Aðventfréttir - 01.02.1995, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.02.1995, Blaðsíða 7
TRÚARREYNSLA í HAFNARFIRÐI Kæru lesendur, Við stallsysturnar í fjáröflunarnef’nd safnaðarins í Hafnarfirði viljum gjarnan segja ykkur frá því sem er að gerast hjá okkur. Frá því að söfnuðurinn var stofn- aður íyrir 3 árum höfum við verið í stöðugum vandræðum með húsnæði fyrir starfsemi safnaðarins. Og þótt við höfum fengið inni nokkuð reglulega á hvíldar- dögum í Góðtemplarahúsinu, þá kemur það fyrir nokkrum sinnum á ári hveiju að húsið er notað af öðrum einmitt á okkar samkomudögum. Þar af leiðandi hafa margir komið erindisleysu í Góðtempl- arahúsið. Þegar svo við þessi óþægindi bætist að eftir hverja samkomu þurfum við að pakka saman öllu okkar dóti og taka upp aftur fyrir |)á næstu, með til- heyrandi tilfærslum á borðum og stólum, þá má svo sannarlega segja að við höfum þráð mikið að eignast okkar eigið hús- næði, þar sem engar slíkar hindranir tak- marka starf okkar. Að sjálfsögðu báðum við Guð um að leysa þetta vandamál okkar, sem hann gerði svo áþreifanlega, þegar okkur var gert kleift að kaupa 420 fermetra hús- næði að Hólshrauni 3, í Hafnarfirði, í desember s.l. Fyrir 3 árum áttum við ekki eina krónu í sjóði til öflunar húsnæðis, en þegar kaupin voru gerð í desember upp á kr. 7,8 milljónir, var kaupverðið greitt út í hönd. Þetta varð mögulegt vegna vinnu margra við margvíslega fjár öflun og einnig vegna kærleiksríkra fórna ein- staklinga sem gáfu af fjármunum sínum til húsakaupasjóðsins. Fyrir þetta allt erum við ákaflega þakklát. Frá því að fokhelt húsnæðið komst í hendur safnaðarins, hafa sjálfboðaliðar unnið þar flesta sunnudaga og oft aðra daga einnig. Verkinu miðar vel áfram og ef ekki skortir peningana munum við geta tekið nýja safnaðarheimilið okkar í notkun fyrir haustið. Vinnu við einangr- un, múrverk og pípulagnir er að verða lokið og þá tekur tréverkið við og raf- lögnum verður haldið áfram. Þótt verð- mæti byggingarefnis og vinnu, sem lagt hefur verið í húsnæðið eftir að kaupin voru gerð, sé virði milljóna króna, þá er- um við skuldlaus og ætlum ekki að stofna til skulda við þessar framkvæmdir. I þessu efni treystum við algjörlega á Guð. Við trúum því að hann muni vekja athygli fólks á því sem við erum að gera í Hafnarfirði og vekja hjá því löngun til að hjálpa okkur með fjárframlögum sínum. Við trúum því að „ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis." Það hefur verið svo uppörvandi að komast að raun um fórnarlund og höfð- ingsskap margra sem koma færandi hendi á meðan á framkvæmdum stendur. Sumir gefa af litlum efnum, aðrir af meiri efnum. Margir gefa stórt eða smátt reglu- lega, aðrir hafa gefið til framkvæmdanna einstök framlög í stærra lagi. Fyrir þetta allt erum við ákaflega þakklát og við lof- um Guð fyrir blessanir hans. Nýja safnaðarheimilið mun gera söfn- uðinum mögulegt að koma í framkvæmd áfornmm um margvíslega starfsemi í Hafnarfirði og nágrenni. Samtökin hafa ákveðið að tekin verði upp sérstök fórn í söfnuðum okkar um land allt á næstunni og mun þessi fórn renna til safnaðarheimilisins í Hafnar- firði. Við þökkum fyrir stuðning ykkar og bænir á liðnum tíma. Við þökkum fyrir kaup ykkar á jólakortum, myndum og matreiðslubók sem við höfum selt að undanförnu til ágóða fyrir safnaðarheim- ilið okkar. Við þökkum fyrir allar dósirnar og flöskurnar sem komið hafa frá ykkur, en þessi fjáröflunarleið hefur þegar skilað hundruðum þúsunda í hússjóðinn okkar. Við þökkum fyrir þá muni sem mörg ykkar gáfu í Kolaportasöluna okkar s.l. haust. Við héldum aðra slíka á sama stað 7. maí. Við þökkum fyrir allan stuðning í hvaða mynd sem hann hefur birst okkur. Að fjárfrekum liðum sem enn á eftir að fjármagna til þess að ljúka megi fram- kvæmdum má nefna klæðningu í loft salarins, gólfefni, stóla og eldhústæki. Við trúum því að Guð, sem þegar hefur gert SÖFNUN Til styrktar byggingarsjóði H afnaríj arð arsafnað ar Eignarhluti saftiaðarins í Hólshrauni 3 er rúmlega helmingur efri hœðar hússins (vesturendi). Hér að neðan má sjá yfirlit yfir innréttingu safnaðarheimilisins. okkur kleift að kaupa húsnæðið og að gera öll efniskaup fram að þessu og sem einnig hefur sent okkur kunnáttumenn til að vinna við framkvæmdirnar kaup- laust, muni líka hjálpa okkur til að ljúka við verkefnið. Líklega er verðmæti hús- næðisins, svo og efnis sem þegar hefur verið keypt og allrar þeirrar vinnu sem þegar hefur verið lögð í húsið, um kr. 11-12 milljónir. Við bjóðum ykkur að taka þátt í þessari miklu trúarreynslu okkar í Hafnarfirði. Vissulega er Guð að gera stórvirki á Þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn er það fagnaðarefni. Það er merki um vöxt og líf- ný tækifæri og nýja möguleika. Og allir vilja leggjast á eitt um að veita hinu nýfædda brautargengi. Sama var upp á teningnum þegar yngsta systir aðventsafnaðanna á Islandi fæddist suður í Hafnarfirði. Hér var um áþreifan- legan vaxtarbrodd starfsins á Islandi að ræða, svar við bænum okkar um íjölgun og aukin áhrif á Islenskt þjóðfélag í þágu málefnis Guðs þó að sumir söfnuðir hafi þurft að sjá á bak nokkurra félaga sinna til að fóstra hvítvoðunginn á æsku- skeiðinu. Allt frá upphafi nærðist sá draumur með safnaðarfólkinu í Hafnarfirði, sem eðlilegt er, að eignast sem fyrst eigið hús sem viðeigandi ramma um starfsemina. Stórkostlegir hlutir gerðust sem gerðu þeim kleift að festa kaup á fokheldu hús- næði sem nú þegar nálgast að vera tilbúið undir tréverk eins og um getur annars staðar hér í blaðinu. I þessu byggingará- taki er áhersla lögð á að stofna ekki til skulda en að halda framkvæmdum innan jtess fjármagns sem fyrir hendi er, fjár- ntagns sem söfnuðurinn hefur sjálfur safnað eða fengið að gjöf í hússjóðinn. Söfnuðinum hefur einnig borist fjárveit- ing frá Stór-Evrópudeildinni og frá Sam- tökunum fær hann fjárveitingu í bygg- ingarstarfið samsvarandi þeirri upphæð meðal okkar í dag. En því gleymum við alls ekki, að Guð ætlar okkur enn stærri og háleitari verkefni til að vinna að, sem felast í því að leiða einstaklinga til hjálp- ræðis Drottins. Við lítum því á tilkomu safnaðarheimilisins okkar sem verkfæri sem Guð gefur okkur mörgum til bless- unar. Gubnj Kristjánsdóttir, formaður JjáröJlunamefndar Margrét Jóhannsdótlir, ritari Lilja Guðsteinsdóttir sem söfnuðinum tekst að safna í inn- söfnun. Það er grundvallar hugsjón í uppbygg- ingu safnaðarstarfsins að sérhver safnað- armaður taki virkan Jaátt í safnaðar- starfinu og í öðru lagi hinir ýmsu söfn- uðir starfi saman og styðja við bak hvers annars í stærri verkefnum. Þannig hefur árangri verið náð í okkar starfi gegnum árin. Safnaðarfólkið í Hafnarfirði hefur staðið sig með prýði hvað fjáröflun til húsnæðismálanna snertir og þar vinna sjálfboðaliðar nú hörðum höndum næst- um hvern einasta virkan dag. Nú kemur kallið til okkar frá systkinum okkar og vinum í Hafnarfirði um að við hvert um sig leggjum eitthvað af mörkum einnig. Umslag merkt Byggingarátaki Hafnar- fjarðarsafnaðar fylgir þessu Aðventfrétta- blaði sem við erum góðfúslega beðin um að nýta fýrir gjafafé sem hægt er síðan að leggja í samskotakörfurnar í hverjum söfnuði einhvern næstu hvíldardaga. Gjaldkerar safnaðanna munu síðan koma gjöfunum áleiðis. Tökum vel á móti umleitan þfeirra og gefum rausnarlega þannig að draumur þeirra um að geta bytjað að nýta safn- aðarmiðstöðina í Hafnarfirði megi rætast sem fyrst. Eric Guðmundsson, FORMAÐUR RÉTTUM ÞEIM HJÁLPARHÖND Fjáröflunamefnd safnaðarins Lilja, Guðný og Margrét. *Stafnarfjarðarsöfnuður leitar nú til allra safnaöarsystkina á íslandi um framlag til byggingarsjóös safnaöarheimilis. £>f þú óskar aö taka þátt, nýttu þá hjálgt umslag fyrir gjöf þína. Til aö koma gjöfinni áleiöis má t.d. leggja hana í samskotakörfuna einhvern næstu hvíldardaga. Pétur tœknifrceðingur og smiður með rneiru. Jóhann alt mulig mand! 6 Egill múrari við störf. AðventFréttir 7

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.