Vísbending


Vísbending - 14.12.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.12.2009, Blaðsíða 3
Tafla: Hverjir græða á nauðsynlegri fækkun fiskibáta? Aðili Auðlindaskattur Úthlutun réttinda 8 betur stæðu bátseigendur hvorki tap né gróði gróði 8 verr stæðu bátseigendur tap gróði Ríkið mikill gróði einhver gróði Almenningur vafasamur gróði einhver óbeinn gróði Úgerðarmennirnir gleypa ekki gróða sinn, heldur nota hann i fjárfestingu eða neyslu. Hinir 8 betur stæðu bátseigendur græða, því að þeir geta hagrætt í veiðum sínum, fullnýtt báta sína. Hinir 8 verr stæðu bátseigendur græða líka, því að þeir geta horfið á brott með talsvert fé handa í milli. Þeir eru keyptir út, en ekki hraktir út sökum vangetu á að greiða auðlindaskattinn. Auðlindaskattur er því ekki Pareto- hagkvæmur. Þetta hefur sumum hagfræð- ingum, sem aðhyllst hafa auðlindaskatt, sést yfir. Við hina nauðsynlegu lokun fiskimiðanna er ekki tekið tillit til hagsmuna allra þeirra, sem stundað hafa veiðar, en hagsmunir þeirra ættu vitaskuld að vega þyngra en hinna, sem aldrei hafa komið nálægt fiskveiðum. Það þarf því ekki að koma á óvart, að leið ókeypis úthlutunar var valin á Islandi, þegar landsmenn stóðu frammi fyrir ofveiði og sóun í sjávarútvegi. Upp úr því varð kvótakerfið til. Þetta var eina leiðin, sem sátt varð um, því að þetta var sú leið, sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi gátu sætt sig við. I lýðræðisríki geta stjórnvöld ekki sent helminginn af fiskveiðiflotanum í land með einu pennastriki. Þau rök, að auðlindaskattur geti verið hagkvæmari en aðrir skattar, eiga aðeins við um nýjar auðlindir, sem enginn hefur haft afnot af. Ef gull finnst á öræfum eða olía undan ströndum, þá kemur til greina að skattleggja afnotaréttinn á einhvern hátt, bjóða upp aðganginn að auðlindinni. En við afnot af gömlum auðlindum hafa einstaklingar öðlast hagsmuni, sem taka þarf tillit til. Heppilegast getur þá verið að breyta hefðbundnum afnotarétti í eins konar einkaeignarrétt, enda fylgja slíkum eignarrétti margir kostir: Menn hugsa betur um eigið fé en annarra, og garður er granna sættir. Það var ekki síst af þessum ástæðum, sem krafa Henrys George um auðlindaskatt í landbúnaði, jarðrentuskatt, hlaut ekki brautargengi. Kvótakerfið í íslenskum sjávarútvegi er tiltölulega hagkvæmt, að minnsta kosti í samanburði við það, sem gerist í fflíSBENDING ~v------------------ Þau rök, að auðlindaskattur geti verið hagkvæmari en aðrir skattar, eiga aðeins við um nýjar auðlindir, sem enginn hefur haft afnot af. öðrum löndum. Með ókeypis úthlutun afnotaréttinda var hagræðing auðvelduð. En mætti ekki taka upp auðlinda- skatt nú, eftir að nauðsynleg aðlögun er orðin, aðgangur að miðunum hefur verið takmarkaður? Bandaríski hagfræðingurinn Ronald Johnson bendir á þann galla á þeirri hugmynd, að þá hafa útgerðarmenn ekki lengur beinan hag af því, að auðlindin skili hámarksarði til Iangs tíma litið. Þeir munu því ekki vinna að því með stjórnvöldum, að nýting auðlindarinnar verði hófleg og hagkvæm, heldur reyna að fá að veiða sem mest á sem skemmstum tíma. Aðalatriðið er, að einkahagsmunir og almannahagur fari saman, og það gerist, ef útgerðarmenn fá framseljanleg og varanleg afnotaréttindi af fiskimiðunum. Það er hagkvæmara en nokkur auðlindaskattur. Cl Varð Hafskip gjaldþrota? Eftir að Hafskip varð gjaldþrota árið 1985 hefur aftur og aftur skotið upp þeirri spurningu hvort félagið hafi verið þvingað í gjaldþrot, en hafi í raun og veru átt fyrir eignum. Haustið 2008 komu út tvær bækur um þetta efni. Báðar voru bækurnar kostaðar af fyrrum stjórnendum skipafélagsins. Lárus Jónsson var árið 1985 bankastjóri Útvegsbankans, en hann var viðskiptabanki Hafskips. I raun má segja að gjaldþrot skipafélagsins hafi sett bankann í þrot. Lárus hefur nú skrifað grein um Hafskips- málið eins og það snýr við honum í nýjasta hefti Þjódmála. Greinin, sem nefnist Sagn- frœðilegur sannleikur um afdrif Hafikips hf. hefur af einhverjum ástæðum eklci vakið verðskuldaða athygli, en af henni má ráða að Lárus hefur átt mikið af gögnum um málið, auk þess sem hann var þátttakandi í atburðarásinni. Neikvætt eiginfé Lárus er ekki hrifinn af bókunum tveimur. Hann telur að upplýsingar sem hann veitti öðrum höfunda bókanna tveggja hafi ekki komist til skila og jafnvel rangt eftir sér haft. Lárus segir: „Það fer ekki milli mála, að fyrrgreindar bækur eru skrifaðar fyrst og fremst um þá grundvallarspurningu, hvort Hafskip hafi í raun orðið gjaldþrota í desember 1985. Ennþá síður á það að vefjast fyrir lesendum hvert svarið er við spurningunni."Lárus telur að í bókunum sé horft framhjá mörgu mikilvægum atriðum þegar litið er á uppgjör og eignastöðu félagsins. „Aftur á móti draga höfundarnir fram í löngu máli vangaveltur margra, sem er ætlað að gera þá þjóðsögu að sögulegum sannleika handa komandi kynslóðum, að Hafskip hafi verið „knúið" í þrot en aldrei orðið raunverulega gjaldþrota." Lárus rekur hvernig hlutafjáraukning árið 1985 um 80 milljónir króna hafi verið með þeim hætti að hluthafar fengu lán í Utvegsbankanum. Ahætta bankans var því jafnmikil og af rekstrinum. Hluthafar virðast ekki hafa haft fé annars staðar að til þess að leggja í félagið. Samt er talað í bókunum um að bankinn hafi hafnað 200 milljóna króna innspýtingu af nýju hlutafé. Hvergi kemur fram hvaðan það átti að koma. I greininni kemur fram í töflu að eiginfé Hafskips hafi verið neikvætt um a.m.k. 367 milljónir króna þegar félagið fór í þrot. Samkvæmt því virðist að nauðsynlegt hefði verið að setja að minnsta kosti 700 milljónir króna inn í félagið í nýtt hlutafé. Fram kemur að félagið tapaði a.m.k. 200 milljónum á rekstri fyrstu átta mánuði ársins 1985. Þegar litið er á rekstrarhæfi fyrirtækis er yfirleitt horft á tvennt: Eiginfiárstöðu og rekstrarafkomu. Þannig getur félag með neikvæða eiginfjárstöðu hugsanlega greitt skuldir í framtíðinni ef það er rekið með hagnaði. Tímabundnir erfiðleikar geta líka valdið því að reksturinn gangi illa, en engu að síður sé eiginfjárstaðan neikvæð. Haustið 1985 virðist hvorugt skilyrðið hafa verið uppfyllt hjá Hafskipi. Eflaust má margt finna að upphafi Hafskipsmálsins svonefnda og rekstri þess í fréttum og réttarsalnum. Hins vegar virðist enginn vafi á því samkvæmt grein Lárusar að Hafskip hafi verið gjaldþrota árið 1985, þegar stjórn óskaði eftir því að félagið væri tekið til gjaldþrotaskipta. 0 VISBENDING 49. TBL. 2009

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.