Aðventfréttir - 01.04.1996, Side 6

Aðventfréttir - 01.04.1996, Side 6
Að leiða BÖRNIN TIL KRISTS Ellefu atriði sem stuðla að því að gera kristilegt líferni ómótstœðilegt. Richard og Brenda Duerksen að að veita börnunum okkar upplýsingar um Guð nægir ekki til að hafa áhrif á þau til að kjósa Krist. Til þess þurfum við ein- faldlega að gera kristilegt líferni ómótstæðilegt; við þurfum sjálf að lifa lífi sem er fullt af innihaldsríkum athöfnum og viðhorfum sem miða að því að gefa til kynna hversu ánægjulegt það sé að vera vinur Guðs og að njóta þess heiðurs að vera í hópi barna hans. Omögulegt? Vissulega, þegar við reyn- um að gera slíkt án máttar Guðs. En með Guðs hjálp er allt mögulegt, jafnvel svo að hrifning okkar yfir því að tilheyra Kristi smitar aðra. Skoðið eftirfarandi 11 leiðbeiningar sem við höfum notað til þess að hvetja börnin okkar til þess að læra að elska Krist. Þau eru núna 16, 18 og 20 ára gömul. 1. BÆN Ekkert af því sem við gerum með bör- nunum okkar, eða fyrir þau, á möguleika til að ná árangri sem varir inn í eilífðina nema því aðeins að við séum í sambandi við mátt Guðs. Ellen White skrifaði að við verðum að biðja mörgum sinnum á dag fyrir okkar eigin afturhvarfi og um- breytingu. Við verðum að biðja um alla þá visku og sköpunarhæfileika sem með þarf til að mála skýra mynd af Jesú Kristi fyrir börnunum okkar. „Mótaðu mig, slípaðu mig og gefðu mér hreint og heilagt andrúmsloft, þar sem straumar kærleika þíns flæða í gegnum sál mína" (Christ's Object Lessons, bls. 159). Guð þráir að frelsa. Hann bíður þess eins að við biðjum hann. 2. HEFÐIR A okkar heimili höfum við leitast við að móta hefðir þar sem Kristur skipar heiðursess; reglubundna, vel undirbúna og fastmótaða viðburði sem rísa sem sterkir stólpar andlegs stöðugleika á heimili okkar. Hér skal nefna nokkra þeirra: Það þarf ekki annað en að nefna Kristalhejdina á heimilinu okkar og um leið finnum við fyrir ísköldu vatni Kristalárinnar í Koloradófýlki. Þessi á er ekki vatnsmikil þar sem hún rennur í gegnum yfirgefið fjallaþorpið sem ber nafnið Ki ystall. Rétt áður en komið er inn í fjallabæinn er farið framhjá myllunni, en neðan við hana er ískaldur og iðandi hylur árinnar þar sem tvö af börnunum okkar voru skírð. Sú staðreynd gerir þennan stað í okkar huga að stað endurnýjunar, hvíldar og endurfæðingar. Hringborðshejdin er daglegur viðburður. Komdu inn í setustofuna okkar og þar muntu finna hringlaga borð úr askviði sem er tæplega tveir metrar í þvermál. Eftir 15 ára notkun við alls kyns verkefni, handavinnu, módelsmíði, skólaverkefni, leiki og máltíðir, er í raun kominn tími til þess að gera borðið upp. En við elskum þetta snjáða borð þar sem hver rispa kallar fram minningar. Hérna byijum við hvern dag með því að biðja saman. Og á hveiju kvöldi tölum við saman um allt mögulegt kringum þetta borð. Við það eiga sér stað líflegar umræður, vinsam- legar kappræður og hér gerum viö okkur glaðan dag. Frelsið er einhver sú besta (og mest ógnvekjandi) gjöf sem við getum gefið börnunum okkar. Hringborðsathafnirnar okkar taka mið af þeim mörgu dögum og kvöldum sem Jesús átti með lærisveinum sínum. Þegar öllu er á botninn hvolft, er þá ekki upp- eldi barna áþekkt og þjálfun postula? Hver-med-shiu-neji stundin hefur átt sér stað hér á heimilinu á hverju kvöldi í tæp 20 ár. Við kijúpum umhverfis sófaborðið (með hundum, köttum, böngsum og bör- num) og biðjum hvert fyrir sig. Síðan syn- gjum við „Fyrr en geng ég nú til náða." Yfirleitt bytjum við sönginn sameiginlega og gengur oft brösuglega að finna rétta tóninn. Þá byijar einhver að geispa og síðan annar og fyrr en varir er þetta orðið að tvísöng eða jafnvel einsöng með mis- jöfnum tóngæðum. Oft endar þetta allt saman með allsherjar hlátri. Og þótt við séum ekki slípaður kór þá erum við tengd sterkari fjölskylduböndum. Lestrarvenjan. Lestur með börnunum á andlegum bókum er nauðsynlegur til þess að boðskapur þeirra fesd rætur í hjörtum barnanna. Börnin okkar eiga sitt eigið fjársjóðsafn sérstakra bóka sem við höfum lesið saman. Snjáða fjölskildu- biblían er sameiginlegur fjársjóður okkar allra þar sem öll bestu orðin eru undirstrikuð. Sérstaka minningu eigum við foreldrarnir um þá kvöldstund þegar Júlía uppgötvaði hvað fólst í kærleika Guðs þegar við lásum um dauða Aslans á steinborðinu í Narnía sögunum. 3. FRÍIN Sumarfríin og frídagarnir gáfu okkur tækifæri til að leggja hið daglega amstur tíl hliðar og beina athyglinni að fjölskyld- unni. Hvort sem fríin eru löng eða stutt og hvar sem þeirra er notið, þá eru þetta kjörin tilefni til þess að gera kristin- dóminn aðlaðandi. A meðal bestu frístunda okkar eru hjól- reiðaferðirnar eftir hádegi á hvíldar- dögum þegar við áðum til að spjalla saman um andleg og félagsleg mál. A meðal minninganna eru útilegurnar og snjósleðaferðirnar og blómaleiðangr- arnir og þegar við lentum í mýflugnaplág- unni. Hver minning kallar fram bros á vör eða hlýjar tilfinningar um yndislegar stundir á andlegu nótunum sem við áttum saman. 4. FRELSI Við uppgötvuðum að frelsið er einhver sú besta (og mest ógnvekjandi) gjöf sem við getum gefið börnunum okkar. En það frelsi sem við veitum þeim verður að 6 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.