Vísbending


Vísbending - 14.12.2009, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.12.2009, Blaðsíða 1
ISBENDING Vikurit um viáskipti og efnahagsmál 14. desember 2009 49. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 Hin ósýnilega hönd Miðað við umræður á Alþingi og í þjóðfélaginu öllu þessa dag- ana mætti æda að ísland væri algerlega stjómlaust. Það rangt. Landið fer í raun og veru eftir áætlun sem samin var fyrir rúmu ári. Þegar seðlabankastjóri og fjármalaráðherra skrifuðu undir viljayfirlýsingu vegna fyrirgreiðslu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í nóvember fyrra var efnahagsstefnan ákveðin næstu tvö árin. Vegna seinagangs á ýmsum málum síðan þá hefur þessi áætlun verið framlengd um hálft ár. Island fylgir sem sé markaðri leið í efnahagsmálum allt fram í maí 2011. Samt er ekki nokkur maður sem talar um að stefnan sé góð. Enginn flaggar kortinu sem farið er eftir og segir þjóðinni að hún sé á réttri leið. Seðlabankastjórinn, sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna, var (og virðist enn vera) einn helsti andstæðingur AGS. Núverandi fjármálaráðherra var hatrammur andstæðingur sjóðsins og finnst þess vegna kannski óviðeigandi að tjá sig um málið, þó að hann eigi í raun að vera leiðsögumaður þjóðarinnar í efnahagsmálum. Áttum viö val? Það er auðvelt að vera vitur eftirá og það er mannalegt að steyta hnefann þegar engin hætta virðist í augsýn. Nú er rúmlega ár liðið frá hruninu og því er eðlilegt að spurt sé, hvort Islendingar hefðu getað farið aðra leið. Svarið er að hún er vandséð. Þeirri skoðun virðist hafa vaxið fylgi að Islendingar eigi að einangra sig frá umheiminum, taka sem minnstan þátt í alþjóðasamstarfi og standa á eigin fótum. Til sönnunar því að þetta sé hægt, er bent á að sums staðar annars staðar hafi menn gert slíkt með góðum árangri. Því er til að svara að slík dæmi eru vandfundin, líklega engin. Argentína hætti að borga af erlendum lánum og gengi pesóans féll um liðlega 70%. En Argentína er miklu stærra land en Island og auðugra af fjölbreytilegum náttúruauðlindum. Argentínumenn lentu því ekki beinlínis í skorti, þó að þeir hafi dregið úr verslun við umheiminn. Einangrun leiðir alltaf til þess að lífsgæði skerðist. Fáar þjóðir eru jafnháðar utanríkisverslun og Islendingar. Bankahrunið varð til þess að lánstraust þjóðarinnar almennt minnkaði mikið. Áædun AGS hefur miðað að því að bjarga því sem bjargað verður. Það er útilokað að hugsa sér að einhverjir hefðu viljað lána íslendingum ef ekki hefði legið fyrir áætlun af því tagi sem AGS setti upp. Hún er í sjálfu sér ekki ólík því sem gert er við fyrirtæki eða einstaklinga tíl þess að forða þeim frá þroti. Frumskilyrði er að eyðslufylliríinu linni. Það er enginn sendur á Vog með kassa af bjór í ferðatöskunni. Halli á fjárlögum er einfaldlega uppskrift að hærri sköttum í framu'ðinni. Þeir sem halda að aform um minni fjárlagahalla séu afarkjör eru í besta falli kjánar, í versta falli lýðskrumarar. Hvað felst í áætlun AGS? Stjórnmálamenn hafa margir talað eins og AGS hafi tekið öll völd á Islandi. Því fer þó fjarri. Sjóðurinn hefur aðeins sett fram ákveðinn ramma sem settur er fram í samkomulagi sjóðsins við íslenska ríkið sem undirritað var í nóvember 2008. Helstu atriði samningsins voru: 1. Endurreisn bankakerfisins 2. Halli á ríkissjóði hverfi á þremur árum 3. Gengi krónunnar verði stöðugt og styrkist svo smám saman 4. Verðbólga minnkuð og traust á Islandi endurheimt Miðað var við að brúttóskuldir ríkisins færu úr 29% upp í 109% af landsfram- leiðslu. Skuldirnar skiptust þá nokkurn veginn svona samkvæmt áæduninni: • 385 milljarðar króna vegna eiginfjáraukningar bankanna • Um 640 milljarðar vegna Icesave að frádreginni eign Landsbankans • Um 500 milljarðar vegna aukningar á gjaldeyrisvarasjóði (AGS lán + lánasamningar við nokkur lönd) • Um 350 milljarða fjárlagahalli alls á þremur árum Samkvæmt Peningamálum Seðlabank- ans liggur hrein skuldastaða ríkissjóðs á milli 55-65% af landsframleiðslu á næstu árum á meðan hrein skuldastaða hins opinbera nemur 80-90%. Skuldahlutfallið er vissulega hátt en alls ekki fordæmalaust í alþjóðlegum samanburði. Aædað er að hreinar Icesave- skuldbindingar nemi u.þ.b. 20% af lands- framleiðslu. Staðan hefur heldur batnað frá því sem upprunalega var áædað. Endurreisn bankanna er langt komin þó að hún sé talsvert á eftir upprunalegri áædun. Afar erfiðlega gengur að koma saman fjárlögum jafnvel þó svigrúm hafi aukist nokkuð. Vilji og geta til þess að skera niður útgjöld virðast hvergi nærri næg og enn eru skatdeysismörk hækkuð, þvert á alla skynsemi. Gengi krónunnar hefur veikst á yfir- standandi ári þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Þetta hefur orðið til þess að verðbólga hefur ekki minnkað jafnhratt og upprunalega var áædað og údit var fyrir í upphafi árs. I viljayfirlýsingunni kemur eftirfarandi fram: „Brýnasta verkefni Seðlabanka Islands er að tryggja stöðugleika krónunnar og búa í haginn fyrir styrkingu gengisins." Þetta brýna verkefni hefur því ekki gengið fram enn. Hvers vegna áhersla áIcesave? I áðurnefndri viljayfirlýsingu kemur fram að: „Island hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðu- tryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum." Hér er ekki sagt hverjar þessar skuldbindingar eru, en um það er í sjálfu sér ekki deilt að Islendingar hafi tekið á sig skuldbindingar vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Deilan snýst fyrst og fremst um það með hvaða hætti það verði gert. Það er algengt að heyra stjómmálamenn hneykslast á því að Islendingar séu þvingaðir til afleitra samninga af vinaþjóðum. Það var þó fyllilega eðlilegt að krefjast þess að vita það þegar lán eru afgreidd hver skuldastaðan raunverulega er. Mistökin við Icesave- samningana liggja fyrst og fremst í því hvernig samninganefndin var skipuð. Einnig hefði verið eðlilegt að óska í samningaferlinu eftir milligöngu Evrópusambandsins og að Briissel-viðmiðin svonefndu yrðu virt. Þjóðin er auðvitað ósátt við að þurfa að greiða skuldir sem hún stofnaði ekki tíl. Hún er hvorki ánægð með vinnubrögðin við samningana né skilmálana sem náðust. Samt er það mjög mikilvægt að botn fáist í Icesave- málin. Með því verður enn einu stórmálinu færra sem eftir á að leysa. Ci 1 Þjóðin virðist vera stjórnlaus en fer í raun eftir áætlun AGS sem enginn ber ábyrgð á. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. fjallar ur skatt Varð Hafskip í raun gjaldþrota. Lárus Jónsson rverandi bankastjóri er i í vafa. Gekk þjóðin til góðs á árinu 2009? Höfum við lært af mistökunum eða halda þau áfram? VISBENDING 49. TBL. 2009

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.