Aðventfréttir - 01.04.1996, Qupperneq 4
Þess vegna yfirgefur
fólk söfnuðinn...
Igreinum og bréfum sem birt hafa
verið í blöðunum okkar og í
ræðum á starfsfundum er ástæða
þess „hvers vegna fólk yfirgefur
söfnuðinn" rædd. Og ég hef heyrt
marga halda því fram að fólk fari úr
söfnuðinum vegna þess að hann sé kaldur
og að honum standi á sama.
Eg hef verið prestur í 25 ár. I hverju
umdæmi hef ég heimsótt alla fyrrverandi
og óvirka meðlimi safnaðarins. Eg hef
setið heima hjá þeim og orðið vinur
þeirra flestra. Það sem ég hef tekið eftir
sem orsök þess að fólk fari úr söfnuðinum
hefur verið allt annað en það sem margir
halda fram - og sem að mínu mati er
mjög hættuleg skoðun á þessu máli.
Flestir þeirra sem hverfa úr söfn-
uðinum fara ekki vegna þess að hann sé
svo „kaldur og skeytingarlaus", heldur
vegna þess að þeir vilja ekki gangast undir
þann sjálfsaga og skuldbindingu gagnvart
Krisd sem er skilyrði þess að vera virkur
meðlimur safnaðarins.
Eg geri mér grein fyrir því að sumir
fyrrverandi eða óvirkir meðlimir safn-
aðarins hafa sætt áreiti annarra meðlima
eða hópa innan safnaðarins. Það særir
mig líka þegar söfnuðurinn minn sýnir
ekki kærleika og hlýhug. Samt sem áður,
er ég sannfærður um að alvarleg dæmi
um kulda og skeytingarleysi eru frekar fá
þegar á heildina er lidð. Með því að stan-
da fyrir einfaldri skriflegri könnun fékk
ég upplýsingar frá þeim sem höfðu yfir-
gefið söfnuðinn. Einungis 25% sögðu að
söfnuðurinn væri „gagnrýninn" og ein-
ungis 9,9% vildu halda því fram að
söfnuðurinn væri „skeytingarlaus” gagn-
vart þeim.
Þessi 35% sem héldu því fram að
söfnuðurinn væri kaldur eða gagnrýninn
gætu við fyrstu sýn virst vera einlitur
hópur samsinnandi einstaklinga. Samt er
það þannig að þegar maður heyrir alla
söguna, gerir maður sér grein fyrir að
ákæran um kulda og gagnrýnisanda er
sett fram þeim til afsökunar sem gerðust
óvirkir meðlimir safnaðarins, og treysta
sér ekki til að taka virkan þátt í safn-
aðarstarfinu.
FLOKKAR
Flestir þeirra falla í eftirtalda flokka:
Sumir segja: „Sama gamla fólkið sér um
allt í söfnuðinum og það vill ekki hleypa
neinum öðrum að. Mig langar að sinna
hlutverki í söfnuðinum en þeir halda mér
utan þröngs hóps áhrifamanna innan
safnaðarins."
John R. Martin
Þegar ég kynnist þessu fólki og sögu
þeirra, uppgötva ég oftast að þessir ein-
staklingar áttu og eiga enn við vandamál
að stríða sem brjóta í bága við megin-
reglur safnaðarins svo sem tóbak, áfengi,
vinnu á hvíldardögum eða annað því um
líkt.
Sumir segja: „Þegar maður á bágt og er
langt niðri réttir söfnuðurinn ekki hjálp-
Flestir peirra sem hverfa
úr söfnuðinum fara
... vegna þess að þeir
vilja ekki gangast undir
þann sjálfsaga og
skuldbindingu gagnvart
Kristi sem er skilyrði þess
að vera virkur meðlimur
safnaðarins.
arhönd, heldur leyfir manni að sigla sinn
sjó." Rannsóknir mínar leiddu oftast í ljós
að flest þeirra sem höfðu þessa afstöðu
áttu við stöðug vandamál að stríða
(fjárhagsleg, tilfinningaleg eða önnur) og
að söfnuðurinn hafði hjálpað þeim oft
áður, en þegar þau neituðu að hjálpa sér
sjálfum, hætti söfnuðurinn að lokum að
vilja axla byrðar þeirra.
Aðrir segja: „Mér fannst ég aldrei vel-
kominn, enginn sýndi mér umhyggju."
Þegar ég kynnti mér mál þessara betur
uppgötvaði ég að þátttaka þeirra var
slitrótt og að þau gerðu enga tilraun til að
vera hluti af heildinni en mættu gjarnan
á guðsþjónustu um leið og hún hófst og
fóru á meðan síðasti sálmurinn var
sunginn.
Augljóslega tílheyra ekki allir þessum
flokkum. Samt hef ég aftur og aftur verið
vitni að því, að söfnuðir okkar sýna nýjum
meðlimum, unglingum og þeim sem eiga
við vandamál að stríða, mikinn kærleik og
stuðning. Þrátt fyrir að þessir séu yfirleitt
sjálfir uppteknir og eigi jafnvel við
fjárhagsleg vandamál að stríða. Þeir hafa í
raun og veru nóg með sín eigin vandamál
og áhyggjur. Samt gleðjast þeir yfir því að
geta hjálpað og stutt aðra þannig að þeir
einnig geti fundið kraft hjá Krisd til þess
að vera staðfastir í honum.
Er það sanngjarnt að ætlast tíl þess að
þeir eigi endalaust að bera umhyggju fyrir
einstaklingum sem ár eftir ár hafa ekkert
persónulegt samband við það sem söfn-
uðurinn stendur fyrir og trúir og sem ekki
sjálfir keppa að því að vaxa persónulega í
sjálfsaga og ábyrgu sambandi við Guð eða
taka ábyrgð með því að styðja við söfnuð
sinn?
BAKDYRNAR
Þeir sem segja að söfnuðurinn sjálfur sé
aðal ástæðan fyrir því að fólk hverfur út
um „bakdyr safnaðarins" segja í raun og
veru að þetta fólk myndi verða kyrrt í
söfnuðinum ef söfnuðurinn sýndi því
aðeins meiri áhuga. Eg hef fundið
sannleikskorn í þessu. Eftir því sem ég hef
kynnst fyrrverandi safnaðarmeðlimum og
gert það að mínu eigin kristni-
boðverkefni að uppörva og kenna þeim,
hef ég séð töluverðan fjölda koma til baka
og taka þátt í samkomum safnaðarins.
Samt sem áður er það í flestum tilfellum
þannig að þessir einstaklingar þroskast
ekki til að vera virkir þegnar safnaðanna á
grundvelli sinnar eigin sannfæringar. Oft
eru það kringumstæðurnar sem móta
þessa einstaklinga. Um leið og umhygg-
jan minnkar, eða ef presturinn eða sá sem
var andlegur leiðbeinandi þeirra flytur
burt hverfur þetta fólk aftur á byijun-
arstigið.
I ljósi þessa er það skoðun mín að við
ættum að minnsta kosti að nota jafn
mikinn tíma og orku í að uppörva og
styrkja meðlimi safnaða okkar til andlegs
vaxtar eins og við notum í það að ásaka
okkur sjálf fyrir að sýna ekki nægan kær-
leika og umhyggju. Eg vil hvetja söfn-
uðinn til þess að einbeita sér að því að
leiða þá til frelsunar sem hafa helst úr
lestinni og glatað sambandi sínu við Guð.
Einnig ættum við að hvetja hvert annað í
söfnuðinum til að gefast Guði einlæglega
og af sjálfsaga. Við skulum ekki láta
ásakanir þeirra þjaka okkur um of, sem
halda því fram að það sé okkur að kenna
að fólk yfirgefur söfnuðinn um bak-
dyrnar. Við skulum muna að jafnvel á
tíma Jesú hurfu margir frá honum, all-
flestir í raun, um bakdyrnar, svo margir,
að hann spurði þá fáu sem eftir voru:
,Ætlið þér að fara líka?"
John R. Martin er prestur adventsafn-
aSarins í Greeley, Colorado U.S.A.
Þýðendur: Harpa ogFrodeJakobsen.
4
AdventFréttir