Heimilisritið - 01.08.1945, Blaðsíða 27
skozku), eins og í Caithness,
Orkneyjum og Hjaltlandi, sem
er allskyld norrænunni.Gaelisk-
an er hinsvegar mjög frábrugð-
in. Byrjun nafnanna hef-
ur oft breytzt, t. d. Fuday fvrir
Útey. Og p, t, k hefur oft breytzt
í b, d, g, eins og í Suður-Noregi:
Vík verður vaig, -aig, -seter
verður -shader, hóp verður ob
o. s. frv.
Mörg héraða- og eyjanöfnin
eru norræn, t. d. Sutherland sem
þýðir Suðurland, gagnstætt eyj-
unum norðurfrá. Lewis er í forn-
norrænu Ljóðhús, Harris rnvm
vera dregið af fornnorræna'‘lýs-
ingarorðinu hár, Lingay er
Lyngey. Jura er Dýrey.
Þ'EGAR siglt er meðfram
ströndinni, vestur frá Thurso,
rekst maður hvarvetna á norræn
nöfn alla þá leið. Tongue er
Tunga, Melness er dregið af
forna. orðinu melr, Dumess er
Dymes, Cape Wrath er um-
breytt úr Hvarf (þ. e. staður,
þar sem skipið snýr við, tekur
aðra stefnu). Kylestrome mynd-
að af Straumr, Stoer = Stór,
Ullapool mun vera fornnorræna
orðið Ullaból, Melvaig er Mel-
vík. Arisaig er Árósavík, vik-
in við ármynnið, Oban er nor-
ræna orðið hóp, Ayr er á forn-
norrænu eyrr.
ÞANNIG mætti halda áfram
að telja upp nöfnin, hundruðum
saman. Þetta sýnir, hvað byggð
Norðmanna hefur verið þétt á
eyjum og strönd Vestur-Skot-
lands, og að þeir hafa verið meg-
inhluti íbúanna í Sutherland og
Caithness, og þó einkum 1 eyj-
unum norðurfrá. Menn vita, ao
málið varðveitist á eyjunum
langt fram á 18. öld, eftir að þær
lögðust undir Skotland árið
1468. í Suðureyjum og á Skot-
landi lifði málið ekki svo lengi,
enda náðu Skotar þar yfirráðum
miklu fyr. Suðureyjar voru látn-
ar af hendi 1266, ásamt Mön og
Sutherland, og Caithness brutu
Skotar undir sig í lok 12. aldar.
Örnefnin eru ekki hinar einu
minjar, sem forfeður vorir haía
látið eftir sig. Færeyingurinn
Jakob Jakobsen skrásetti h. u. b.
10000 orð af norrænum uppruna,
sem tíðkuðust á Hjaltlandi um
1890, og tekin höfðu verið upp
1 enskuna þar. Og í gaelisku er
einnig fjöldi norrænna töku-
orða, einkum yfir allt, er lýtur
að sjómennsku. Norskar forn-
minjair hafa fundizt um allar
hinar norrænu byggðir, og marg-
ur gripurinn liggur enn í jörðu.
Og sé minnst á skyldleika og
fændsemisbönd, þá er það svo,
að hvergi hittum við nánari
frændur, en einmitt í Skotlandi.
að undanskyldum íbúum forru
norsku hálendanna og útflytj-
endunum í Norður-Ameríku.
o r
40
HEIMILISRITIÐ