Heimilisritið - 01.08.1945, Blaðsíða 59
Middlesworth læknir tók allt
í emu fram í fyrir þeim.
„Eg frétti af þeim heiðurs-
manni í dag“, sagði hann og tók
út úr sér tóma pípuna. „Gideon
Eell, læknir, dvelur í sumar hjá
Hastings. Hann hefur keypt sér
þar sumarbústað“.
„Er Gideon Fell héma í ná-
grenninu? Við megum til með
að hafa upp á honum“, sagði
Sir Harvey. „Hadley leitaði
nefnilega ráða hjá honum eftir
Daviesmálið, og hann furðaði
sig mjög á læstu dyrunum. Við
skulum vona að okkur takist að
opna dyrnar —
„Með minni hjálp?“ spurði
Dick beizkur í bragði.
„Þér skuluð fara 1 kvöldboðið,
Markham, gera allt eins og
hún óskar og samþykkja allt
sem hún segir yður. Eg ætla
að standa á hleri í næsta her-
bergi. Með yðar aðstoð munum
við komast að raun um, hvað
hún geymir í þessum nafn-
kunna felustað sínum. Og þegar
við uppgötvum, hvernig þessi
ekki-alltof-slungna dama hefur
getað leikið á lögreglu tveggja
þjóða —
„Fyrirgefið“, greip Middles-
worth fram í fyrir þeim aftur.
Hann reis upp úr körfustólnum,
gekk að þeim glugganum, sem
nær honum var, og gægðist út
fyrir til beggja hliða. Svo lok-
aði hann honum og starði
nokkra stund út í myrkrið, áður
en hann dró gluggatjöldin fyr-
ir.
„Var þetta nokkuð?“ spurði
Sir Harvey.
„Nei, ekkert“, svaraði læknir-
inn og settist aftur.
Dick hallaðist aftur á bak í
sínum stól. Honum fannst sem
hann væri særður og sigraður.
Honum fannst þetta skraut-
lausa, gamaldags herbergi eins
óraunverulegt eins og sagan um
Lesley.
„Eg skal að endingu gefa yð-
ur það heilræði“, sagði Sir
Harvey, „að minnast ekki einu
orði á 'þetta samtal okkar fyrr
en seinna“.
Dick Markham stóð upp og
sýndi á sér fararsnið.
„Nú þurfið þér að hvíla yður
Sir Harveý“, sagði Midd'les-
worth læknir. „Ef þér fáið verk
í bakið skuluð þér taka innmeð-
alið, sem ég fékk yður. Þér
ættuð að reyna að sofna“.
„Mér verður nú víst varla
svefnsamt", svaraði hann, „því
að nú kemst ég vonandi bráðum
að því, hvernig hún getur drep-
ið eiginmenn sína og elskhuga
á eitri, en enga aðra!“
„Enga aðra?“ endurtók Dick
og sneri sér við hjá dyrunum.
„Hvað eigið þér við?“
„Ef við höfum nokkra lausn
HEIMILISRITIÐ
57