Tölvumál - 01.11.1982, Side 11

Tölvumál - 01.11.1982, Side 11
11 TÖLVUNEFND MINNIR A TILVERU SÍNA OG SKRÁNINGARLAGANNA Tölvunefnd hefur að undanförnu birt auglýsingu í dagblöðuin, þar sem vakin er athygli á ákvæði í lögum um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni. Samkvæmt lögunum, segir i auglýsingunni, er öllum þeim, sem annast tölvuþjónustu fyrir aðra, óheimilt að varðveita eða vinna úr upplýsingum um einkamálefni, sem falla undir tiltekin sérákvæði laganna, nema að fengnu starfsleyfi Tölvunefndar. Þeir, sem hafa með tölvuþjónustu í einhverri mynd að gera, þurfa að kynna sér þessi ákvæói skráningarlaganna og hlutverk Tölvunefndar i þvi sambandi. PRÓFESSOR í TÖLVUNARFRÆÐI í fjárlögum fyrir árið 1982 var gert ráð fyrir stofnun pró- fessorembættis i tölvunarfræði við Háskóla Islands og 1. sept- ember siðastliðinn var dr. Oddur Benediktsson skipaður fyrsti prófessorinn i nefndum fræðum. Stofnun embættis prófessors i tölvunarfræói hefur verið á döfinni i nokkurn tima og hefur Skýrslutæknifélagið hvatt til að úr yrði og bent á að stofnun sliks embættis væri ein af mörgum forsendum þess að Islendingum takist að ná tökum á tölvutækninni og þeim kostum, sem henni geta fylgt, ef vel tekst til. Dr. Odd Benediktsson, prófessor, þarf vart að kynna félags- mönnum. Oddur hefur lengi tekið virkan þátt i störfum Skýrslu- tæknifélagsins. Hann sat i stjórn félagsins 1975-1979 og var formaður 1977-1979. Jón Þór Þórhallsson.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.