Aðventfréttir - 01.02.1999, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.02.1999, Blaðsíða 8
Útivera á hvíldardeginum. astarf Kristur. Við fengum mismunandi gesti hvert kvöld annars vegar til að tala við okkur og hinsvegar til að flytja okkur tónlist. Oli, Kristinn, Jóhann, Siggi og Stína leiddu okkur í söng. Það var mikið spjallað þessa vikuna, allir fengu tæki- færi til að tjá sig bæði í söng og tali. Bænin skipaði einnig stóran sess á þcss- um kvöldum. Við lærðum að tala við Guð á ýmsa vegu og við lærðum líka að hann svarar bænum okkar. Hvíldardag- inn 27. mars var svo samkoman í Hafn- arfirði í höndum bama og unglinganna þar og á eftir var sameiginleg máltíð. Þessi frábæra vika endaði með smá hófi Æskulýðsstarf er eitt af því mik- ilvægasta sem söfnuðurinn vinnur. A unglingsárunum er einstaklingurinn að mótast og byrja að taka sínar eigin ákvarðanir það er yfir- leitt á þeim árum sem hann tekur ákvörðun um það hvort hann vilji fylgja Kristi eða ekki. Við þurfum að leiða unglingana og styðja og hjálpa þeim að sjá kærleika Krists, þau þurfa að vita að þau skipta okkur máli og þau skipta Guð máli. Æskulýðsvika er ein þeirra leiða sem við notum til að leiða unga fólkið nær Guði. I ár var æskulýðsvikan eins og svo oft áður í mars nánar tiltekið 21. - 27. mars. Hún hófst á því að unglinga- deild Reykjavíkursafnaðar sá um guð- þjónustuna í sinni kirkju hvíldardaginn 20. mars. Allir tóku þátt að einhverju leiti. Mánudagskvöld var svo fyrsta kvöld- samkoman en samkomur voru svo á hverju kvöldi út vikuna. Efnin sem tek- in voru fyrir voru: Vinátta, Hvað er mikilvægast? Guð Það var lílca spjallað saman inni. Frode og Jón sváfu úti. hver er ég? á laugardagskvöldið eftir sólarlag. faðir, Jesú Það var okkur sem skipulögðum þessa viku sönn ánægja að fá tækifæri til að starfa með svona frábæru ungu fólki. Heiðmörk: Við vorum öll sannfærð um það að eitthvað yrði að koma í kjöl- far svona frábærrar viku. Mánuði seinna eða þann 24- apríl var öllum boðið í æv- intýraferð í Heiðmörk. Við erum svo lánsöm að hafa norðmann í hópnum því þá gátum við fengið afnot af Norskahús- inu í Heiðmörk. Upp úr klukkan 3 var fólk farið að týnast á staðinn með svefn- poka og tilheyrandi. Við vorum einnig svo lánsöm að fá Björgvin til að hefja þessa stuttu helgarferð. Hann hafði nokkur lokaorð til þeirra sem höfðu ákveðið að taka skírn viku seinna eða þann 1. maí, við sungum saman og svo var farið út í náttúruna. Margrét, Brenda og Laila sáu um mat handa öll- 8 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.