Aðventfréttir - 01.04.1996, Qupperneq 10
(fiiminy.
a/<
Jónheiður
Guðbrandsdóttir
Fœdd: 13. febrúar 1893
Dáin: 8. júlí 1996
Jónheiður Guðbrandsdótdr lést 8. júlí
s.l. á Dvalarheimili aldraðra, Hrafnistu, í
Reykjavík 103 ára að aldri. Hún fæddist
15. febrúar 1893 á Kelppjárnsreykjum í
Reykjadal í Borgarfirði. Faðir hennar var
Guðbrandur Guðmundsson bóndi á
Kleppjárnsreykjum og söðlasmiður og
móðir hennar var Guðrún Jónatansdóttir.
I systkinahópnum voru tveir drengir og
ein stúlka auk Jónheiðar sem var næst elst
og lifði systkini sín öll. fónheiður ólst upp
í föðurgarði en 15 ára að aldri fór hún í
kaupamennsku til Reykjavíkur og var þar
í vist. Nokkrum árum síðar fékk hún tæk-
ifæri til að læra fatasaum á Akranesi. Þar
kynndst Jónheiður Jóni Ásbirni Jónssyni
frá Bergi sem var sjómaður og felldu þau
hugi saman. Þau gifstust 16. nóvember
1913.
Fyrst um sinn bjuggu þau á Akranesi og
þar fæddist fyrsti sonur þeirra hjóna,
Holberg. Fjölskyldan fluttust síðar til
Reykjavíkur þar sem þeim fæddust tvíbur-
arnir Adolf og Reykdal og stúlkurnar
tvær, Ester og Kristrún. Arið 1933 flutdst
fjölskyldan frá Rcykjavík og dvaldist ýmist
fyrir norðan á Siglufirði, suður með sjó í
Sandgerði eða fyrir vestan á Hnífsdal allt
eftir aflabrögðum á erfiðum tímum. 1934
fluttust þau síðan til Vestmannaeyja þar
sem þau dvöldust í 14 ár. Um dvölina í
Vestmannaeyjum sagði Jónheiður að það
hefðu verið bestu árin hennar. Síðar flutt-
ust þau til Ytri-Narðvíkur og svo til
Reykjavíkur aftur þar sem þau bjuggu til
æviloka.
Mann sinn missti Jónheiður 18. júní
1956 en frá 1967 bjó hún hjá Kristrúnu,
yngstu dóttur sinni í Reykjavík í 15 ár þar
til hún flutdst á dvalarheimili aldraðra að
Hrafnistu 1982, þá nálægt því að vera
níræð.
Jónheiður var mjög trúuð kona og
ræktaði hún alla tíð samfélag sitt við
Drottin enda mótaði trúin líf hennar og
breytni. Hún treysd því að þrátt fyrir
erfiðleika og andstreymi og óöryggi sem
hún fékk að reyna í ríkum mæli sem sjó-
mannskona á Islandi á fyrri hluta |tessarar
aldar væri Guð með henni. Hún var sann-
ur Guðs vinur.
Jónheiður kynntist aðventboðskapnum
í Reykjavík og tók skírn hjá O.J. Olsen 10.
júní 1922 og fylgdi söfnuðinum allt til
æviloka af mikilli tryggð og trúmennsku.
Nú er hún sofnuð þessi góða og trúaða
kona. Hún hvílir í fullvissunni um að
mæta frelsara sínum á hinum mikla
upprisumorgni í fylgd með ástvinum
sínum sem var hennar lífsverk að leiða á
vegum Drottins og arfleifð hennar og
afrek eru okkur öllum blessun og hvatn-
ing. Trúsystkinin og söfnuðurinn kveður
mcð virðingu og vottar ástvinum samúð.
Utförin fór fram frá Aðventkirkjunni í
Reykjavík 16. júlí s.l. Undirritaður jarð-
setd.
Blessuð sé minnig hinnar látnu.
Eric Gubmundsson
Tómas Jónsson
Fœddur: 28. mars 1926
Dáinn: 9. júlí 1996
Tómas fæddist að Arnarstöðum,
Núpasveit, Presthólahreppi í Norður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Jón
Tómasson bóndi Arnarstöðum og Guð-
rún Antonía Jónsdótdr húsfreyja. Hann
var sjöundi í níu systkina hópi - systur
fimm, bræður fjórir. Þtjú þeirra eru enn á
lífi - þrjár systur og einn bróðir.
Tilskyldu barnanámi lauk Tómas í
heimahéraði, fór þaðan til Reykjavíkur
lagði fyrir sig bifvélavirkjanám við Iðn-
skóla Reykjavíkur og varð bifVélavirkjun
ævistarf hans. Hann gekk í Aðvent-
söfnuðinn 4. ntaí 1946.
Arið 1951 fór hann til Bandaríkjanna
og stundaði iðn sína þar upp frá því.
Þann 7. júlí 1958 gekk hann að eiga Carol
Lukas Jónsson. Þeirra fyrsta heimili var í
Takoma Park í Washington D.C. Þaðan
fiuttu þau til Andrews University í
Michigan en þar veitti Tómas forstöðu
viðgerðaverkstæði og bensínstöð háskól-
ans. Aftur fluttu þau búferlum og þá til
South Western College Sjöunda dags
aðvendsta í Keen í Texas. Þar veitti hann
einnig viðgerðaverkstæði og bensínstöð
skólans forstöðu.
Tómasi og Carol varð tveggja barna
auðið. Rebekka, gift Allan Zartman. Þau
eiga þrjú börn, Tómas, Kendra og
Chandra. David, kvæntur Rida Jónsson.
Þau hafa nú slitið samvistum. Þrír synir
þeirra eru: Da\ id, Michael og Christop-
her. Eiginkonu sína misstí Tómas árið
1979.
Tómas var hraustur að eðlisfari og
lengst af við góða líðan. Arið 1991 fékk
hann snert af hjartaslagi og var eftir það
að hálfu eftirlaunamaður. Vann hann upp
frá því við léttari störf sem húsvörður,
ræstinga- eftirlits- og viðgerðamaður
stórra veidngastofnana. A vinnustað
sunnudaginn 7. júlí s.l. fékk hann alvar-
legt heilablóðfall og lést þriðjudaginn
þann 9. sama mánaðar.
I heimaborg sinni, Keen í Texas var
hann jarðsettur þann 12. júlí s.l. Fjöldi
manna var við útförina og luku allir lofs-
orði á þennan Islending fyrir drengskap-
ar, verkmennsku og vinsemdar sakir.
Samkvæmt margteknu loforði jarðsettí
undirritaður og söng yfir honum, útför
með íslensku sniði í Texas og féll mönn-
um vel í geð.
Hér er góður drengur genginn og
kvaddur. Astvinirnir þakka öllum sem
sýndu honum vinsemd og létu gott orð til
hans liggja. Eg bið Guð að hefja þau öll
yfir sláandi harm og trega í fullvissunni
um sæla endurfundi á hinni Nýju jörð.
Blessuð sé minning Tómasar bróður
míns.
Jón Hjörleifur Jónsson
Daníel Guðni
Guðmundsson
Fæddur: 14. nóvember 1925
Dáinn: 19. júlí 1996
Daníel Guðni Guðmundsson lést þ. 19.
júlí s.l. í Borgarspítalanum en hann fædd-
ist 14. nóvember 1925 í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur
Einarsson frá Nýlendu í Garði og Sigríður
Guðmundsdóttir ættuð úr Borgarfirði. I
systkinahópnum voru 12 börn, 6 drengir
og 6 stúlkur, þar af eru 5 ládn. Daníel var
sá tíundi í röðinni.
Fyrstu ár ætinnar ólst Daníel upp í
Hafnarfirði, en 10 ára að aldri flutdst
hann með fjölskildu sinni austur í
Hveragerði þar sem þau bjuggu um tíma.
Síðar hófu þau búskap og árið 1942 sett-
10
AðventFréttir