Vísbending


Vísbending - 16.11.2009, Page 1

Vísbending - 16.11.2009, Page 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 16. nóvember 2009 45. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 Lífeyrissjóðir rétta úr kútnum Þegar bankarnir hrundu í október 2008 hafði það áhrif á alla fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir eru þar ekki undanskildir. Afallið var ekki verra en svo að nú, ári síðar, eru þeir aftur að ná fyrri heildareign í krónum talið. Það segir þó ekki alla söguna því verðbólga hefur verið talsverð þannig að enn vantar nokkuð á að sjóðirnir hafi náð sama raunvirði og áður. Var áfallið áfellisdómur? I öllu því umróti og umtali sem einkennt hefur þjóðfélagið eftir hrun, hafa margir beint spjótum sínum að lífeyrissjóðunum og sagt mikið tap þeirra sanna að þeim hafi verið illa stjórnað. Lífeyrissjóðir eru ekki undanþegnir gagnrýni fremur en aðrir, en flest bendir til þess að miðað við aðstæður hafi áfallið í raun og veru verið ótrúlega lítið. I meðfylgjandi töflu má sjá hvernig einstakir liðir efnahagsreikn- ingsins hafa breyst frá því í september í fyrra. Meginniðurstaðan er sú að innlend verðbréf hafa minnkað um 13% en erlendar Tafla: Eignir lífeyrissjóða í september 2008 og 2009 Milljarðarkr. Sepf. 2008 Sepf. 2009 fíreyf- ing Sjóður og bankaínnst. 85 172 102% Útlán og veröbréfaeign 1.771 1.615 -9% Veröbr. meö föstum tekjum 964 993 3% Rikissjóöur ísl. 57 90 58% Bæjar- og sveitarf 40 72 79% Innlánsstofnanir 148 62 -58% Ýmis lánafyrirtæki 336 433 29% Fyrirtæki 189 130 -31% Sjóöfélagalán 156 173 11% Erlend skuldabréf 38 32 -15% Veröbr.meö breytil. tekjum 808 623 -23% Veröbréfasjóöir alls 281 199 -29% Innlendir 177 98 -45% Erlendir 103 101 -3% Hlutabréfasjóöir alls 298 315 6% Innlendir 10 11 11% Erlendir 289 304 5% Hlutabréf alls 229 109 -52% Innlend 141 25 -82% Erlend 87 85 -3% Afleiöusamningar nettó -96 -66 -32% Aörar eignir nettó 11 14 24% Hrein eign til lífeyris 1.771 1.735 -2% Þ.a. innlend veröbréf 1.254 1.094 -13% Þ.a. erlend veröbréf 517 521 1% Heimild: sedlabanki.is, útreikningar Vísbendingar. Mynd: Heildareignir lífeyrissjóðanna 1997-2009. Milljónir króna, verðlag 2009. Heimild: sedlabanki.is, útreikningar Vísbendingar. eignir standa í stað í krónum talið. Hér er þó að ýmsu að hyggja. Iðgjöld lífeyrissjóða á einu ári eru um 100 milljarðar króna og meðalraun- ávöxtun sem reiknað er með í úttektum á lífeyrissjóðum er 3,5%. Að teknu tilliti til verðbólgu hefði ávöxtun því átt að vera 13-14% eða nærri 200 milljarðar. Lífeyrisgreiðslur úr sjóðunum eru nálægt 60 milljörðum króna. Miðað við þetta er tapið nálægt 250 milljörðum króna. Á myndinni má reyndar sjá að verðmætið fór hæst að núvirði í tæplega 2.150 milljarða króna. Miðað við þá tölu er tapið milli fjögur og fimmhundruð milljarðar króna að raunvirði. Það eru milli 18 og 25% af heildarverðmæti sjóðanna. Það er ekki fjarri þeim tölum sem nefndar voru strax eftir hrunið. I töflunni sést hvernig eignir hafa breyst. Bankainnstæður hafa tvöfaldast og eru nú um 10% af eignum sjóðanna. Vextir af þeim munu nú ekki gera meira en halda í við verðbólguna. Þegar litið er á aðra liði er rétt að hafa í huga að ekki er víst að tölurnar endurspegli alls staðar raunverulega stöðu því í einhverjum tilvikum færa lífeyrissjóðirnir afskriftir í milliuppgjörum í einu lagi en ekki inn á einstaka reikninga. Erlend verðbréf halda verðgildi sínu í krónum talið, en það gleymist oft að erlendis er líka kreppa. Það sem var nánast einstakt hér á landi var að skuldabréf bankanna urðu lítils virði, en þau eru allajafna talin kostur varfær- inna fjárfesta. Hlutabréfamarkaðurinn hrundi líka. Enginn efast um það nú að hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum, einkum bönkum og eignarhaldsfélögum, voru allt of hátt skráð, enda blasti það við að ávöxtun upp á tugi prósenta ár eftir ár gat ekki staðist. Á árunum fyrir 2008 hafði innlendur hlutabréfamarkaður smám saman orðið einsleitari. Nær öll sjávarútvegsfyrirtæki hurfu af markaði, svo dæmi sé tekið. Verkefnið næstu árin er að byggja fjölbreyttan hlutabréfamarkað upp að nýju. I Noregi, Svíþjóð og Kanada var ávöxtun lífeyrissjóða í fyrra neikvæð um 23-28%. Því er ekki hægt að segja að slök afkoma íslensku sjóðanna í kreppunni skeri sig úr. Q 1 Lífeyrissjóðir urðu A Skattleysismörk Q Myntráð er einn A Því miður er það 1 fyrir miklu tapi f \ eru hærri á íslandi kostur ef tengja "jjf svo að íslenskar við hrunið. Bæði en víða annars á krónuna við lausnir magna hérlendis og ytra. staðar. ^kasafni^ erlenda mynt. íslensk vandamál. '^SKÓLABÓ'^S^' VÍSBENDING • 4S TBL. 2009 1

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.