Aðventfréttir - 01.03.2009, Blaðsíða 13
komast til skila án þess að hafa frimerki
og heimilisfang. Og núna var búið að
taka pokann! Ég flýtti mér heim með
matvörurnar svo að ég gæti undirbúið
hvíldardagsmáltíðina. Þegar ég keyrði
heim innkeyrsluna tók ég eftir því að í
farþegasætinu lá bréf sem ég hafði
lofað að fara með í póstinn. Það inni-
hélt ávísun fyrir mánaðarlega greiðslu
af húsláninu og henni mátti alls ekki
seinka! Ég snéri við og hélt aftur af
stað i bæinn. Fyrir framan pósthúsið
gleymdi ég að setja bílinn í gír þegar ég
lagði honum. Hann rann aftur á bak og
lenti á vörubíl. Það tók tíma að skiptast
á nöfnum, símanúmerum og bíln-
úmerum. Þegar öllu þessu var lokið var
þegar komið sólarlag.
Heima gafst ég upp á þvl að reyna að
undirbúa kvöldmáltíðina og fór að bæta
við á eldinn og reyna að ná áttum. Ég
setti viðarofninn á hæstu stillingu og
opnaði lokið til að setja viðinn í ofninn.
Á sömu stundu skaust út blossandi
eldslogi sem sveið augabrýrnar minar
og augnhárin og brenndi mig lltils háttar
í andlitinu. Ég skellti lokinu aftur og
rauk til að skvetta köldu vatni á andlitið
mitt.
Að lokum settist ég niður í ruggustólinn
minn og skrifaði í bænadagbókina
mína: „Þvílík klúður, Drottinn! Ég hef að
minnsta kosti framið fjögur heimskupör í
dag. Hefðu hlutirnir verið öðruvisi ef ég
hefði gefið mér tíma í morgun til að eiga
stund með þér? Trúlega. Mér þykir
það leitt. Viltu fyrirgefa mér?“ „Nei, ég
held ekki að þú hafir verið að refsa mér.
Þú leyfðir bara hlutunum að hafa sinn
gang. Ég framdi öll þessi heimskupör
af því að ég var að reyna að vera ofur-
kona í mínum eigin mætti."
„Ef ég hefði einungis tekið mér tlma
með þér 1 morgun, þá hefði ég haft þá
geðró sem ég þurfti til að forgangsraða
hlutunum og eyða deginum í dag á
skynsamlegan hátt.“ „Hlutirnir hefðu
einnig getað hafa farið mun verr. Þakka
þér fyrir að hlífa mér, fyrir að vera með
mér jafnvel þótt ég bæði þig ekki um
það, og fyrir að þjást með mér í öllum
mínum heimskupörum." Á þessari
stundu sem ég hafði svo mikla óbeit á
sjálfri mér, fékk ég „blómvönd" frá Jesú.
Mér fannst sem ég heyrði hann hvisla til
mín umorðun á textanum I He-
breabréfinu 13.5: „Ég mun ekki sleppa
af þér hendinni né yfirgefa þig, Dorothy,
jafnvel ekki á dögum sem þessum
þegar þú rýkur hugsunarlaust út í
erfiðleikana án þess að hafa mig með
þér.“ Þessi blómvöndur orða hans full-
vissaði mig um það að hann elskar mig
þrátt fyrir heimskupör mín og hirðuleysi.
Hvílíkur vinur er Guð(l), að geta sent
mér þessi kærleiksskilaboð á stundu
sem þessari(!), hugsaði ég með mér.
Hugmyndin að blómavend-
inum
Það var vinkona min, lone Richardson,
sem gaf mér hugmyndina að því að
kalla þessi skilaboð frá Guði
„blómvendi", þ.e. persónuleg skilaboð
Guðs til mín umorðuð til að falla að
kringumstæðum minum. Hún er
höfundurinn að morgunvökubók sem
heitir Bouquets, With Love, Jesus.
Bókin inniheldur hundrað ritningarvers
sem lone hefur valið ásamt umorðun á
versunum skrifuð af henni sjálfri á
kyrrðarstundu með Guði. Síðan getur
hver einstaklingur skrifað niður sína
eigin umorðun sem á við um hans
reynslu og aðstæður, ásamt eigin
þakkarbæn eða skuldbindingu sem við-
bragð við blómvendinum. Þessir þrír
blómvendir sem ég hef nefnt hér á
undan passa inn í þetta form: Ritningin,
mín eigin umorðun, reynslan mín, og
bæn mín. Ég ætla að deila með ykkur
einum „blómvendi" í viðbót, ásamt fyrir-
sögnum, til að sýna ykkur hvað það er í
raun auðvelt að finna „blómavendi" í
leiðangrinum um Bænalandið.
Ávaxtavöndur
Ritningin: En ávöxtur andans er:
Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska,
góðvild, trúmennska, hógværð og
bindindi. (Galatabréfið 5.22-23)
Umorðunin mín: Ávöxtur andans
þroskast ekki á einni nóttu. Á sama hátt
og ávextir hafa sinn árstíma til að
þroskast og vaxa, þá þarf sálin einnig
sinn tíma. Dorothy, ef þú bara lætur
veturinn líða og leyfir garðklippunum að
klippa þig til, þá mun vorið koma ásamt
nýju lífi. Ef þú ert þolinmóð, þá munu
ávextir gleði og friðar aftur birtast í lífi
þínu.
Reynslan mín: Ákveðinn einstaklingur
hafði gagnrýnt mig harðlega. Ég
skrifaði í bænadagbókina mína: „Mér
líður núna eins og ávaxtatré sem ber
engan ávöxt. Tré sem hefur engan
safa. Ég er þurr, stökk og köld, slegin
svipuhöggum af vetrarvindum gangrýni
og aðfinnslusemi. Mér finnst allt í einu
að ég sé dragbítur á Ron og starfinu,
einskis virði og gagnslaus. Ég er særð,
með tárin í augunum, uppgefin. En
þetta vers veitir mér örlitla von. Ef
veturinn kemur, getur þá nokkuð vorið
verið langt undan?"
Bænin mín: „Drottinn, þakka þér fyrir
vonina sem þú hefur gefið mér og
loforðið um að vorið komi. Ég bið þig
um að hjálpa mér að lifa af vetrar-
vindana og þann sársauka sem
garðklippurnar valda. Viltu gefa mér
kærleika til einstaklingsins sem hefur
gagnrýnt mig. Viltu hjálpa okkur að
verða vinir.“ Frá þeim degi sem ég fékk
þennan „blómvönd" frá Jesú, fannst
mér ég aftur einhvers virði, ég var
elskuð og dýrmæt I augum Jesú, þrátt
fyrir mistökin sem ég hafði gert.
Prófaðu sjálf(ur);
1. Taktu autt blað og skiptu því í fjóra
lárétta hluta. Skrifaðu fyrirsögn efst f
hvern hluta: Ritningin, Umorðunin
mín, Reynslan mln, Bænin min.
2. Veldu biblíuvers sem þér finnst
innihalda sérstök skilaboð til þín á
þessu tímabili I þlnu lífi. Ef þér dettur
ekkert vers í hug, lestu þá Davíössál-
mana þar til þú finnur vers sem talar til
þín.
3. Ef þú hefur tök á, lestu þá versið í
mismunandi útgáfum, t.d. á mis-
munandi tungumálum og veldu það
sem talar best til þln.
4. Skrifaðu versið inn I efsta lárétta
hlutann (Ritningin).
5. Skrifaöu þína eigin umorðun á
versinu. Skrifaðu niður allt það sem
þér finnst þetta vers vera að segja þér
um kringumstæðurnar í þínu lífi.
Bættu nafninu þínu inn í umorðunina
ef þér finnst það muni hjálpa þér að
gera versið persónulegra. ímyndaðu
þér að þetta sé það sem Jesú sé að
segja þér.
6. Skrifaöu þvinæst þína persónulegu
reynslu sem tengist ritningarversinu,
eða skrifaðu niður hvað þú vilt gera
öðruvlsi I tengslum við það sem
versið er að segja þér.
7. Hafðu að lokum bænastund þar
sem þú lofar og þakkar Drottni, og
biður hann um hjálp og leiðbeiningu
varðandi þína persónulegu reynslu.
8. Strikaðu undir „blómvendina" þína I
Biblíunni með rauðu. Settu einnig
dagsetninguna þar við. Þegar þú ert
niðurdregin(n) skaltu blaða í gegnum
Biblluna þína og finna „blómvendina".
Sandra Mar Huldudóttir þýddi
AÐVENTFRÉTTIR • MARS 2009