Vísbending


Vísbending - 02.11.2009, Síða 4

Vísbending - 02.11.2009, Síða 4
VíSBENDING Spáð í efnahagslífið Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík svarar spurningum Vísbendingar. 1. Hefur hugmyndafrœði kapítalismans og markaðshagkerfisins heðið afhroð? Ég tel að hugmyndafræði markaðs- hagkerfisins hafi orðið fyrir hnekki en engan veginn beðið afhroð. Síðustu árin hafði skapast ofurtrú á markaðshagkerfinu, en nýlega vorum við óþyrmilega minnt á að kerfið er ekki óskeikult. Ósýnilega höndin virkar alls ekki eins vel og við töldum og kerfið þarfnast mun meira aðhalds og eftirlits. Við áföll er alltaf tilhneiging til að fara út í gagnstæðar öfgar, en nú eins og áður verðum við að forðast slíkt. Við þurfum að staldra við og kanna hvað það var sem brást og kanna hvað við getum gert til að taka á vandanum og læra af reynslunni. Markaðshagkerfið hefur ýmislegt til síns ágætis, en bara ekki jafnmikið og almenningur trúði fyrir rúmlega ári síðan. 2. Er eftirsóknarvert að taka upp alþjóðlega mynt eins og evru eða dollar? Islenska krónan hefur misst trúverðug- leika sem alþjóðleg mynt og er hún nú háð miklum höftum. Ég sé ekki fram á að krónan nái aftur þeim trúverðugleika að hún verði aftur gjaldgengur gjaldmiðill á alþjóðlegum markaði. Bent hefur verið á að krónan komi til með að hjálpa okkur að komast út úr kreppunni og sú ábending er réttmæt. En ekki má gleyma því að krónan hjálpaði til við að koma okkur í þann vanda sem við erum nú í. Undanfarin ár hefur efnahagsumhverfið verið mjög óstöðugt. Ef við tækjum upp mynt sem hefði víðtæka útbreiðslu yrði hagvöxtur stöðugri, upptakturinn yrði væntanlega hægari, en á móti kemur að niðursveiflurnar yrðu minni. Ég sé aðeins einn valkost ef við skiptum um gjaldmiðil og það er evran, en því fylgir aðild að Evrópusambandinu. Helmingur viðskipta okkar er í evrum og því myndi við upptöku evrunnar hverfa gjaldeyrisáhætta af helmingi okkar viðskipta. Það eitt og sér skilar okkur talsverðum ábata. 3. Er rétt að halda áfram samstarfmu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Eftir hrun bankakerflsins stóðu engar dyr opnar á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Katrín Ólafidóttir. evran. Ég sé aðeins einn valkost ef við skiptum um gjaldmiðil og það er Eina leiðin sem okkur var fær var að leita samstarfs við AGS. Samstarfið veitir okkur ákveðinn stimpil gagnvart öðrum þjóðum og var því skilyrði fyrir lánveitingu annarra. Við eigum tvímælalaust að halda því samstarfi áfram þar til við höfum aflað okkur trausts á ný á alþjóðlegum mörkuðum, en það mun taka tíma. Einhverjir telja að erfitt sé að uppfylla skilyrði AGS. I því sambandi vil ég benda á að við þurfum hvort eð er að taka á flestu af því sem AGS fer fram á. Það er til dæmis nauðsynlegt að ná tökum á hallanum á ríkissjóði til að koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun ríkissjóðs. 4. Eru malikvarðar um hagvóxt úreltir eða er nafnið e.t.v. rangt. A hagvöxtur eitthvað skylt við hagsæld? Að mínu mati er mælikvarðinn hagvöxtur góður og gildur en hann nær þó skammt. Ég held að hagfræðingar hafi góðan skilning á því hvað hagvöxtur mælir og hvað ekki. En í umræðunni hefur hagvexti verið gefið mun meira gildi en hann á skilið og satt að segja gefur orðið meira í skyn en æskilegt er. I pólitískri umræðu hafa menn oft einblínt á hagvöxt og talið að það sé alltaf gott að hann sé sem mestur, en það er alrangt. Með hagvexti er ætlunin að mæla aukningu þeirra verðmæta sem verða til í þjóðarbúskapnum á ákveðnum tíma, en mælingin er að mörgu leyti gölluð. Þá mælir hagvöxtur alls ekki velferð þeirra einstaklinga sem við þennan hagvöxt búa. Þá má auðveldlega setja upp dæmi þar sem minni hagvöxtur eykur hamingju og hagsæld. Hagvöxtur er að mörgu leyti ágætur mælikvarði á stöðu efnahagslífsins, en samtímis þarf alltaf að skoða aðra hagvísa. Q Aörir sálmar Forystumenn eiga aö vísa veginn Engir stjórnmálamenn fá annað eins tækifæri til þess að setja mark sitt á söguna og þeir sem veljast til forystu á örlagatímum. Þá reynir á forystuhæfileikana. Það er fróðlegt að rifja upp þanka tveggja leiðtoga í Sjálfstæðisflokknum um stjórnmálaforingja. Ólafur Thors var lengur formaður í Sjálfstæðisflokknum en nokkur annar, tuttugu og sjö ár eða um þriðjung af þeim áttatíu árum sem liðin eru frá því að flokkurinn var stofnaður. Hann sagði í samtali við danska blaðakonu: „Starf stjórnmálamannsins er fólgið í því að rétta fólki hjálparhönd og sjá um að duglegu fólki sé veitt tækifæri. ... Góður stjórnmálamaður á að ... taka sannleikann fram yfir lygina. Hann á að vera hugrakkur, vinnusamur og hafa hjartað á réttum stað. Og ... helst ekki allt of heimskur. Hann verður að vita, að enginn vex af því að sitja í stól - heldur af því að vinna starf sitt. Og svo eigum við stjórnmálamennirnir - eins og englarnir - auðvitað sífellt að biðja fyrir syndugum - stjórnarandstöðunni - og leiða hana á rétta braut.“ Geir Hallgrímsson var einn merkasti stjórnmálamaður 20. aldar, heiðarlegur hugsjónamaður sem laus var við allan refshátt. Hann sagði ungur í bréfi til félaga síns: „[Ajllt ber þetta að sama brunni, sá sem lofar mestu, fær mest fylgi, en auðvitað er það leiðin til glötunar. Stjórnmálamenn og flokkar verða að hafa hugrekki og dug til þess að segja þjóðinni að ekki sé allt hægt í einu og leiða henni fyrir sjónir að kröfupólitík sé ekki heillavænleg til lengdar. Ef stjórnmálaflokkur heima eða annars staðar hefur slíkt hugrekki mun hann áreiðanlega vinna þegar til lengdar lætur. Þótt segja megi að íslenska þjóðin hafi ekki viljað lækka dýrtíðina eða gera ráðstafanir í þá átt, þá má líka segja að forysta flokkanna hafi ekki vísað veginn, eins og þó er þeirra skylda og síðan að standa og falla með því.“ Það er athylgisvert að báðir leggja þeir áherslu á heiðarleika. Ólafur er gamansamur en Geir alvarlegri. Grunnurinn er þó sá sami: Heiðarleiki og hugrekki eru tekin fram yfir skrum og tækifærismennsku. hj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 43. TBL. 2 0 0 9

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.