Aðventfréttir - 01.04.1996, Qupperneq 11
ust þau að lokum að á Hólum í Bisk-
upstungum.
Daníel yfirgaf foreldrahúsin og fór til
Vestmannacyja til að leita sér atvinnu.
Hér kynntist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni Mörtu Hjartardóttur. Þau giftu sig í
desember 1946 og bjuggu í
Vestmannaeyjum fram til ársins 1973
þegar gos varð í Heimaey, að undanskildu
fyrsta hjúskaparárinu þegar þau bjuggu í
Kópavogi. Þau settust að í Þorlákshöfn
eftir að þau fluttust frá Eyjum en fluttu til
Reykjavíkur 1980 og bjuggu þar síðan.
1 Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn
starfaði Daníel sem vörubílastjóri. En
ávallt stundaði hann einnig búskap sem
var alla tíð mikið áhugamál hans. Hann
rak meðal annars stórt kúabú í Eyjum,
Dalabúið, um tíma með vini sínum
Magnúsi Magnússyni. Þá rak hann
hænsnabú og kindur áttí hann alla tíð. I
Reykjavík starfaði Daníel við innheimtu-
störf og var matsmaður hjá trygginga-
félaginu Abyrgð.
Þeim Daníel og Mörtu varð fimm barna
auðið. Þau eru Hafdís, Guðbjartur,
Guðmundur Bjarni, Daníel Guðni og
yngstur er Hjörtur Kristján.
Arið 1945 þ. 9. febrúar tók Daníel
skírn í söfnuð Sjöunda dags aðventista
hjá O.J.Olsen. 1947 gekk Marta konan
hans einnig í þennan söfnuð og fylgdu
þau söfnuðinum trúfastlega upp frá því.
Daníel, eða Dalli eins og hann var ávallt
kallaður, var mikill og sterkur persónu-
leiki, mikill elju og atorkumaður. Hann
unni því að vera innan um fólk og skapaði
sér traust vina sinna og til hans var leitað
um ráð og aðstoð og ráðum hans treyst og
þeim fylgt. Hann var djarfur og áræðinn í
framkvæmdum og afar verklaginn eins og
þeir bræður allir. En sérstaklega lá það
honum á hjarta að sinna þeim og rétta
þeim hjálparhönd sem minna máttu sín.
Börnin minnast föður síns sem
ákveðnum en afar kærleiksríkum föður
sem, þráttfyrir miklavinnu og annríki, lét
sér afar annt um alla hagi þeirra og þráði
að rétta þeim hjálparhönd.
Þau hjónin voru einstaklega samrýmd
og unnu ávallt náið saman og saman fóru
þau nær allra ferða sinna. Nú er hann
sofnaður og líf hans falið frelsaranum, og
nú bíður hann upprisunnar að ástkær
frelsari hans kalli hann fram úr gröfinni
og bjóði honum, svo og öllum sem vænta
komu hans, inn til dýrðar sinnar.
Söfnuðurinn kveður og vottar ásvinum
innilega samúð. Utförin fór fram frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík 26. júlí s.l. við
fjölmenni. Undirritaður jarðsettí.
Blessuð sé minning hins látna.
Eric Guðmundsson
Kristjana
Steinþórsdóttir
Fœdd: 11. desember 1900
Dáin: 5. október 1996
Kristjana Steinþórsdóttir lést þann 5.
október s.l. að dvalar- og hjúkrunarheim-
ilinu Kumbaravogi. Hún fæddist á Þverá í
Ólafsfirði þ. 11. desember 1900. Hún var
elst 5 barna þeirra hjónanna Steinþórs
Þorsteinssonar bónda og sjómanns frá
Vík í Héðinsfirði og Kristjönu Jónsdóttur,
húsfreyju.
Þegar Kristjana var barn að aldri fluttist
fjölskyldan til Héðinsfjarðar og bjó í Vík.
Hún var einungis 11 ára að aldri þegar
móðir hennar dó og varð hún þá, með
hjálp nágranna að sjá um heimilið. Faðir
hennar giftist aftur og þá fór Kristjana til
hjónanna Magneu Rögnvaldsóttur og
Jóns Þorkelssonar í Ólafsfirði og þar
dvaldi hún til 18 ára aldurs. Þá fór hún til
Siglufjarðar og stundaði fiskvinnslustörf,
síldarvinnu og húshjálp.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst
Kristjönu að hefja hjúkrunarnám í
Reykjavík en alvarleg veikindi hömluðu
henni. Þetta tímabil starfaði hún á
ýmsum sjúkrahúsum: Vífilstöðum,
Kleppsspítalanum og sjúkrahúsinu á
Isafirði og árið 1927 útskrifaðist hún sem
héraðshjúkrunarkona. Hún átti þá ekki
annað eftir en lokaáfanga hjúkrunar-
námsins í Danmörku, en það varð þó
aldrei hlutskipti hennar að ná þeim á-
fanga. Eftir þetta stundaði Krirstjana
heimahjúkrunarstörf bæði í Reykjavík og
á Siglufirði.
Ung kynntist Kristjana boðskap
aðventsafnaðarins og 24 ára gekk hún í
söfnuðinn og upp frá því átti safn-
aðarstarfið afar ríkann þátt í lífi hennar.
Svo kom að hún tók upp launuð störf
fyrir söfnuðinn á skrifstofu safnaðarins
sem hún sinnti í um áratug.
1952 giftist Kristjana Sigfúsi Hall-
grímssyni, kennara og presti hjá
aðventsöfnuðinum en Sigfús lést 13.
október 1991. Þau stofnuðu fyrst heimili
sitt í Reykjavík en það varð hlutskipti
þeirra að búa mjög víða á landinu þar
sem staf Sigfúsar kallaði á þjónustu hans.
Þau voru í Vestmannaeyjum, Hlíðar-
dalsskóla í Ölfusi, fyrir austan á
Fáskúðsfirði og Eskifirði, fyrir norðan á
Akureyri, Dalvík, Siglufirði og Skaga-
strönd. Alls staðar vann Kristjana með
manni sínum og studdi hann í starfi með
góðvild sinni í garð allra og mikilli strafs-
orku sinni. Þau voru reiðubúin að búa og
starfa við erfið kjör að því málefni sem var
þeim kærast. Aftur og aftur létu j)au
hjónin safnaðarstarfið og hag trúsystkina
ganga fýrir persónulegum hagsmunum.
1975 fiuttust þau hjónin að Kumb-
aravogi, Stokkseyri. Fimm árum síðar
hurfu þau aftur til Reykjavíkur en íluttust
svo aftur til Kumbaravogs 1984 fyrir fullt
og allt og bjuggu þar til æviloka. Kristjönu
varð ekki barna auðið sjálfri en átti
stjúpdóttur, Önnu, dóttur Sigfúsar og
fýrri konu hans Kristínar Sigurðardóttur
sem lést 1949. Anna er gift Svein Johan-
sen frá Noregi, presti hjá aðvent-
söfnuðinum. Kristjana naut einnig syst-
kinabarna sinna og fjölskyldna þeirra.
Sérstakt samband var milli hennar og syst-
urdóttur hennar og nöfnu sem var henni
sem ástríkasta dóttir. Ekki hvað minnst
munaði um þetta síðustu árin þegar ellin
færðist yfir og Kristjana var orðin ein.
Nú er hún sofnuð, þessi góða og trúaða
kona og líf hennar falið frelsaranum.
Trúsystkini hennar og söfnuðurinn
kveður og þakkar kærleiksríkt líf og dygga
[rjónustu og vottar ástvinum samúð.
Utförin fór fram frá Aðventkirkjunni 15.
október s.l. Undirritaður jarðsetti.
Blessuð sé minning hinnar látnu.
Eric Guðmundsson
Þakkir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð, vináttu og hlýju við andlát og
greftrun Kiistjönu Steinþórsdóttur.
Sérstakar þakkir vil ég færa Eric
Guðmundssyni, Jóni Hj. Jónssyni,
Krystynu Cortes og kór Aðvent-
kirkjunnar fýrir tilstuðlan þeirra við
að gera útförina hátíðlega og fagra.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Johansen.
AðventFréttir
11