Verktækni - 01.02.2008, Qupperneq 7

Verktækni - 01.02.2008, Qupperneq 7
VERKTÆKNI /  Danfoss tengigrindur fyrir hitakerfi Sérhannaðar tengigrindur fyrir íslenskar aðstæður Vönduð vara úr ryðfríu efni Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita- og snjóbræðslukerfi og fl. Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á tengigrindum fyrir hitakerfi Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Stjórnir Sjúkrasjóðs KTFÍ og Fjölskyldu- og styrktarsjóðs KTFÍ ákváðu nýlega að hækka styrki í því sem næst öllum flokkum. Starfsreglur sjóðanna voru samræmdar síðastliðið vor. Réttindi sjóðfélaga eru því þau sömu hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér réttindi sín. Sjúkra- og slysadagpeningar Til viðbótar sjúkradagpeningum TR eða örorkulífeyri frá TR, lífeyrissjóði eða öðrum greiðslum greiðir sjóðurinn dagpeninga til sjóðfélaga. Um er að ræða dagpeninga vegna veikinda eða slysa sjóðfélaga, dagpeninga vegna langvarandi veikinda maka eða barna sjóðfélaga og dagpen- inga vegna læknisrannsókna og örorku. Áður var miðað við 70% af launum er nú 80%. Fyrirbyggjandi aðgerðir og verkefni sem stuðla að bættu heilsufari Endurgreiddur er 75% af kostnaði, sam­ tals fyrir liði 1 til 5 að hámarki kr. 50.000 á hverjum tveimur árum, miðað við fyrstu greiðslu styrks. Greiddir verða eftirfarandi liðir: 1. Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkranudd, meðferð hjá kírópraktor eða sambæri­ leg meðferð hjá löggiltum heilbrigð­ isstarfsmanni. 2. Sálfræðiþjónusta, hjúkrunarmeðferð, félagsráðgjöf, fjölskylduráðgjöf eða sambærilega meðferð hjá viðurkennd­ um fagmanni. 3. Faraldsfræðilegar rannsóknir/ hjarta­, lungna­ og æðaskoðun. 4. Krabbameinsskoðun. 5. Dvöl á dvalar­ og heilsustofnunum að læknisráði. Einnig er greiddur kostnaður vegna námskeiða til að hætta að reykja og for­ eldranámskeiða. Að sinni mun sjóðurinn Hækkanir hjá sjóðum KTFÍ ekki taka þátt í kostnaði vegna líkams­ ræktar. Gleraugu og augnaðgerðir 1. Endurgreitt er allt að 75% af kostn­ aði sjóðfélaga vegna gleraugnakaupa (glerja og/eða linsa) á þriggja ára fresti, að lágmarksupphæð kr.10.000 en að hámarki kr. 50.000. 2. Greiddur er staðlaður styrkur að fjár­ hæð kr. 75.000 vegna laseraðgerða á öðru auga og 150.000 kr vegna laser­ aðgerða á báðum augum. Skilyrði er að umsækjandi hafi verið sjóðfélagi samfellt í minnst eitt ár fyrir aðgerð. Tæknifrjóvganir og ættleiðing Tæknifrjóvgun: 1. Greiddur er styrkur allt að kr. 150.000 vegna meðferða á tæknifrjóvgunar­ deildum. 2. Skilyrði er að umsækjandi hafi verið sjóðfélagi samfellt í minnst eitt ár fyrir greiðslu styrks. Ættleiðing: Greidd er föst fjárhæð að hámarki kr. 200.000. Heyrnartæki Greiddur er styrkur til kaupa á heyrn­ artækjum, allt að 75% af upphæð af tækjabúnaðar að frádregnum styrk Tryggingastofnunar á þriggja ára fresti að hámarki kr. 50.000. Tannviðgerðir Greidd eru 30% af tannlæknakostnaði ef hann fer umfram kr. 75.000 á ársgrundvelli. Hámarksgreiðsla er 200.000,­ kr. á þriggja ára tímabili. Útfararstyrkur og dánarbætur Útfararstyrkur: 1. Greiddur er útfararstyrkur vegna and­ láts greiðandi sjóðfélaga og barna hans að 20 ára aldri allt að kr. 300.000,­. 2. Sjóðurinn greiðir ennfremur útfar­ arstyrki kr. 150.000,­ vegna andláts fyrrverandi sjóðfélaga allt að tveimur árum eftir að viðkomandi hefur hætt störfum vegna aldurs eða örorku. 3. Útfararstyrkur greiðist til þess aðila er annast útförina. Dánarbætur: 1. Dánarbætur skulu vera hundraðshluti af launum og við ákvörðun greiðslna er miðað við meðalinnborgun í sjóðinn síðustu 12 mánuði áður en réttur til dánarbóta skapast, enda hafi þær verið 1% af launum. 2. Greiðslur skulu vera sem hér segir: a. Fyrir maka eða sambýling: jafngildi 1 mánaðarlauna ef starfsmanni er ekki heimiluð fjarvera án skerðingar á launum. b. Fyrir hvert barn sjóðfélaga, yngra en 20 ára: jafngildi ½ mánaðarlauna greiðist til barns eða vörsluaðila. Sama gildir um fráfall annarra nákominna að fengnu mati sál­ gæslumanns. Styrkir eru veittir gegn framvísun reikn­ inga sem sýna útlagðan kostnað sjóðfélaga. Hámark árlegrar styrkupphæðar nemur 50% af ársiðgjöldum viðkomandi sjóð­ félaga. Heimilt er að safna upp iðgjöldum þriggja ára til styrkja. Lágmarksupphæð hverrar afgreiðslu er styrkur að upphæð kr. 10.000. Heimilt er að safna saman reikn­ ingum fyrir kostnaði sem sótt er um styrk fyrir. Hægt er nálgast starfsreglurnar og umsóknareyðublöð á netinu, www.tfi.is. (Valin er stikan „KTFI” efst á síðunni). Skilafrestur Næsta tölublað Verktækni kemur út í lok febrúar. Þeir sem vilja koma efni í Verktækni og/eða skilaboðum til rit­ stjóra eru beðnir um að senda tölvupóst á sigrun@vfi.is eða sigrun@tfi.is.

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.