Vísbending


Vísbending - 14.12.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.12.2009, Blaðsíða 2
ISBENDING Er auðlindaskattur hagkvæmur? 0 Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði Núverandi ríkisstjórn boðar um- hverfis- og auðlindaskatta. Til eru þeir hagfræðingar, sem fagna slíkum sköttum, því að þeir telja þá hagkvæma. Fljótt á litið virðist þetta rétt, að minnsta kosti um auðlindaskatt. Hugmyndin með honum er að gera upptæka rentuna af þeirri auðlind, sem um er að ræða. Rentan er í fæstum orðum sá náttúrlegi ábati, sem er af auðlindinni, en ekki skapaður af manninum. Skýrum þetta með því að hugsa okkur tvær jafnstórar jarðir hlið við hlið, sem tveir jafnduglegir menn sitja. Önnur er kostarýr, svo að bóndinn á henni gerir ekki meira en að draga fram lífið. Hin er frjósöm, svo að bóndinn þar safnar digrum sjóðum. Það, sem skilur, er jarðrentan. Betri jörðin gefur af sér meiri rentu. Þótt sú renta sé gerð upptæk, mun vinnuframlag ábúandans ekki minnka, fullyrti helsti formælandi auðlindaskatts á 19. öld, Henry George. Bóndinn mun eftir sem áður njóta ávaxta erfiðis síns. Hann skapaði ekki ábatann af jörð sinni, heldur náttúran. Olíkt öðrum sköttum virðist auðlindaskattur því ekki hafa neikvæð áhrif á vinnufýsi manna og verðmætasköpun. Hér á landi létu georgistar nokkuð að sér kveða í upphafi 20. aldar, þótt kenning þeirra hlyti lítt brautargengi. A áttunda áratug 20. aldar lifnaði hugmyndin um auðlindaskatt við á Islandi, en nú í sjávarútvegi. Bent var á, að við óhefta sókn á fiskimið færi rentan af slíkum miðum, auðlindarentan eða sjávarrentan, í súginn. Skynsamlegra væri, að ríkið innheimti hana, og þetta mætti gera með auðlindaskatti. Rökfærslan fyrir þessu sést á 1. mynd. Óheftur aðgangur er að gjöfulum fiskimiðum. Þá eykst aflinn (og um leið aflatekjurnar) í byrjun, uns komið er að hámarki. Eftir það minnkar afiinn. Boginn sýnir þróun aflateknanna með aukinni sókn. Kostnaðurinn af sókninni er hins vegar hinn sami á hvern bát, og sýna beina línan þróun hans með aukinni sókn. Auðvelt er að sýna fram á, að bátum mun fjölga á miðunum, uns tekjur og gjöld (aflatekjur og sóknarkostnaður) standast á, en það er í þessu dæmi við 16 báta. Þar hefur aukinn sóknarkostnaður étið upp allan hugsanlegan gróða bátseigendanna. Á myndinni sést, að þetta er alls ekki hagkvæmt. Hafa mætti hærri Mynd: Fiskveiðar við óheftan aðgang ¦f\n 100 Aflatekjur i kr. o o o Aflatekjur / Sóknarkostnaður 20 0 i i t 1 1 1 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 Sókn (fjölcli báta) tekjur af fiskveiðunum með minni sókn. Eins og myndin er teiknuð, er mestur heildargróði (munurinn á línum aflatekna og sóknarkostnaðar) við 8 báta. Þetta væri hreinn ávinningur. Aðeins er um það að ræða að endurheimta þá sjávarrentu, sem fer í súginn í of miklum sóknarkostnaði. Þótt líkanið af fiskveiðum við óheftan aðgang, sem getur að líta á 1. mynd, sé einfalt, er enginn ágreiningur um, að það lýsir vel vandanum: Takmarka þarf aðganginn að miðunum og fækka bátunum úr 16 í 8. Formælendur auðlindaskatts á Islandi sögðu sem svo: Bátunum má fækka með auðlindaskatti, sem ríkið leggur á og hefur svo háan, að aðeins 8 betur stæðu bátseigendurnir geti greitt hann. Hinir 8 verr stæðu bátseigendurnir verða hins vegar að hætta útgerð, og bátar þeirra hverfa af miðunum. Þetta er í senn Formælendur auðlindaskatts á íslandi sögðu sem svo: Bátunum má fækka með auðlindaskatti, sem ríkið leggur á og hefur svo háan, að aðeins 8 betur stæðu bátseigendurnir geti greitt hann. hagkvæmt fyrir þjóðarbúið og ríkið. Þá rennur sjávarrentan, sem áður fór í súginn, óskipt til ríkisins, sem getur þá annaðhvort lækkað aðra og óhagkvæmari skatta á móti eða fullnægt betur þörfum borgaranna fyrir margvíslega þjónustu. Þetta er þó hæpið. Til er önnur greiðfærari leið til að fækka bátunum úr 16 í 8. Hún er að úthluta ókeypis hverjum og einum hinna 16 báta rétti til að veiða 1/16 hluta leyfilegs hámarksafla á miðunum og leyfa eigendum þeirra síðan að versla með þessi réttindi. Þá hlýtur fyrr eða síðar að koma að því, að hinir 8 betur stæðu bátseigendur kaupi út hina 8 verr stæðu. Þá fækkar bátunum sjálfkrafa úr 16 í 8 í frjálsum viðskiptum. Þessi leið er það, sem kallað er í hagfræði Pareto- hagkvæm breyting, því að við hana bíður enginn tjón, en sumir og jafnvel allir græða. Berum þetta saman: Við auðlindaskatt græðir ríkið auðvitað verulega, því að það eignast nýja tekjulind. Það fer eftir stjórnmálaskoðunum, hvort menn telja, að almenningur græði, um leið og ríkið græðir. Sumir eru því samþykkir, aðrir ósamþykkir. Hinir 8 betur stæðu bátseigendur græða hvorki né tapa, því að þeir láta sömu upphæð af hendi til ríkisins og þeir þurftu áður að nota í of marga báta (tvo til að landa afla, sem einn hefði getað landað). Hins vegar tapa hinir 8 verr stæðu bátseigendur öllu: Með einu pennastriki er ævistarf þeirra gert að engu, og bátar þeirra verða nánast verðlausir. Öðru máli gegnir um ókeypis úthlutun réttinda til að veiða hluta hámarksaflans. Þá græðir ríkið eitthvað, því að afkoma útgerðarfyrirtækja batnar. Almenningur græðir líka óbeint á öfiugu atvinnulífi. VISBENDING • 49. TBL. 2009

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.