Aðventfréttir - 01.04.1996, Síða 7

Aðventfréttir - 01.04.1996, Síða 7
endurspegla það frelsi sem Guð gefur okkur. Um þetta segir Pétur postuli: „Þér eruð fijálsir menn, hafið ekki frelsið að hjúp fyrir vonskuna, breytið heldur sem þjónar Guðs" lPt 2.16. Við getum kynnt Guð fyrir börnunum okkar sem kröfuharðan og geðstirðan öldung sem skerðir frelsi okkar, eða sem mildan Guð sem fyrirgefur brosandi er við lærum að setja frelsi okkar vissar skorður og beina því til óeigingjarnrar þjónustu. Þegar \ið erum spurð: „Hvað ætti ég að gera?" eða „Hvað má ég gera?" drögum við gjarnan upp þijár meginreglur sem koma í formi spurninga. 1. Mun það verða mér til góðs? 2. Mun það geta náð tökum á mér? 3. Mun það leiða til blessunar? Við höfum komist að raun um að þessar spurningar hafa sérstaklega reynst hjálplegar á fimm eftirfarandi sviðum: Hár og Ukami. „Þú hefur frelsi til að gera hvað sem er við líkama þinn svo fram- arlega sem það er ekki óafturkallanlegt. Þú mátt hafa langt eða stutt hár, litað og greitt eins og þú vilt, jafnvel snoða þig. Þetta er þitt hár og þú verður að vera sátt(ur) við það sem þú velur. Líkaminn er líka þinn eiginn, en þú mátt ekki stinga göt á hann né gera aðrar þær breytingar á honum sem verða varanleg- ar. Þótt þér þætti slíkt gott þessa stundina er alls ekki víst að þú viljir búa við það síðar." Föt. „Með klæðavali þínu segir þú hver þú ert og hvaða viðhorf þú hefur til líf- sins. Okkar einu reglur um fötin snúast um hreinlæti og hógværð. Þetta merkir að við þrösum dálítið um t.d. hvort þessi eða hin blússan sé viðeigandi og við viljum gjarnan að flíkurnar séu þvegnar fyrir næstu notkun. Að öðru leyti eru þetta þín föt, svo að þér er fijálst að velja." Tónlist. „Þar sem hver kynslóð lýsir til- finningum sínum á mismunandi hátt í tónlist, þá heyrast margvísleg hljóð og sum mjög villt! Við skulum því hlusta saman. A tónlist sem foreldrar okkar myndu líklegast aldrei hafa valið en tón- list sem segið þér eitthvað. En gerðu það svo fyrir mig að hlusta með okkur á sí- gilda tónlist og Andy Williams. Við skoðum saman hvað Kristur átti við þegar hann sagði að líkami okkar væri musteri Heilags anda. Við spjöllum um ljóðagerð og rytma, hljóðstyrk og tónlis- tarflytjendur og hvar sé viðeigandi eða óviðeigandi að flytja slíka tónlist. Guð gefur þér frelsi til þess að velja af gaumgæfni það sem þú matar huga þinn á. Hið sama á við um bækur, myndbönd og Alnetið. ,AHt sem er satt...göfugt, rétt og hreint..."" Framtíðin. „Þú ert frjáls til þess að verða það sem þú vilt sjálf(ur). Láttu þig drey- ma. Prófaðu jrig áfram. Lærðu af reynslunni. Veldu! Það er okkar hlutverk að hjálpa þér til að uppgötva þá mörgu hæfileika sem Guð hefur gefið þér og að beina þér á þær brautir þar sem þú getur best notið þeirra. Þú munt aldrei heyra okkur segja: „Það væri gaman ef þú yrðir hjúkrunarfræðingur eins og mamma þín." Vinir. „Veldu vini þína vel og komdu oft með þá heim. Við viljum að þeim líði eins vel hjá okkur eins og með þér. Frelsi. „Oft á dag veitir Guð þér gjöf per- sónulegs frelsis. En samfara því veitir hann líka fullvissu, uppörvun og fyrirgefningu. Þegar óvinurinn býður þér upp á ómótstæðilegar freistingar, býður Guð þér upp á aðlaðandi „undan- komuleiðir". Alveg eins og foreldrar þínir eru líka að reyna að gera." 5. KÆRLEIKUR Munið, foreldrar, að markmið okkar er að gera Krist og persónulegt samband við hann ómótstæðilegt. Þetta þýðir að kær- leiki Krists á að einkenna samskipti okkar við börnin. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá finna börnin skýrustu myndina af Guði í okkur sjálfum. Páll postuli segir í 2Kor 5.20 að við séum „erindrekar Krists, eins og það væri Guð sem áminnti, þegar vér áminnum." Hvílík ógnvekjandi forréttindi! Kœrleikur er krejjandí. Hann ætlast til þess að foreldrar mætir á skólasýningar og íþróttakappleiki. Kœrleikur er heyrnarlaus. Hann sýnir stolt og hrósar eftir íiðlutónleika. Kœrleikur er blindur. Hann þakkar ákaft fyrir brennifórnirnar senr börnin færa þér á sunnudagsmorgnum. Kœrleikur er þögull. Sérstaklega á meðan táningurinn lærir að aka. Kærliekur er margorður. Hann minnir stöðugt á tilveru sína. Kœrleikur er hlýr. Hann kemur umvafinn örmum aðdáunarinnar. Kærleikur er græðandi. Líka þegar skrám- urnar orsakast af óhlýðni. Kcerleikur er einlægur. Hann elskar ein- faldlega af því að hann er kærleikur. Kœrleikur endursþeglar. Hann líkist mjög kærleika Guðs - klæddur holdi for- eldranna. 6. AGI Agi sem megnar að umbreyta lífi er gerður úr efniviði takmarkalauss kær- leika. Vissulega verður sumum á að reyna að hafa áhrif á hegðun með valds- mannlegu hrópi, eða alvarlegum fyrir- lestri, eða jafnvel rassskelli, en við getum aðeins haft jákvæð áhrif á lyndiseinkunn með kærleika. Með aga læra börnin að laðast að Kristi eins og lærisveinar Meistarans. Hann lagði meiri áherslu á að sýna „betri leiðina" en að hegna fýrir ranga hegðun. AðventFréttir 7

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.