5.000 fyrir manninn
Innritunargjald er kr. 500 og er það þá hluti af fargjaldinu (það dregst frá heildar-
gjaldinu). Innritunargjaldið greiðist á skrifstofu aðventista, Suðurhlíð 36.
4
AðventFréttir