Aðventfréttir - 01.03.2009, Blaðsíða 18
v Heilsuhorniðv
EINFALDAR LÆKNINGAAÐFERÐIR
Læknisráð frá 19. öld
Þegar Ellen White bjó í Ástralíu á
nítjándu öld bjó hjá henni hjúkrunar-
fræðingur sem hét Sara. Þar sem ekkert
sjúkrahús var í nágrenninu, leit Sara til
með nágrönnunum líka. Einu sinni
þegar hún kom til Willie, sem var 9
ára, var hann með mikinn hita og grát-
bólgin augu. Frænka Willie sagði Söru
frá því að hann hefði stígið á glerbrot
og skorið sig inn að beini. Mamma
hans hefði síðan sett svínafitu á sárið
og bundið utan um, en það gerði bara
illt verra.
Pabbi hans fór langa leið með hann til
læknis sem hreinsaði sárið og gaf
honum lyf. Læknirinn sagði honum að
leggja heita bakstra á sárið á nokkurra
tíma fresti. I bakstrana átti hann að
nota brauð bleytt í kaldri mjólk. Fjöl-
skyldan vissi ekki alveg hvernig átti að
búa til þessa bakstra en þau gerðu eins
vel og þau gátu. Það hjálpaði ekkert og
þau voru hrædd um að læknirinn
myndi ákveða að taka fótinn af til að
hjálpa Willie.
„Þetta er alvarleg blóðeitrun,“ sagði
Sara. Hún setti vel heitan mjúkan
bakstur á sárið og síðan kaldan bakstur.
Þetta gerði hún nokkrum sinnum, heitan
og kaldan bakstur til skiptis. Eftir það
vafði hún sárið inn í öðruvísi bakstur,
nú með viðarkolum. Þetta gerði hún allt
til þess að draga sýkinguna út úr sárinu,
ná hitanum niður og að örva heilbrigðu
blóðkornin. Þetta gerði hún nokkrum
sinnum á dag. Svo kom að því aö þegar
hún fjarlægði viðarkolabaksturinn þá sá
hún glerbrot á stærð við hveitikorn sitja
ofan á sárinu. Glerbrotið hafði verið
grafið djúpt í fótinn og hafði valdið
þessari sýkingu.
Sárið byrjaði að gróa og Sara fækkaði
meðferðunum smám saman. Eftir tíu
daga gat Willie sagt nágrönnum sínum
frá því hvernig heitir og kaldir bakstrar
og viðarkol hefðu læknað hann.
DREKKIÐ VATN Á
FASTANDI MAGA
Vatn líkamans er um 70% af
líkamsþunganum að meðaltali og
gegnir margvíslegum hlutverkum sem
gerir það lífsnauðsynlegt. Meðal hlut-
verka vatns í líkamanum er að flytja
úrgangsefni, sem verða til í efna-
skiptum, með þvagi úr líkamanum.
Einnig tapast vatn sem gufa frá
lungum, frá húð sem sviti og með
hægðum. Daglegt heildarvatnstap eftir
þessum leiðum er að meðaltali um 2 -
2,5 lítrar á dag.
Könnun frá Japan.
Mikil vatnsdrykkja hefur læknandi
áhrif á marga sjúkdóma samkvæmt
japanskri könnun. Ef fylgt er eftir-
farandi ráðum gætu leiðigjarnir kvillar,
eins og höfuðverkur, magakveisa, hár
blóóþrýstingur, astmi, og hægðatru-
flanir svo eitthvað sé nefnt, látið sig
hverfa.
1. Áður en þú bustar tennurnar á
morgnanna, drekktu 4 (160ml.) glös af
vatni.
2. Burstaðu tennurnar, en ekki borða né
drekka neitt í 45 mínútur.
3. Eftir 45 mínútur getur þú borðað
morgunmat eins og venjulega.
4. Ekki borða neitt í 2 klukkutíma eftir
hverja máltíð.
5. Ef einhverjir eiga erfitt með að
drekka 4 glös af vatni í einu, er best að
byrja á einu glasi og síðan bæta aðeins
við þangað til 4 glösum er náð.
6. Ef þessi aðferð er notuð reglulega í 2
- 3 mánuði, þá ætti árangurinn að vera
komin í Ijós.
Þegar þvagið er orðið daufgult, þá erum
við að drekka nægilega mikið af vatni.
Vanalega merkir það 8 glös á dag. Þor-
stinn er ekki áreiðanlegur mælikvarði á
vatnsþörf líkamans.
Þessi meðferð hefur engar auka-
verkanir, nema fleiri ferðir á salernið!
• Ef sjúklingar voru með mikinn
hita máttu þeir ekki drekka
vatn!
• Fólk taldi almennt að það
myndi deyja ef það borðaði
ekki nógu mikið af kjöti!
• Það var ekki talið gott að fara í
bað því loft ætti ekki að koma
að líkamanum. Margt eldra
fólk fór ekki í bað allan
veturinn!
• Læknar ráðlögðu oft fólki með
hósta að reykja!
• Ferskt loft, sérstaklega að
nóttu til, var óhollt!
• Bömum var stundum gefið
striknín sem er eitraður vökvi!
Ekki mjög góð ráð!
Sumir halda að te og kaffl geti komið í
staðinn fyrir vatn, því uppistaðan er jú
vatn, en það er alrangt. Báðir þessir
drykkir, ásamt gosi, innihalda yfírleitt
koffín sem er þvagörvandi og veldur
vökvatapi. Það getur einnig hækkað
blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfltu, og
það örvar taugakerfið. Næstum allir
drykkir innihalda gervisætuefni sem
geta ert magann og íþyngt nýrum eða
lifur.
Er ekki upplagt fyrir
okkur Islendinga að
drekka eins mikið
vatn og við mögulega
getum? Það er nú
einu sinni mjög ferskt
og gott vatnið hér á
landi. Svo miklu betra
en í flestum löndum,
og ókeypis í þokkabót á tímum
efnahagsþrenginga!
Jóhanna A. Jóhannsdóttir tók saman.
Byrjum daginn með 4 vatnsglösum!
□ AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009