Vísbending


Vísbending - 16.11.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 16.11.2009, Blaðsíða 4
ÍSBENDING Spáð í efnahagslífiö Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur svarar spurningum Vísbendingar 1. Ertu fylgjandi algjöru gagnsœi í íslensku viðskiptaltfi? Á eignarhald fyrirtakja alltaf að vera Ijóst? Mér er ekki alveg Ijóst hvort spurningin fjallar um bankaleynd eða almenna upplýsingagjöf. Forsenda fyrir starfsemi fjármálafyrirtækja er traust. Ef allri leynd er létt af bankaviðskiptum er ekki lengur grundvöllur fyrir fjármálastarfsemi. Bankaleynd er til þess að vernda hinn almenna viðskiptavin, en hún er ekki til að vernda og hylma yfir viðskipti sem hafa glæpsamlegan tilgang. Það sést best í lögum um ráðagerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar eru ákvæði um upplýsingaskyldu fjármálastofnana sem skylda fjármálastofnanir til að rjúfa bankaleynd við slíkar aðstæður. Gagnsæi sem veitir upplýsingar til að ákvarða verð á verðbréfum er nauðsynlegt. Það er útgefandi verðbréfa sem veitir þær upplýsingar. Ef hann gerir það ekki, vinnur það gegn honum í verðmyndun. Gagnsæi í eignarhaldi er nauðsynlegt vegna siðferðilegra álitaefna hjá gagnaðila. Viðskiptaaðilar vilja vita um áreiðanleika gagnaðila og því getur eignarhald verið nauðsynlegt. Eigendur lítilla eignarhluta vilja vita um ráðandi eigendur því meðferð á minnihluta ræðst af siðferði meirihluta. Lífeyrissjóðir hafa upplýsingaskyldu gagnvart sjóðsfélögum. Þeir eru fyrst og fremst skyldir til að ávaxta eignir sjóðanna með öruggum og arðsömum hætti og það er ekkert í starfsemi lífeyrissjóðs sem ekki þolir að vera upplýst, nema persónulegar upplýsingar um einstaka sjóðsfélaga eða lánveitingar til nafngreindra aðila. 2. Bera dómstólar skynbragð á hvar mörkin eru milli eðlilegra viðskipta og bellibragða? I dómum í sakamálum og einkamálum á undanförnum árum hafa dómstólar talið mál sem bera keim af umboðssvikum eðlileg viðskipti. Jafnframt hafa dómstólar gengið mjög langt í því að telja lán ekki lán þarsem augljós tilgangur lánveitingarinnar var bellibragð á kostnað félagsins, til ávinnings fyrir stóran og ráðandi hluthafa en á kostnað minni hluthafa. Hæstiréttur hefur jafnframt komið sér hjá að fjalla eftirfarandi ákvæði hlutafélagalaga: „Félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afia ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað Vilhjálmur Bjarnason annarra hluthafa eða félagsins." Þetta var aðalmálsástæða í máli fyrir Hæstarétti og rétturinn fjallaði ekki um hana í niðurstöðu sinni. Það er í raun vandamál fyrir íslenska fjármálastarfsemi að mál á grundvelli hlutafélagalaga hafa mjög sjaldan komið til kasta dómstóla. Þar er ekki við dómstóla að sakast, þar er við fjárfesta að sakast, meðal annars lífeyrissjóði, sem hafa borið harm sinn í hljóði eða kosið með fótunum og selt. Niðurstöður í dómsmálum hér er ábending til væntanlegra fjárfesta um að halda sig frá íslenskum fjárfestingum og íslensku réttarfari. 3. Var hœgt að komast hjáþroti bankanna? Þrot bankanna var óumflýjanlegt eftir árið 2005. Þá voru bankarnir og fylgifélög þeirra komin í þrot. Hið endanlega hrun hófst strax þegar Landsbanki og Búnaðarbanki voru seldir, einkavæddir. Það hefur komið í ljós, að kaup bankanna voru skuldsettar yfirtökur og bankar verða aldrei öflugri en eigendurnir. Sérþekkingu á bankarekstri var ýtt út fyrir áhættustarfsemi. Þátttaka bankanna í verkefnum með viðskiptavinum sínum magnaði upp áhættu í rekstri þeirra. Eftirlitsaðilar tóku ekki á augljósum málum fyrr en allt var komið í' óefni. Lán þjóðarinnar í óláninu var að lausafjárkreppa á fjármálamörkuðum stöðvaði frekari skuldasöfnun í september í fyrra. 4. Gilda bnnur hagfrsðilógmál á Islandi en í nágrannalöndum okkar? Auðvitað gilda ekki önnur hagfræðilögmál á Islandi en annars staðar. Því miður er það svo að íslenskar lausnir magna íslensk vandamál. Dæmi um það eru lán til fjárfesta til að fjárfesta í íslenskum bönkum til að byggja upp „eigið fé" bankanna. Það er séríslensk lausn á vandamáli vegna lítils eigin fjár þar sem eftirlitsstofnanir brugðust ekki við ogþað meðal annars leiddi til falls bankanna. Aðrir sálmar Lengi má manninn reyna r Igamla daga var pólitíkin einföld. Vinir voru vinir og fjandmenn voru fjandmenn. Agreiningur innan flokka snerist miklu fremur um menn en málefni. Sjálfstæðisflokkurinn sameinaði „lýðræðisflokkana" svonefndu um utanríkisstefnu sem byggðist á vestrænni samvinnu. Einangrun og höft viku fyrir alþjóðlegri samvinnu og frjálsum viðskiptum. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa oftast gætt þess að reka ekki hornin hver í annan á opinberum vettvangi. A því eru þó undantekningar. Eftir að Sturla Böðvarsson tók við embætti samgönguráðherra gagnrýndi fyrir- rennari hans og samflokksmaður hann oft opinberlega, vinum beggja til mikilla leiðinda. Sturlu verður í stjórnmálasögunni einkum minnst fyrir snarpa embættisfærslu sem forseti Alþingis, en á sínu fyrsta misseri sem þingforseti kom hann í gegn merkum bótum á þingsköpum. Sturla hefur haft yfirbragð hins yfirvegaða og hæga stjórnmálamanns sem ekki efndi til illdeilna. Því vakti það athygli margra þegar hann skrifaði pistil sem nefnist: Er Þorsteinn að ganga í Samfylkinguna? Þar segir m.a.:„Eg get ekki séð hvaða nauðir ráku Þorstein Pálsson til þess að setjast við borðið með starfsmönnum utanríkisráðuneytisins og sérstökum áhugamönnum um að við sættum okkur við Icesave-samninginn. En lengi má manninn reyna. Vonandi kemur að því að hann skýri það fyrir okkur gömlum stuðningsmönnum sínum á hvaða leið hann er og hversvegna hann telur okkur þurfa að fara upp í hraðlest Össurar Skarphéðinssonar til Brussel og fórna m.a. því sem hann hafði svo vel gert sem sjávarútvegsráðherra. Ég bíð spenntur eftir að lesa eða heyra þær skýringar. Hann skuldar mér skýringar og væntanlega fleirum sem trúað hafa á dómgreind hans og hyggindi." Sturla kýs að gera gamlan félaga tortryggilegan að ósekju. Ekkert eitt verkefni skiptir Islendinga jafnmiklu máli á komandi árum og að góður samningur náist við Evrópusambandið. Því er afar mikilvægt að í nefndina veljist fólk með góða dómgreind og hyggindi eins og Þorsteinn Pálsson. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Úrgefandi: Heimurhf., Borgarrúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Nerfang: visbending@heimur.is. Prenrun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Oll rérrindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 ví SBE N DI N G 45. TBL. 2009

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.