Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 18
128
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
og hann hætti ritstörfum varð hann borgar-
stjóri í Stavanger (1891). Hann þótti dugandi
embættismaður og stundaði söguvísindi í tóm-
stundum sínum.
S iii æ 1 k i.
Á stjórnmálafundi í kvenfjelagi. Konan, sem
ætlar að bjóða sig fram til þings, heldur ræðu. Að
lokum spyr hún:
»Háttvirtu konur! Nú hafið þið heyrt stefnuskrá
mína. Ef einhver æskir frekari upplýsinga, er jeg
fús til að svara öllum spurningum.<
Rödd frammi í salnum: »Hvar hafið þjer gelað
fengið svona fallegan hatt?*
Brot úr kosningaræðu. »Kæru tilheyrendur!
Sýnið nú að þið sjeuð færir um að gefa atkvæði
yðar af eigin sannfæringu og kjósið eins og jeg
hefi sagt yður.*
sHvernig er andinn í þessari kjörsókn?*
»Jeg veit það ekki. — Jeg held hann sje ekki
neinn hjer.c
»Hvaðan ætlar þú að útvega öll þau gæði, sem
þú hefir lofað kjósendum þínum?*
Pingframbjóðandinn: »Auðvitað úr vasa fólksins.*
Lína vinnukona fjekk leyfi til að fara í leikhúsið
eitt sunnudagskvöld, þegar leikið var leikrit eftir
Ibsen. Pegar hún kom heim, mælti frúiii:
»Jæja, þá hefirðu nú kynst Ibsen.<
»Nei, hann hjet Petersen, sem jeg fór heim með
eftir Ieikinn.*
Ungur nýgiftur maður beið konu sinnar við kvöld-
verðarborðið. Hún hafði farið út skömmu eftir há-
degi og kom ekki fyr en kl. 11 um kvöldið.
»Þú kemur seint,< sagði hann ásakandi.
»Já, hafði ekki úrið mitt. Um sex-leytið spurði
jeg ungan mann, sem gekk fram hjá, livað klukkan
væri. Og þegar hann loks mundi eftir að svara
því, var klukkan orðin hálf ellefu.
Alt breytist. »Meðan við hjónin vorum Oood-
Tenip!arar,< sagði frú X., »þá höfðum við alt af
nægan »strammara< í húsinu, en síðan maðurinn
minn byrjaði aftur að drekka eins og svín, finst
ekki dropi af brennivíni eða öðru hvar sem leitað er.«
»Það stendur hjer í blaðinu, að Hansen hafi
gift sig.<
»Pað gleður mig.<
»So-o. Hvað hefir hann gert þjer til bölvunar?<
»Mjer er óskiljanlegt að þú skyldir gefa samþykki
þitt til, að Hansen giftist dóttur þinni. — Pið hafið
þó verið fjandmenn í mörg ár.<
• Einmitt þess vegna gerði jeg það. — Nú verð-
ur konan mín tengdamóðir hans.<
Kennarinn: »Getið þið sagt mjer, hvað við verð-
um að gera til þess að fá fyrirgefning synda vorra?«
Pjelur litli: »Við verðum að syndga.<
»Tómas er meistari í tungumálum. Hann tala-
6—7 tungumál.<
»Oetur hann talað Esperanto?<
»Eins og hann væri innfæddur!*
Asninn er ekki alt af auðþektur á eyrunum.
Einu sinni var drengur, sem sá orðrómur Iá á,
að hann væri heimskastur allra heimskingja. Allir
höfðu hann að háði og spotti.
Til þess að sýna heimsku hans n eð rökum var
algengt, að láta hann kjósa um krónupening og
fimmeyring. Kaus drengurinn ætíð fimmeyringinn
og hentu menn mikið gaman að, og var þelta al-
geng skemtun.
Eitt sinn horfði ókunnur ferðamáður á leik þenn-
an. Drengnum var sagt að velja sjer annan livorn
peninginn. Hann valdi fimmeyringinn óðara.
»Er það af því að þessi peningur er stærri, að þú
kýst þjer hann?< spurði ferðamaðurinn drenginn.
»Nei,< svaraði drengurinn. »En ef jeg læki krónu-
peninginn, mundu menn hætta að bjóða mjer að
velja um peninga. Þess vegna vel jeg alt af fimm-
eyringinn og hefi eignast margar krónur á þann hátt.<
»Ljóðin mín eru Iesin tvöfalt meira en áður.<
»Jæja, — hefir þú gift þig?<
Dóttirin við föður sinn: »Heyrðu pabbi! Þú
verður að fara að undirbúa brúðkaupið mitt.<
»Brúðkaupið? Hvað áttu við? Jeg hefi ekki
hugmynd um, að þú sjert trúlofuð.*
»Ja, góði pabbi! — Lestu aldrei blöðin?<
Fröken Larsen detlur í sjóinn; hún hefir fengið
orð fyrir að vera eigi við eina fjölina feld.
Hr. Jónson: »Jeg verð að stökkva út í sjóinn og
reyna að bjarga henni.<
Frú Jónson: »Já, en þú ræður því rjett, hvort þú
verður lengi undir vatnsskorpunni hjá henni!<