Bæjarblaðið - 14.07.1989, Síða 3
Bæjarblaðið frjálst óháð 3
777 hamingju Bœjarblaðið
Njarðvík 13. júlí 1989
Borist hafa fréttir þess efnis að nokkrar sviptingar séu að verða í hlaða-
heiminum hér á Suðurnesjum. Slíkt œtti ekki að koma neinum á óvart nú á
tímum sviptinga íhvers konar rekstri. Harðnandisamkeppni og hækkandi
reksturskostnaður fyrirtœkja verður óhjákvœmilega til þess að þeir sem
ekki hafa þvi styrkari grundvöll undir rekstri sínum eiga á hœttu að verða
undir.
Það er því skemmtilegt til þess að vita þegar ungir og athafnasamir
menn láta ekki svartsýnis- og uppgjafartal hafa áhrif á sig, en leggja
ótrauðir og fullir bjartsýni út í útgáfu sem þessa, með það að leiðarljósi að
gera betur, finna nýja leiðir til að höfða til hins almenna lesanda og sinna
þörfum hans.
Ég vil nota þetta tœkifœri til að fœra aðstandendum Bœjarblaðsins
hamingjuóskir í tilefni útáfu 1. tölublaðsins. Ég vona aðykkur takist það
œtlunarverk ykkar að birta íþessu blaðisem fjölbreytilegast efni, efnisem
almenningur hér á Suðurnesjum vill lesa ásamt með gagnlegum upplýs-
ingum sem fólk þarf og vill gjarna hafa við höndina daglega. Ég vona að
efnistök ykkar sýni metnað og jákvœtt hugarfar og þá er ég viss um að
ykkur mun farnast vel.
Oddur Einarsson
bœjarstjóri
STAPAPRENT,
prentsmiðja
í alfaraleið.
Brekkustíg 39 - Njarðvík - Sími 14388
Messur
Keflavíkurkirkja
Guðsþjónusta kl. 9:30 n.k.
sunnudag. Organisti Örn Falkn-
er.
Y tri-Nj arð ví kurkirkj a
Guðsþjónusta sunnudaginn 16.
júlí kl. 11.00. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur.
Útskálakirkja
Guðsþjónusta n.k. sunnudag kl.
11:00
Hvalsneskirkja
Guðsþjónusta kl. 14:00 n.k.
sunnudag.
Maður
vikunnar
MÁR Hermannsson UMFK bætti
árangur sinn í 10 km hlaupi um 10
sekúndur er hann sigraði á laugar-
dagskvöldið í úrtökuhlaupi fyrir
Evrópubikarkeppnina í Dublin. Már
hljóp á 31:22,7 minútum, sem er
fimmti besti árangur íslendings á
vegalengdinni frá upphafi.