Verktækni - 01.02.2008, Qupperneq 8

Verktækni - 01.02.2008, Qupperneq 8
Í septembermánuði 2006 var form- lega opnaður örtæknikjarni við Háskóla Íslands. Kristján Leósson vísindamaður hjá Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar hafði umsjón með hönnun og uppsetningu á svoköll- uðu hreinherbergi fyrir örtæknifram- leiðslu sem er hið fyrsta sinnar teg- undar á Íslandi. Þessa aðstöðu nota nú vísindamenn og nemendur við tilraunir í örtækni og framleiðslu á ýmsum nanótækjum. Á árinu 2004 hófst markviss tækjaupp­ bygging í örtækni hér á landi. Að henni stóðu Vísinda­ og tækniráð, Háskóli Íslands, Raunvísindastofnun Háskólans, Iðntæknistofnun, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Háskólinn í Reykjavík. Tækjakostinum var skipt á tvo örtæknikjarna, sá stærri er staðsettur í Háskóla Íslands en hinn á Iðntæknistofun. Iðntæknistofnun hýsir fyrst og fremst tæki til að greina uppbyggingu og yfirborð efna á örsmæðarkvarða en í Háskóla Íslands er aðstaða fyrir framleiðslubúnað og greinin­ gartæki tengd honum. Heildarfjárfesting í tækjabúnaði er um 150 milljónir króna. Hreinherbergið Örtæknikjarninn í HÍ er í húsi verkfræði­ og raunvísindadeildar, VR III við Suðurgötu. Þar er 50 fermetra hreinherbergi þar sem rykmengun í andrúmsloftinu er haldið í lágmarki. Þetta er nauðsynlegt þegar framleiddir eru hlutir sem eru jafn stórir eða minni en rykkorn. Fjöldi rykagna í lofti hreinherbergisins er aðeins 1/1000 af því sem gerist í venjulegu skrifstofurými. Rykmengun kemur fyrst og fremst frá fólkinu sem starfar í hreinherberginu og því þurfa allir sem fara þar inn að klæðast sérstökum hlífðarbúningum. Örtæknin, þ.e. míkró­ og nanótækni hefur átt ríkan þátt í tækniþróun und­ anfarinna áratuga, hvort sem litið er til tölvutækni, samskiptatækni, efnistækni eða líftækni. Með tilkomu örtæknikjarna hér á landi var stigið stórt skref sem gerir íslenskum vísindamönnum kleift að taka þátt í þessari þróun. Aðstöðu sem þessa má finna við flesta stærri rannsóknaháskóla. Örtæknikjarninn gefur vísindamönn­ um, framhaldsnemum og fyrirtækjum möguleika á að framleiða hluti á örsmæð­ arkvarða úr ýmsum efnum, til dæmis gleri, plasti, málmum eða hálfleiðurum. Í hrein­ herberginu er hægt er að prenta í þessi efni mynstur niður í u.þ.b. 1/100 úr hárs­ breidd (600 nanómetra) og þykkt efnanna getur verið allt niður í einstök atómlög (<1 nanómetri). Á Iðntæknistofnun (nú Nýsköpunarmiðstöð) er búnaður til að skrifa mynstur allt niður í 10­20 nm. Vantar fleira fólk Kristján kvartar ekki yfir fjárskorti heldur frekar því að það vanti unga vísindamenn til starfa á þessum vettvangi. „Við vorum mjög praktísk og raunsæ í tækjakaupunum og keyptum að hluta til notuð tæki sem reynast vel. Smæðin hefur vissulega sína kosti og það er fólkið sem skiptir mestu máli, ekki hversu stór og flott aðstaðan er. Svíar voru til dæmis mjög stórtækir og byggðu 1200 fermetra örtæknikjarna með 20 stöðugildum við Chalmers háskólann. Rekstrarkostnaðurinn er gríðarlegur og kannski ekki í réttu hlutfalli við afrakst­ urinn. Við lítum þannig á að það sé frábært að geta stundað rannsóknir á þessu sviði hér heima og uppbyggingin hefði ekki mátt vera hraðari. Við höfum farið þetta skref fyrir skref en nú vantar okkur fólk. Það er alltaf hægt að eyða meiri peningum en þetta hefur gengið vel og það er mikil ánægja og áhugi hér innandyra. “ Kristján segir að það hafi orðið bylt­ ing á síðastliðnum tíu árum hvað varðar styrkveitingar til doktorsverkefna. „Hingað koma doktorsnemar erlendis frá sem hafa ekki möguleika á styrkjum í sínum heimalöndum. Nú þegar hefur fjöldi meist­ aranema unnið lokaverkefni sín í tengslum við örtæknikjarnann auk þeirra sem leggja stund á fræðilega útreikninga sem tengjast örtækninni, bæði á sviði eðlisfræði og efnafræði.” Örtæknikjarninn er í samstarfi við læknadeild HÍ, rannsóknastofu Krabba­ meinsfélagsins og nokkur sprotafyrirtæki. Vonir standa til þess að samstarf við fyr­ irtæki, til dæmis í líftækniiðnaði, verði einn af hornsteinunum í starfsemi örtæknikjarn­ ans í framtíðinni og að af honum megi einnig spretta ný fyrirtæki. Forsagan Uppbyggingin á aðstöðu til örtæknirann­ sókna hér á landi á sér nokkra forsögu. Segja má að hún hefjist fyrir alvöru í byrjun ársins 2003 þegar haldin var ráð­ stefna um mögulegan hátæknikjarna á Íslandi. Í framhaldinu var stofnaður sam­ starfshópur háskóla, rannsóknastofnana, samtaka og fyrirtækja sem hlaut nafnið Örtæknivettvangur. Í október 2003 skil­ aði hópurinn skýrslu um stefnumótun og  / VIÐTALIÐ Hreinherbergi í örtæknikjarna Kristján Leósson. Í baksýn er hreinherbergið. Kísilflögur með hefðbundnum rafrásum. Tengi­ vírarnir liggja að miðju flögunnar en þar er svæði sem er á stærð við þverskurðarflatarmál eins hárs. Á það svæði mætti skrifa um 5 MB af upplýsingum með rafeindaprentun í örtæknikjarna Nýsköpunarmiðstöðvar. Ljósmynd: Árni Sigurður Ingason.

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.