Aðventfréttir - 01.02.1995, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.02.1995, Blaðsíða 5
Eftir Siegfried J. Schwantes ,Á 39. ríkisári sínu gjörðist Asa fót- veikur, og varð sjúkleiki hans mjög mikill. En einnig í sjúkleik sínum leitaði hann ekki Drottins, heldur læknanna.“ 2Kro 16. 12. Flestir konungar Israels voru ávít aöir íyrir það að líf þeirra og störf samræmdust ekki vilja Guðs. Aminningin í þessum texta var veitt Asa konungi einungis vegna þess að hann leitaði aðstoðar lækna. Þessi áminning hefur valdið miklum vangaveltum. I hugum sumra lýsir þetta vantrausti á læknavísindin. Er það mögu- legt? A 9. öld f. Kr., á tímum Asa konungs, var mjög lítið sem aðskildi lækni og galdra. Þá voru engir læknaskólar í Israel né heldur annars staðar í heim- inum. Aðeins í Egyptalandi var ástandið öðruvísi. Þar var mikil gróska í læknis- fræði eins og endurspeglast í skurð- lækningapapyrus Edwin Smith, sem á uppruna sinn að rekja til tímans þegar að pyramídarnir Khufu, Khefren og Mykerinos voru reistir. A þeim tíma var egypsk viska allsráðandi í ýmsum fræði- greinum eins og arkitektúr, stærðfræði og læknisfræði. Eg)'ptarnir gátu aðskilið læknisfræði og galdra og lýstu ýmsum sjúkdómum með undraverðri hlutlægni. Til dæmis í áðurnefndum papyrus er ýmsurn sjúkdómum lýst með einkennum þeirra og látið í ljós álit á hversu lengi þeir inundu vara og hversu þungbærir þeir mundu reynast. Lyfjafræðin var þó í algjöru lágmarki. Ymis meðul voru búin til úr fræjum, rótum, trjáberki eða dufti úr hornum og öðrum líkamshlutum dýra. Egypskir læknar trúðu því þó að tíminn væri besta meðalið og í mörgum tilfellum gerðu þeir ekki annað en að fyrirskipa ákveðið mataræði. En því miður varð egypska læknisfræðin smám saman fyrir áhrifum galdra. Galdrar, eins og einn fræðimað- ur orðaði það, var plágan sem í fornöld eyðilagði bæði trúarbrögð og læknis- fræði. Gætu Israelsmenn hafa lært lækna- vísindi af Egyptum? Varla. Til er þó til- vitnun í egypskar lækningar í sambandi við smurningu á líkama Jakobs (1M 50.2). En Jressir læknar voru í reynd ekki annað en sérfræðingar í smurningum. Astandið var ekki mjög frábrugðið í Babylon. Þrátt f)TÍr mikla þekkingu í stjörnufræði og stærðfræði, höfðu þeir einungis frumstæða lækningaþekkingu og einfaldar skurðlækningar. Þeirra læknavísindi voru umvafin sterkri hefð og einkenndist niikið af trú þeirra á göldrum. Þegar E. C. Herodotus faðir sagnfræðinnar, heimsótti Babylon á ntiðri 5. öld f. Krist, komst hann í kynni við læknavísindin þar. Með eigin augum sá hann hina veiku standa á torgum borgarinnar bíðandi eftir því að taka við læknisráðum hjá hverjum sem gekk framhjá. AÐ SJÁ HLUTINA í SAMHENGI Við verðum að skilja veikindi Asa konungs í réttu samhengi. Asa var guð- hræddur leiðtogi. Hann fékk hin háleitu ummæli að hann „gjörði það sem rétt var í augum Drottins“ (lKon 15. 11). „Hjarta Asa var óskipt gagnvart Drottni alla ævi hans“ (vers 14). En lofsvert líferni er aldrei trygging gegn sjúkdómum. Á gamals aldri var Asa veikur í fótunum. Og veikindi hans urðu alvarleg eða eins og stendur í nýju ensku biblíujrýðingunni: „hann var alvarlega sýktur af drepi í fótunum". 1 öngum sínum gleymdi Asa Drottni. Hann gleymdi loforðunum sem Hananí spámaður hafði fært honum frá Drottni: „Því að augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils- hugar við hann.“ (2Kro 16. 9). Hjálp og huggun voru í seilingarfjarlægð, en vegna sjúkdómsástands síns gleymdi Asa að beina augum sínum til himins þaðan sem að Drottinn lítur með samúð til barna sinna. 1 ljósi Jress sem við höfum séð nú, að læknar þessara tíma voru litlu betri en galdramenn, er skiljanlegt hvers vegna konungurinn var ávítaður fyrir að hafa leitað til lækna. Læknisfræðin stóð eng- an veginn undir nafni á þessum tíma. Galdrar og lækningar héldust hönd í hönd og konungurinn mun hafa vitað jiað. Alveg eins og Hersekía konungur hafði leitað eftir og fengið ráð hjájesaja spámanni í veikindum sínum, hefði Asa einnig getað leitað ráða hjá Hananí spá- manni. Huggunarorð og leiðbeining frá Drottni hefðu verið ntun gagnlegri en meðulin sem voru uppáskrifuð af lækn- um Jress tíma. Við ættum þess vegna ekki að lesa þennan texta með augum okkar tíma. Reyndar strax á fyrstu öld e. Ki ist höfðu hlutirnir breyst rnikið og til dæmis um það má nefna líf Lúkasar „læknisins elskaða“ (Kól 4.14). Á tímum Asa voru kringumstæðurnar öðruvísi. Hið eina rétta fýrir hann heíði verið að fela sig í hendur Guðs og setja allt traust sitt á hann. Hvað eigum við þá að gera, eigum við að velja trúna eða læknisfræðina? Við þurfum ekki að velja. Við notum hvoru tveggja. Siegfried J. Schwantes var yjirniadur Biblíudeildar Saleve stofnunarinnar á Collonges i Frakklandi pegar hann skrifaði pessa grein. Þýðandi: Kristinn Ólafsson YFIRMAÐUR ADRA I DAN- MÖRKU ÚTNEFNDUR í FRAMKVÆMDASTJÓRN ÞRÓUNARHJÁLPARINNAR Kaupmannahöfn, Danmörku Helge Andersen, yfir maður ADRA í Danmörku (Hjálpar- og þróunarstarf aðventista) hefur verið útnefndur í fram- kvæmdastjórn sem hefur )4irumsjón með DANIDA (Dönsku þróunar- og Hjálpar- stofnuninni), sem heyrir beint undir danska utanríkisráðuneydð. ADRA í Danmörku hefur síðastliðin ár orðið að þeirri stofnun sem mestum ár- angri hefur náð og mesta aðstoð hefur veitt til þróunarlanda, og er talið að út- nefning Helge Andersen í framkvæmda- stjórnina sé vottur um viðurkenningu á starfi ADRA í Danmörku. Helge Andersen er mjög reyndur stjórnandi og hefur alltaf haft mikinn áhuga á aðstoð við fólk í þróunarlöndum jafnhliða því að hafa hæfileika til að stjórna og skipuleggja neyðarhjálp eftir náttúruhamfarir og annað af svipuðum toga. 1963 fór Helge Andersen ásamt öðrum safnaðarmeðlimum til Skopje í fyrrum Júgóslavíu dl að byggja hús fyrir fórnarlömb jarðskjálfta sem varð 1,100 manns að bana og 4,000 manns slösuðust. Síðan þá hefur Helge verið í ýmsum stjórnunarstöðum fýrir söfnuðinn. Hann hefur verið formaður Samtaka aðventísta í Danmörku, formaður Sambands aðvent- ista í Nígeríu og eftir að hann sneri þaðan og heim, yfirmaður Hjálparstarfs aðvent- ista (ADRA) í Danmörku. Hjálparstarf aðventista í Danmörku vinnur nú að ýmsum málefnum til hjálpar flóttamönnum frá Rwanda og einnig að vatnsveitumálum í ýmsum öðrum ríkjum Afríku. [ANRJ AdvkntFréttir 5

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.